Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 76
48 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR > ENDURFUNDIR Lost-parið Evangeline Lilly og Dominic Monaghan hafa tekið saman að nýju. Þau kynntust við tökur á Lost-þáttaröðinni, en skildu að skiptum skömmu eftir að persónu Monaghan í þáttun- um var komið fyrir kattarnef. Fjórir mánuðir í sund- ur reyndust hins vegar of erfiðir og parið er komið saman aftur. folk@frettabladid.is Ofurfyrirsætunni Naomi Campell hefur verið sleppt lausri gegn tryggingargjaldi eftir að hún var handtekin grunuð um að hafa ráðist á lögregluþjón. Atvikið átti sér stað á Heathrow- flugvellinum í London. „Lögreglan fór inn í flugvél British Airways og fjarlægði einn farþega,“ sagði talsmað- ur British Airways. Skömmu áður hafði fyrirsætan fengið þau tíðindi að önnur af tveimur töskum hennar hefði týnst á flugvellinum og virðist hún hafa misst stjórn á sér við það. Campell hefur löngum átt í vandræðum með skap sitt og virðist síður en svo vera að mýkjast með aldrinum. Brjálaðist í flugvél NAOMI CAMPELL Ofurfyrirsætan hefur löngum átt í vandræðum með skap sitt. Það var margt um mann- inn þegar veitinga- og skemmtistaðurinn Oliver var opnaður að nýju eftir yfirhalningu. Boðsgestir virtust hinir ánægðustu með útkomuna og miðað við fjölda gesta virðist breyttur og bættur staður eiga upp á pallborðið hjá breiðum hópi landsmanna. Oliver tekið fagnandi MANNMERGÐ Það er óhætt að segja að það hafi verið margt um manninn þegar Oliver var opnaður að nýju í breyttum og bættum búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓRHanna og Margrét Ósk. Lára og Sirrý. Sóley hjá Emm, Snorri úr Sprengjuhöll- inni og Jón Atli hárdoktor. Elísabet Cochran hönnuður, Guðjón Bjarnason arkitekt og Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður. Brad Pitt mun að öllum líkindum fara með hlutverk Percys Fawcett í væntanlegri mynd um ævintýri hans, en Fawcett er sagður hafa verið fyrirmynd eilífð- artöffarans Indiana Jones. Hann hvarf árið 1825, þá á ferð um frum- skóga Amazon. Myndin mun kallast Lost City of Z og segir söguna af þessari miður vel heppnuðu för Fawcetts. FRÉTTIR AF FÓLKI Fulltrúar MR og MH skrifuðu í gær undir friðarsamkomu- lag þess efnis að sátt skyldi ríkja milli þessara stríðandi fylkinga síðustu klukkustundirnar fyrir úrslitaviðureign Morfís milli skólanna í kvöld. Keppnin hefst klukkan átta og fer fram í Háskólabíói. Á meðan á keppninni stendur mega áhangendur ræðuliðanna hvetja sitt lið með drengilegum hætti. Um leið og tilkynnt er hverjir hafa borið sigur úr býtum á hins vegar að ríkja sátt og samlyndi milli skól- anna. Ekki mátti miklu muna að upp úr syði á nýjan leik í gær þegar íþróttahúsinu sem MH-ingar afhentu keppinautum sínum á fimmtudag var skilað aftur, nokkuð löskuðu. MH- ingar töldu MR-inga hafa sýnt sér mikla móðgun með þessu athæfi sínu en leiðtogum hinna stríðandi fylkinga tókst að róa mannskapinn. Að sögn talsmanns herliðs MR-inga var það ekki ætlunin að lítilsvirða gjöfina heldur var einfald- lega ekki pláss fyrir húsið í gamla skólanum. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu undanfarna viku hafa nemendur skólanna beitt öllum brögðum til að koma höggi á andstæðinga sína. Grunnt var á því góða því MH-ingar voru aðeins hársbreidd frá því að vera kærðir sökum ítrekaðra brota á reglum Morfís. - fgg Samið um frið í Morfísstríði BROTHÆTTUR FRIÐUR Melkorka Rut, gjaldkeri nemendafélags MH, og Magnús Þór, forseti Framtíðarinnar, undirrita friðarsamkomulag við Tjörn- ina í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Skemmtiatriði á 17. júní Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is Frá sýningu götuleikhússins 2007 www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Umsóknir um fl utning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 6. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.