Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 76
48 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
> ENDURFUNDIR
Lost-parið Evangeline Lilly og
Dominic Monaghan hafa tekið
saman að nýju. Þau kynntust við
tökur á Lost-þáttaröðinni, en
skildu að skiptum skömmu eftir
að persónu Monaghan í þáttun-
um var komið fyrir kattarnef.
Fjórir mánuðir í sund-
ur reyndust hins vegar
of erfiðir og parið er
komið saman aftur.
folk@frettabladid.is
Ofurfyrirsætunni Naomi Campell
hefur verið sleppt lausri gegn
tryggingargjaldi eftir að hún var
handtekin
grunuð um að
hafa ráðist á
lögregluþjón.
Atvikið átti
sér stað á
Heathrow-
flugvellinum í
London.
„Lögreglan
fór inn í
flugvél
British
Airways og
fjarlægði einn
farþega,“
sagði talsmað-
ur British
Airways. Skömmu áður hafði
fyrirsætan fengið þau tíðindi að
önnur af tveimur töskum hennar
hefði týnst á flugvellinum og
virðist hún hafa misst stjórn á sér
við það. Campell hefur löngum átt
í vandræðum með skap sitt og
virðist síður en svo vera að
mýkjast með aldrinum.
Brjálaðist
í flugvél
NAOMI CAMPELL
Ofurfyrirsætan
hefur löngum átt í
vandræðum með
skap sitt.
Það var margt um mann-
inn þegar veitinga- og
skemmtistaðurinn Oliver
var opnaður að nýju eftir
yfirhalningu. Boðsgestir
virtust hinir ánægðustu
með útkomuna og miðað við
fjölda gesta virðist breyttur
og bættur staður eiga upp á
pallborðið hjá breiðum hópi
landsmanna.
Oliver tekið fagnandi
MANNMERGÐ Það er óhætt að segja að það hafi verið margt um manninn þegar
Oliver var opnaður að nýju í breyttum og bættum búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓRHanna og Margrét Ósk.
Lára og Sirrý. Sóley hjá Emm, Snorri úr Sprengjuhöll-
inni og Jón Atli hárdoktor.
Elísabet Cochran hönnuður, Guðjón
Bjarnason arkitekt og Erla Þórarinsdóttir
myndlistarmaður.
Brad Pitt mun að öllum líkindum
fara með hlutverk Percys Fawcett í
væntanlegri mynd um
ævintýri hans, en
Fawcett er sagður hafa
verið fyrirmynd eilífð-
artöffarans Indiana
Jones. Hann hvarf
árið 1825, þá á
ferð um frum-
skóga Amazon.
Myndin mun
kallast Lost City of
Z og segir söguna
af þessari miður
vel heppnuðu för
Fawcetts.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fulltrúar MR og MH skrifuðu í gær undir friðarsamkomu-
lag þess efnis að sátt skyldi ríkja milli þessara stríðandi
fylkinga síðustu klukkustundirnar fyrir úrslitaviðureign
Morfís milli skólanna í kvöld. Keppnin hefst klukkan átta og
fer fram í Háskólabíói. Á meðan á keppninni stendur mega
áhangendur ræðuliðanna hvetja sitt lið með drengilegum
hætti. Um leið og tilkynnt er hverjir hafa borið sigur úr
býtum á hins vegar að ríkja sátt og samlyndi milli skól-
anna.
Ekki mátti miklu muna að upp úr syði á nýjan leik í gær
þegar íþróttahúsinu sem MH-ingar afhentu keppinautum
sínum á fimmtudag var skilað aftur, nokkuð löskuðu. MH-
ingar töldu MR-inga hafa sýnt sér mikla móðgun með þessu
athæfi sínu en leiðtogum hinna stríðandi fylkinga tókst að
róa mannskapinn. Að sögn talsmanns herliðs MR-inga var
það ekki ætlunin að lítilsvirða gjöfina heldur var einfald-
lega ekki pláss fyrir húsið í gamla skólanum.
Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu undanfarna
viku hafa nemendur skólanna beitt öllum brögðum til að
koma höggi á andstæðinga sína. Grunnt var á því góða því
MH-ingar voru aðeins hársbreidd frá því að vera kærðir
sökum ítrekaðra brota á reglum Morfís. - fgg
Samið um frið í Morfísstríði
BROTHÆTTUR FRIÐUR Melkorka Rut, gjaldkeri nemendafélags MH, og
Magnús Þór, forseti Framtíðarinnar, undirrita friðarsamkomulag við Tjörn-
ina í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Skemmtiatriði á 17. júní
Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is
Frá sýningu götuleikhússins 2007
www.17juni.is
Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun
í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún
frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á
sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum.
Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og
er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á
útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og
öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum
í samráði við þjóðhátíðarnefnd.
Umsóknir um fl utning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla
út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið,
Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 6. maí.