Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Söngneminn Þorvaldur Þorvaldsson var á ferðalagi austur á fjörðum í fyrrasumar er hann fann eigulega bifreið. Hann kom akandi á Skoda Oktavia í bæinn og sá reynist honum vel. „Ég hafði verið á útkikki eftir bíl þegar ég rakst á þennan Skóda hjá útibúi Heklu á Reyðarfirði og ákvað að slengja mér á hann. Hann var keyrður 44 þúsund kílómetra og það telst ekki mikið,“ segir Þorvaldur og sýnir stoltur sinn dökkgráa Skóda, módel 2005. Honum er varfærnislega bent á að fyrr á árum hafi verið talið að Skódi væri bara fyrir gamla karla með hatta. Nú hafi það augljóslega breyst. „Já, þetta eru breyttir tímar og breyttir bílar,“ segir hann og er ekkert nema öryggið. „Þessi bíll hafði verið í rekstrarleigu frá því hann var skráður þannig að ég er fyrsti eigandi hans fyrir utan umboðið. Sem er gæðastimpill því það sá um viðhaldið og hélt honum í toppstandi. Svo er hann eyðslugrannur og það er mikill kostur í dýrtíðinni.“ Þorvaldur kveðst aldrei hafa verið með sérstakt pjatt í sambandi við bíla heldur bara viljað hafa þá í lagi. „Skódi er sterkur bíll sem bilar lítið. Aðalatriðið er að hann endist og ég komist á honum frá A til B,“ segir hann. Síðasta setning er vel skiljanleg þegar haft er í huga að Þorvaldur hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Hann er að ljúka námi við söngdeild Listahá- skóla Íslands, skrifa BA-ritgerð og æfa fyrir lokatón- leika auk þess að syngja eitt aðalhlutverkið í óper- unni Così fan tutte eftir W. A. Mozart sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni annað kvöld. Hann hefur áður stigið á svið óperunnar, meðal annars í sýningu Óperustúdíósins í fyrra er hann kveðst hafa leikið gamlan skarf. „Ég er með þannig raddtýpu að ég lendi yfirleitt í því að leika einhverja ógeðfellda náunga,“ segir hann hlæjandi. „Hlutverkið í Così fan tutte er þar engin undantekning. Ég veld miklum vandræðum í þeirri sögu og hef afskaplega gaman af því. gun@frettabladid.is Góður í dýrtíðinni Þorvaldur sem gegnir gælunafninu Þorri segir Skódann hafa reynst sér afskaplega vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N HÁTÍSKA Í HOSILÓ Mæðgurnar Elín Guð- mundsdóttir og Hjördís Þorfinnsdóttir opnuðu nýlega kjólabúð á Selfossi þar sem þær selja notaða en glæsilega kjóla. TÍSKA 4 Í HÓPUM TIL FJALLA Nú gefst hópum og fyrir- tækjum kostur á jeppaferðum í nýjum Land Rover-jepp- um sem allir eru útbúnir til að geta tekist á við erfiðar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.