Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 60
32 5. apríl 2008 LAUGARDAGUR M iklar umræður hafa staðið að undanförnu um málefni miðborgarinn- ar. Hafa borg- arbúar, embættismenn og kjörnir fulltrúar sammælst um að þeim hugnist ekki sú staða sem upp er komin þar sem auð hús grotna niður með tilheyrandi hættu og lýtum. Leitað var til þriggja fyrrver- andi embættismanna sem lengi unnu að skipulags- og bygginga- málum í Reykjavík og þekkja því vel til aðstæðna í miðborginni. Þetta eru Þorvaldur S. Þorvalds- son, fyrrverandi skipulagsstjóri, Stefán Hermannsson, fyrrver- andi borgarverkfræðingur, og Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðstjóri skipulags- og bygg- ingasviðs Reykjavíkurborgar. Þau eru öll sammála um að núverandi ástand sé óviðunandi og fagna breyttum áherslum og auknum áhuga á skipulagsmál- um. Vilja þau ekki kenna núver- andi skipulagi um hvernig komið er heldur frekar vanvirðingu fyrir gildandi skipulagi. Þeim finnst vandinn ekki auðleystur en sjá þó leiðir til úrbóta, eins og eflingu skipulagssjóðs, uppkaup húsa og aukna virðingu fyrir gild- andi skipulagi. Virða þarf gildandi skipulag Umræður um ástand húsa í miðborg Reykjavíkur hafa verið miklar og svo virðist sem borgarbúar hafi fengið nóg. Ásakanir um að eigendur hirði ekki um hús sín til að þrýsta á að leyfi fáist til niðurrifs hafa verið háværar. Á móti hafa svörin oft verið að upp á vanti í skipulagi. Olav Veigar Davíðsson blaðamaður leitaði álits þriggja þrautreyndra fyrrverandi embættismanna borgarinnar. „Ég get ekki fallist á að það sé skipulaginu að kenna hvernig komið er,“ segir Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar. „Kannski liggur rót vand- ans í hvernig við umgöngumst umhverfi okkar, hús eða önnur menningarverðmæti af virðingar- leysi.“ Segir hún miðbæinn hafa verið í niðurníðslu eftir byggingu Kringlunnar og svo Smáralindar. Hún telur því að borgaryfirvöld hafi brugðist rétt við með mið- borgaráætluninni en kannski hafi þau ekki verið nógu hörð við að fylgja henni eftir. „Þar kemur til okkar kúltúr. Við berum ekki virð- ingu fyrir umhverfinu og ekki heldur fyrir því sem sett er í skipulag.“ Hún telur að til séu dæmi um að menn kaupi eignir sem þeir veð- setji fyrir miklu meira en þær eru virði í því augnamiði að byggja meira en leyfilegt er. Því sé aukin umræða um skipulagshagfræði af hinu góða. „Ég hef lengi haldið fram að það sé ógæfa íslensks skipulags að við höfum haldið hagræna þættinum alveg frá. Að húsin eigi að vera hugguleg en umræðum um kostnað sé haldið utan við.“ „Auðvitað þarf að setjast niður og átta sig á hvert vandamálið er og hvernig má leysa það. Þá þarf að velta við steinum eins og hag- rænu þáttunum og væntingum. Ef fjárfestar hafa verið að kaupa þarna og gera sér meiri vænting- ar en skipulagið gerir tilefni til, eins og ég er hrædd um að sé ansi víða, þá er það þeirra áhætta. Þeir eru í viðskiptum og taka áhættu en ég sem borgari ætla ekki að axla þá ábyrgð fyrir þá.“ Segir hún að skipulagi þurfi að breyta með málefnalegum rökum. „Því miður held ég að oft hafi verið látið undan þrýstingi og menn þurfa að átta sig á að það er ekki lengur í boði.“ Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur: Ekki skipulagið heldur virðingarleysi „Það hefur verið vaxandi stemm- ing fyrir því að varðveita þessi hús og ég held að það sé í lang- flestum tilfellum hið besta mál,“ segir Stefán Hermannsson, fyrr- verandi borgarverkfræðingur. Stefán segir umræðu um hús í miðborginni hafa aukist þótt hún hafi verið viðvarandi nokkuð lengi. „Margir halda því fram að í flestum tilfellum séu menn að kaupa þessi hús til niðurrifs og láti þau drabbast niður. En ég veit ekki hvort það er alltaf rétt.“ Telur hann ljóst að orsökin sé að verulegu leyti fjárhagslegs eðlis. „Það er mjög dýrt að gera upp hús og nýtingarmöguleikarnir eru oft ekki mjög miklir.“ „Ég vil nú ekki ganga svo langt að friða öll húsin í miðbænum. Mér finnst það nú allt of langt gengið en ef við lítum til borga í nágrannalöndunum er ljóst að hús í miðborgum þeirra hafa ekki alltaf staðið þar.“ Nefnir hann miðborgir Kaupmannahafnar og Stokkhólms sem dæmi. „Ein- hvern tímann hafa staðið þarna minni hús. Mér finnst svolítið langt gengið að friða hús sem eru með mjög lítilli nýtingu sem standa á allra bestu og dýrustu lóðunum. Það er orðið svolítið vafaatriði.“ Hann telur borgaryfirvöld vera að reyna að taka sig á. „Ég held að stemning sé fyrir að gera eitt- hvað í málunum núna. En hvernig er mér ekki ljóst. Ekki kaupa þeir öll þessi vandræðahús.“ Um hugs- anlegar leiðir nefnir Stefán að skipulagssjóður hafi haft það verkefni að hjálpa til við að þróa og varðveita byggðarmynstur í miðborginni, en starfsemi sjóðs- ins hafi verið breytt. „Kannski fannst mönnum að hugsunin þar hefði verið að kaupa meira til nið- urrifs eða til að selja aftur frekar en að kaupa til að stuðla að endur- uppbyggingu. Það hefði vel mátt breyta áherslum í þeim sjóði og nýta hann til að borgin gæti stutt við þessa þróun með einhverjum hætti,“ segir Stefán, sem telur þá leið vel reynandi. Stefán Hermannsson, fyrrverandi borgarverkfræðingur: Hugsanlega má nýta skipulagssjóð „Mér finnst skelfilegt að miðborgin skuli vera í svona ástandi,“ segir Þorvaldur S. Þorvaldsson, fyrrverandi skipulagsstjóri Reykjavíkur- borgar. Hann segir ekki rétt að skipulag vanti fyrir miðborgina. „Það er til skipu- lag, deiliskipulag og þróunar- áætlun um miðborgina þar sem tekið er á öllum þeim þáttum sem menn eru að ræða um í dag.“ Segir Þorvaldur miðborg- aráætlunina vera sérstakt yfirlit yfir hvernig menn vildu sjá Laugaveginn þróast. „En vandamálið er að aðilar hafa keypt upp hús og reiti og vilja byggja allt annað en skipulag- ið gerir ráð fyrir. Svo verða menn reiðir og segja að það sé ekki til skipulag.“ Þá hefjist vinna verktakanna við að fá skipulaginu breytt og slíkt ferli taki um eitt og hálft ár. Segir hann aðalvandann vera að of lengi hafi viðgengist að menn hafi komist upp með að horfa framhjá gildandi skipulagi. Um vanda miðborgarinnar segir Þorvaldur enn frekar: „Ef stýra á upp- byggingu í miðborginni á borgin að eignast þá hluti sem hún ætlar að stýra.“ Á hann þar við að borgin kaupi þau hús sem um ræðir. „Það er erfitt að fara í uppkaup þegar búið er að spenna verðið upp. En maður stýrir ekki uppbyggingu og skipulagi í miðborg nema hafa völd á eignum.“ Borgin þurfi að kaupa hús af þeim sem felli sig ekki að gildandi skipulagi og byggi sam- kvæmt því. Þorvaldur telur þó ekki nauðsynlegt að Reykjavíkurborg standi í húsbyggingum. „Borgin getur látið hanna það sem hún vill láta byggja á reitunum og boðið það þannig út.“ „Uppbygging á Reykjavík hlýtur alltaf að vera á okkar eigin forsendum, með bakgrunn í sögu Reykjavíkur; það er að við erum á Íslandi og á 64. breiddargráðu.“ Telur Þorvaldur Reykjavíkurborg eiga mikla sérstöðu og sérkenni sem okkur beri að virða og vinna út frá. „Hún er allt önnur en til dæmis austur-evrópskir bæir sem undanfarið hafa verið í umræðunni.“ Þorvaldur S. Þorvaldsson, fyrrverandi skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar: Komist upp með að horfa framhjá gildandi skipulagi Ingólfsstræti Laugavegur Klapparst ígur LækjargataBankastræ ti Vatnsstígur Frakkastígur Vitastígur Barónsstígur Austurstræti 22 Byggt 1801 Laugavegur 4-6 Byggt 1890-1920 Laugavegur 33 Byggt 1921 Laugavegur 74 Byggt 1902 Laugavegur 46 Byggt 1905 H verfisgata Þingholtsstræti 2-4 Hverfisgata 32-34 Byggt 1904- 1910 Lauga- vegur 19 Byggt 1904 Hverfis- gata 28 Byggt 1905 Laugavegur 21 Byggt 1916 N Klapparstígur 30 Laugavegur 35 Byggt 1898 Byggt 1917 Því mið- ur held ég að það hafi oft verið látið undan þrýstingi og menn þurfa að átta sig á að það er ekki lengur í boði. Vandamál- ið er að aðilar hafa keypt upp hús og reiti og vilja byggja allt annað en skipulagið gerir ráð fyrir. Ég held að það sé þessi stemm- ing fyrir að gera eitthvað í málunum núna. HÚS Í NIÐURNÍSLU Í MIÐBORGINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.