Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 69
SUNNUDAGUR 20. apríl 2008 Miðasala er hafin á tónleika hins heimsþekkta baritónsöngvara Sir Willard White sem fara fram í Íslensku óperunni 29. apríl næst- komandi kl. 20. Sir Willard kemur hingað með tónleikadagskrá sem farið hefur sigurför um heiminn. Yfirskrift tónleikanna er „Kvöld- stund með Willard White – til heið- urs Paul Robeson“ og eru tileinkað- ir tónlist sem bandaríski söngvarinn og baráttumaðurinn Paul Robeson var þekktur fyrir að flytja. Hér er um að ræða lifandi og skemmtilega dagskrá af fjölbreyttri tónlist sem flestir þekkja; negrasálma, rússn- esk lög, þjóðlög frá Bretlandseyj- um, gömul djasslög og jafnvel tón- list eftir Gershwin og Kern. Tónlistarflutningurinn blandast frásögn af lífi Robesons sem tengir saman atriðin á efnisskránni. Sir Willard White er óumdeilan- lega einn af þekktustu óperusöng- vurum samtímans. Hann syngur reglulega í stærstu óperuhúsum heims undir stjórn þekktustu hljómsveitarstjóra óperuheimsins. Meðal verkefna hans nú í vetur eru hlutverk Barbe-Bleue í Ariane et Barbe-Bleue við Bastilluóperuna í París, Bláskegg í Kastala Blá- skeggs í Liceu-óperunni í Barce- lona, Klingsor í Parsifal við Kon- unglegu óperuna í Covent Garden, Óðinn í Valkyrjunni í Salzburg og Wanderer í nýrri uppfærslu á Sieg- fried á tónlistarhátíðinni í Aix-en- Provence ásamt Berlínarfílharm- óníunni undir stjórn Sir Simon Rattle. Þessi mikli söngvari heiðrar Íslendinga með komu sinni í fyrsta sinn í lok mánaðarins, en með honum í för eru Neal Thornton á píanó, sem ennfremur hefur útsett öll lögin fyrir tónleikana, og Richard Bolton á gítar. - vþ Miðasala hafin á tónleika White SIR WILLARD WHITE Syngur í Íslensku óperunni í lok mánaðarins. Í tilefni af því að hin virtu Booker-bókmenntaverð- laun eiga fjörutíu ára afmæli í ár hefur verið tekið upp á þeirri nýjung að veita, auk sjálfra aðalverð- launanna, sérleg Booker-verðlaun fyrir skáldsögur sem koma út á arabísku. Fyrsti verðlaunahafi þessara hliðarverðlauna er Bahaa Taher, 73 ára Egypti, sem hlýtur verðlaunin fyrir skáldsögu sína Sunset Oasis sem kom út á síðasta ári. Sagan fjallar á gagnrýninn hátt um þá stöðnun sem orðið hefur í egypsku þjóðfélagi í valdatíð Hosni Mubarak. Taher var gerður útlægur frá Egyptalandi á áttunda áratug síðustu aldar og vann í fjórtán ár sem þýðandi fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann flutti síðar aftur til Egyptalands og býr þar nú ásamt konu sinni. Hann er einn virtasti núlifandi rithöfundur arabískrar tungu og hefur skrifað sex skáldsögur. Enn hefur engin bóka hans komið út í enskri þýðingu, en gera má ráð fyrir að á því verði snarlega ráðin bót í kjölfar verðlaunanna. - vþ Fyrstu arabísku Booker-verðlaunin BAHAA TAHER Fyrsti verðlaunahafi arabísku Booker- verðlaunanna. Gallerí Borg heldur listmunaupp- boð á Hilton-Reykjavík-Nordica hótelinu í kvöld kl. 20.30. Hvorki meira né minna en 86 verk verða boðin upp og eru flest þeirra eftir gömlu meistarana. Boðin verða upp átta verk eftir Þorvald Skúlason sem komu nýlega í leitirnar og höfðu varð- veist hjá danska listamanninum Erling Friis. Sem kunnugt er skildi Þorvaldur eftir fjölda verka í franska bænum Tours er hann flúði í skyndi undan nasistum. Þá verða einnig boðin upp þrjú verk eftir Mugg ásamt verkum eftir Kjarval, Svavar Guðnason, Ásgrím Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur og fjögur afar fágæt málverk eftir „huldukonuna“ Kristínu Þorláks- dóttur, svo nokkrir listamenn séu nefndir. Á uppboðinu má jafn- framt finna verk eftir hinn þekkta færeyska málara Eiðun av Reyni, ásamt verkum fleiri listamanna frá Færeyjum. Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg í dag á milli kl. 13 og 15 fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar. - vþ Listmunauppboð í kvöld JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL Hvaða verk hans ætli verði boðið upp í kvöld? 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.