Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 66
38 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
HELGARKROSSGÁTAN
99
k
r.
sm
si
ð
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón:
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Þú gætir unnið
nýjustu plötuna
með Moby!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!
Leystu
krossgát
una!
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Söngfuglinn, fyrirsætan og ný for-
setafrú Frakklands, Carla Bruni-
Sarkozy, sló rækilega í gegn hjá
breskum tískuspekúlöntum þegar
hún fór með eiginmanni sínum í
opinbera heimsókn til Bretlands
fyrir skömmu. Fatastíl hennar var
lýst sem óaðfinnanlegum og í anda
Jackie Kennedy og virðist sem
Bruni hafi risið í vinsældum eftir
umdeilt samband hennar við for-
setann. Allur fatnaður sem Bruni
klæddist í ferðinni var fenginn hjá
tískuhúsinu Christian Dior sem
fékk sína bestu auglýsingu síðari
tíma í kjölfarið. Andstæðingar
Sarkozys hafa gagnrýnt valið á
Dior vegna tengsla forsetans við
viðskiptajöfurinn Bernard Arn-
ault sem á stóran hlut í Dior-hús-
inu. Hvað sem því líður er ljóst að
Carla Bruni-Sarkozy er orðin leið-
andi í tískustraumum með sinni
klassísku og afar frönsku blöndu
af fallega sniðnum kápum, kjólum
og flatbotna ballerínuskóm. - amb
Forsetafrúin
slær í gegn
Góð vika fyrir...
... Hannes Hólmstein Gissurarson.
Líklega hefði Hannes sloppið
miklu betur ef rektor Háskólans
hefði ákveðið að gera ekki neitt
strax eftir að hann var dæmdur
fyrir höfundarréttarbrot. En
meðan rektor var að vandræð-
ast með hvernig ætti að snúa sér
í málinu birtust fréttir af
háskólastúdent í USA sem var
rekinn úr skóla fyrir að stela brandara frá Hugleiki,
Kistan tók sig til og spurði fjölda háskólamanna sem
flestir voru á því að rektor ætti að gera allt annað en
ekki neitt og fréttaskýringar birtust sem leiddu í ljós
að texti Hannesar var ekki alltaf Hannesar heldur
annarra. En þrátt fyrir allt þetta heldur Hannes stöðu
sinni sem gerir vikuna góða fyrir Hannes. Hann sagð-
ist í Kastljósi ekki ætla að verja sig með því að segja
að hann hafi ekki gert neitt annað en Laxness gerði né
heldur rifja upp meiðyrðamál sem maður við Háskól-
ann tapaði heldur rísa upp sem nýr og betri maður.
... Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
Hún flýgur nú um heiminn í einkaþotu sem utanríkis-
ráðherra. Veður í völdum og lúxus. Af gömlum vana
hneykslast gamlir kommar og enn eldri
kratar en enginn nennir að pæla í því. Og
það sem meira er: Þeir sem rísa upp henni
til varnar gegn býlífisandskotum eru úr
innsta kjarna íhaldsins. Þeirra á meðal
meistari ljósvakans, Ingvi Hrafn, send-
ir þeim fingurinn og segir þetta röfl.
Þessi ferðamáti sé hinn eini rétti og
vert fyrir ríkisstjórnina að íhua þann
möguleika að kaupa sér þotu.
... Guðjón Guðmundsson
Einhver snjallasti íþróttafréttamaður landsins er nú
endanlega að slá í gegn sem skemmtikraftur. Hann
hefur ávallt verið orðheppinn en aldrei sem nú og
veltust fótboltaáhugamenn um af hlátri og elskuðu
sinn mann þegar hann lýsti stuðnings-
mönnum Fenerbahce, sem atti kappi
við Chelsea sem: „fjörutíu þúsund
Halim Al-ar” í bráðsmellinni lýsingu.
Til að fyrirbyggja allan misskilning
bætti hann því við að Tyrkir væru
hið ágætasta fólk. En hver er svo
sem að segja að svo sé ekki um
Halim?
Slæm vika fyrir...
... Orkuveituna
Í góðri trú auglýstu þeir gömlu líkamsræktartækin
sín til sölu: Kálfavél, fótakreppur, kvið-
vélar, tvo ljósabekki og fleira. Blaða-
snápur Vísis kannaði málið og fyrir ein-
hvern undarlegan misskilning hafði
hann það eftir starfsmanni OR á Akra-
nesi að tækin hentuðu líklega betur
fyrir landsbyggðarfólk en aðra. Þá
breyttist hin ágæta bílskúrssala Orku-
veitunnar í martröð. Landsbyggðar-
blöðin sturluðust og Eiríkur Hjálm-
arsson upplýsingafulltrúi fór í
málið. Niðurstaða hans var að
ummælin væru uppspuni blaðamanns. Og nú spyrja
menn: Er sveitamaðurinn gramari í garð Orkuveit-
unnar eða Vísis? Því enginn vill eiga reiði landsbyggð-
arinnar yfir höfði sér.
... Ingibjörgu Þórðardóttur
Fyrir þá sem ekki vita er Ingibjörg for-
maður Félags fasteignasala. Og þeir eru
í djúpum. Sér nú fyrir endann á gríðar-
legri velmegun stéttarinnar sem hefur
verið í veislu undanfarin ár. En nú er
eins og almenningur sé hættur að
hlusta á fasteignasala. Fasteigna-
markaðurinn hefur snöggkólnað á
fyrstu þremur mánuðum ársins og
veltan 25 milljörðum minni það
sem af er ári miðað við á
sama tíma fyrir ári.
... Fóstbræður
Öðru vísi mönn-
um áður brá en
meðal þeirra
sem lágu eftir á
klippiborðinu
þegar Ólafur
Jóhannesson, af
öllum mönnum,
var að ganga
frá endanlegri
útgáfu myndar
sinnar Stóra
planið, voru Jón Gnarr, Steinn Ármann, Sigurjón
Kjartansson og Þorsteinn Guðmundsson. Fóstræð-
urnir, með Radíusívafi, fuku fyrir framvinduna.