Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 18
MENNING 2
S amdráttur á lánamarkaði hefur þegar valdið afturkipp í kostun fyrirtækja til menningarstarf-
semi. Líklega er Listahátíð í vor síðasta stóra
fjármögnununarverkefnið sem atvinnulífið,
stórfyrirtækin, tók þátt í af fullum styrk. Stórir
samningar eru enn virkir á nokkrum sviðum menn-
ingarstarfsemi í landinu: Íslenski dansflokkurinn,
Listasafn Íslands, Kassi Þjóðleikhússins og einhverj-
ar fleiri stofnanir eru með samninga við stuðnings-
aðila sína til fárra ára og verða því njótendur styrkja
eitthvað áfram. Þegar harðnar á dalnum í efnahags-
lífi verða styrkir til almannaþjónustu á borð við
listastarfsemi fyrstir undir hnífinn.
Á það hefur verið bent að þetta ástand er einmitt
helsti gallinn við styrki fyrirtækja til lista, dreifingar
og framleiðslu. Erlendis þekkja menn þessa þróun. Á
sama tíma og atvinnufyrirtæki af ýmsu tagi eru í
góðu árferði reiðubúin að styrkja listalíf og njóta til
þess víða skattfríðinda og áhuga stjórnvalda, þá er
allri listrænni starfsemi afar hætt við alvarlegum
búsifjum, jafnvel harkalegum samdrætti, ef sveiflur
verða í efnahagsástandi og stuðningsaðilar draga úr
opinberum stuðningi við listir. Þá hafa listastofnanir
sett traust sitt á tekjustofn sem skyndilega hverfur
og þær standa eftir með stórt gat í rekstri. Lista-
starfsemi er víðast hvar rekin eftir áætlunum til
lengri tíma: sinfóníuhljómsveitir eru að leggja drög
að verkefnaskrám sínum allt að fimm árum fram í
tímann. Íslenska sinfónían vinnur nú að verkefna-
skránni fyrir opnunarveturinn 2009/2010 þegar
Tónlistarhúsið verður vígt, hljómsveitin fagnar
stórafmæli og Listahátíð sömuleiðis. Eðlilega eru
menn þar á bæ farnir að hugsa svo langt. Hvernig
getur hljómsveitin reitt sig á fyrirtæki eins og FL
Group sem á við vaxandi tap að kljást? Eru samning-
ar þess við Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki feigir?
Hver mun kosta kosta tónleikahald hljómsveitarinnar
það árið?
Lengi hefur skort á skýr ákvæði í skattalögum um
meðferð á styrkjum til stofnana og fyrirtækja í
listastarfsemi: skattayfirvöld sjá sér ekki hag í að
hafa ákvæði þar um gegnsæ. Stór hluti lista- og
menningarstarfs hér á landi fer fram með ríkri
meðgjöf, ekki bara frá styrktaraðilum, heldur líka
höfundum og þátttakendum. Þeirra framlag hefur
aldrei fengið eðlilega meðferð skattalega – eigið
framlag listamanna nýtur ekki neins skilnings. Á
tímum þegar samdráttur veldur afturkippi í styrkjum
einkaaðila er skynsamlegt að fjármálaráðuneytið líti
til þessara mála og endurskoði stöðu framlags
listamanna til samfélagsins.
NÚ DREGUR ÚR KOSTUN
Páll Baldvin Baldvinsson skrifar
Snemma í þessum mánuði gafst
blaðamönnum Observer fátítt
tækifæri á viðtali við Natalíu
Solzhenitsyn, eiginkonu Alexanders
Solzhenitsyn, en hann nálgast nú
nírætt og er orðinn hrumur en
vinnur eftir því sem þrek gefst að
því að ljúka frágangi á nýrri
heildarútgáfu á verkum sínum sem
verður í 30 bindum. Alexander er
illa haldinn af beinþynningu og er
orðinn fótlama en situr við allar
stundir. Hann verður níræður í
desember á þessu ári. Sjö bindi eru
þegar komin út af ritsafninu sem geymir aðeins hluta
af öllum skrifum þessa eljusama höfundar. Fimm eru
væntanleg á þessu ári. Þar verða aðeins verk sem eru
fullfrágengin, hvorki bréf hans né vinnugögn verða
þar birt en skjalasafn hans er gríðarlegt af vöxtum.
Alexander hefur ekki farið út úr húsi í fimm ár.
Kona hans segir hann vakinn og sofinn í vinnu við tvo
bálka, annan er hann að klára sjálfur, en hinn er hún
að vinna við. Áhugamál hans eru eins og fyrrum sú
mikla saga sem hlaust af fangabúðarekstri stjórn-
valda Rússlands en hann sat sjálfur lengi í gúlaginu,
frá 1945 til 1950, og eru tvö höfuðverk hans, Dagur í
lífi Ivans Denisovich og Gulag-eyjarnar, til í íslenskri
þýðingu. Þá hefur hann unnið mikið að rannsóknum á
örlögum bænda í heimalandi sínu. Hann sendi frá sér
harða gagnrýni eftir heimsókn Bush til Úkraínu um
síðustu mánaðamót, en þá lagði forsetinn sveig á
minnisvarða um fórnarlömb hungursneyðarinnar þar
um slóðir 1932-1933 sem rithöfundurinn staðhæfir að
hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. Móðurfólk hans
var frá Úkranínu.
Solzhenitsyn fékk Nóbelsverðlaun 1970 og var
rekinn í útlegð 1974. Hann hefur löngum þótt hafa
sérstæð viðhorf til þróunar í heimalandi sínu. Var
þjóðernissinnaður í skoðunum löngu áður en slíkar
skoðanir urðu viðteknar í valdatíð núverandi
valdhafa, enda nýtur hann velvildar Pútins. Nýja
útgáfan er til marks um vaxandi hylli hans meðal
rússneskra valdhafa og segir eiginkona hans að verk
hans séu nú loksins lesin af almenningi þar í landi.
Alexander Solzhen-
itsyn er enn að
Alexander
Solzhenitsyn
LJÓÐIÐ
Aram Saroyan
DRAUMUR
Mig dreymdi að ég kæmist
að því að dauðinn væri ekkert mál
í raun ekkert annað
en einskonar ósýnilegur vefur
sem maður gengur í gegnum
inn í síðdegið
þetta var einsog þegar
mús veit að einhver hefur opnað augun
í herberginu um miðja nótt
og músin hættir öllu þruski
og það var slíkur léttir að vita þetta
ég var á göngu
og það var glaðasólskin
þegar mér varð þetta ljóst
og það var einsog þungu fargi
væri létt af hjarta mínu
mér hlýnaði öllum og ég var
hamingjusamur og hugrakkur
einsog allt væri gerlegt
og heimurinn fullkominn
Gyrðir Elíasson þýddi og er ljóðið í nýju safni
ljóðaþýðinga hans sem kemur út á sumardag-
inn fyrsta á forlagi Uppheima.
V
erkið kallast Systur.
Texti í verkinu er sam-
inn af Hrafnhildi Haga-
lín rithöfundi og frum-
sýning er fyrirhuguð í
Iðnó 1. maí og verður sýnt allan
maímánuð.
„Systur“ er rússíbanaferð um
hugaróra og veruleika tveggja
kvenna. Komið er inn á ýmis efn-
isatriði, bæði léttvæg og alvar-
legri, svo sem losta, munúð, limi,
sektarkennd, hreinleika, trú, von,
kærleik, líf, dauða, spennu og
umbreytingu.
Í verkinu er einnig notast við
kvikmynd sem Ástrós gerði á
sínum tíma um það hvernig konur
vilja hafa karlmenn.
Þær hafa kallað einvalalið sér
til aðstoðar: Lýsingu hannar
Björn Bergsteinn Guðmundsson,
en tónlistarhliðina sér Guðni
Franzson um. Dýrleif Örlygsdótt-
ir gerir búninga.
Vinnuheiti verksins var „Nakt-
ar nunnur“: „Í samtali sem við
Lára áttum í vor komumst við að
því að við höfðum báðar haft mik-
inn áhuga á klausturlifnaði og
nunnum í gegnum tíðina og við
ræddum um að í þessari brjáluðu
veröld okkar núna þegar allir
virðist vera að drukkna í verald-
legri lífsgæðahyggju og gróða-
braski væri kannski ekki úr vegi
að taka fyrir í verkinu andstæð-
una, það er andlega sviðið, og
heim fólks sem helgar sig and-
legri íhugun og hafnar öllu ver-
aldlegu vafstri. Eiginlega spannst
þetta út frá sögu sem mér var
sögð síðasliðinn vetur um nunnu
sem hafði hætt að vera nunna
þegar hún var sjötíu og fimm ára
gömul, hún hafði hitt kaþólskan
prest á svipuðum aldri sem einn-
ig hætti prestskap og nunnan svaf
því hjá í fyrsta sinn sjötíu og
fimm ára gömul. Okkur fannst
þetta falleg saga en hjónin eru
enn lukkulega gift og búa í Bret-
landi, nú orðin áttræð. Við ætlum
því að fara inn á ókunnar lendur
og þreifa fyrir okkur í heimi
nunnunnar ef svo má segja ... svo
sjáum við hvað það færir okkur,“
segir Ástrós.
„Klausturlifnaður hefur löng-
um heillað marga listamenn sem
hafa oft leitað inn í klaustur í
ákveðinn tíma til að geta einbeitt
sér og útilokað áreiti. Ég held að
þetta leiti kannski ekki síður á
konur í dag sem starfa í lista-
geiranum – oft vill það nú verða
svo, þó að við gerum allt til þess
að það sé öðruvísi og eigum
kannski eiginmenn sem eru mjög
duglegir við hússtörf og umönn-
un barna, þá vill til dæmis barn-
aumönnunin oft leita meira yfir á
okkar væng. Það kemur því oft
upp löngun hjá konum til að fá
frið, jafnvel með því að yfirgefa
hinn veraldlega heim og svífa inn
fyrir einhverja múra sem vernda
þær fyrir truflun. Það eru líka
mjög spennandi andstæður sem
felast í því að dansari túlki líf
kvenna sem hafna líkama sínum
ef svo má að orði komast og öllum
hans löngunum og þrám. Verkið
verður því væntanlega fullt af
andstæðum og þversögnum, en
mest óttumst við að heillast svo
af hugmyndinni um klaustrið að
það muni taka okkur alveg yfir og
við munum ekki snúa til baka...“
GAKKTU Í KLAUSTUR, SYSTIR
Þær koma sín úr hvorri áttinni, önnur úr klassískum dansi, hin úr djassballett. Báðar hafa verið
í fylkingarbrjósti dansins, en aldrei hafa þær unnið saman. En nú er komið að því: Ástrós Gunn-
arsdóttir og Lára Stefánsdóttir leggja saman krafta sína í sýningu sem er helguð hugarfylgsnum
kvenna, órum þeirra og þrám − líka eftir hreinleika trúarinnar.
Lára Stefánsdóttir
og Ástrós Gunn-
arsdóttir dansarar
vinna saman í
fyrsta sinn.
LISTDANS
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
M
YN
D
/ A
LD
A
JÓ
N
SD
Ó
TTIR