Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 78
30 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Þrátt fyrir að Friðrik Ómar og Regína Ósk hafi staðið í stafni Eurobandsins og heillað bæði land og þjóð með frammistöðu sinni í Laugardagslögunum er heill her manna sem vinnur á bak við tjöldin við að gera atriðið sem glæsilegast úr garði. Söngvararn- ir tveir eru óneitanlega helsta aðdráttaraflið og verða í sviðs- ljósinu þegar tjaldið fellur á svið- inu í Zagreb. Þau Friðrik og Reg- ína verða á ferð og flugi næstu daga, syngja á eftir Bó Hall í Kaupmannahöfn á fimmtudags- kvöldið og á föstudeginum verða þau meðal helstu Eurovision- stjarnanna í sérstöku Eurovision- teiti í London. Eurobandið sjálft er stofnað í mars 2006 en það er auk Friðriks og Regínu skipað þeim Benedikt Brynleifssyni, Róberti Þórhalls- syni og Kristjáni Grétarssyni. Þrátt fyrir að hljómsveitin verði ekki á sviðinu í Zagreb munu fjór- menningarnir engu að síður halda með hópnum til Serbíu og verða reiðubúnir að grípa í hljóðfærin þegar þannig stendur á. Höfundur This Is My Life, Örlygur Smári eða Öggi eins og hann er allajafna kallaður, er Eurovision-aðdáendum að góðu kunnur en hann átti heiðurinn af laginu Tell Me! sem tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2000. Örlygur fékk góð- vin sinn Pál Óskar til að semja enskan texta við lagið og vera sér innan handar við útfærslu á lag- inu en þeir unnu saman að gerð plötunnar Allt fyrir ástina sem tröllreið íslenskum vinsældalist- um í fyrra. Að textagerðinni kemur einnig hinn vinalegi og þéttvaxni Peter Fenner sem áður hefur slípað til enska Eurovision- texta fyrir íslenska tónlistarmenn en hann gerði meðal annars text- ann við Valentine‘s Lost sem Eiki Hauks söng í fyrra. Bakraddakórinn sem styður við þau Regínu og Friðrik er skipaður einvalaliði söngvara. Guðfaðir Eurobandsins, Grétar Örvarsson, verður þar fremstur í flokki en með honum verða þau Hera Björk, Pétur Örn Guðmundsson og Guð- rún Gunnarsdóttir. En það er ekki bara tónlistin og tónlistarhæfileik- arnir sem fleyta fólki í hæstu hæðir Eurovision-sirkussins. Stíl- isti Íslands, Skjöldur Eyfjörð, sér um að þátttakendurnir verði stílis- eraðir að hætti hússins og Sólveig Birna Gísladóttir sér alfarið um förðun hópsins. Björnsdætur, Guð- finna og Birna, eru síðan við stjórnvölinn þegar kemur að því að taka réttu skrefin og svo fær stjarnan úr myndbandi Euro- bandsins, Draupnir Draupnisson, að sjálfsögðu að fylgjast með. - fgg HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er voða stolt af honum og hef alltaf verið. Hann hefur alltaf verið mjög jákvæður og opinn fyrir öllu og mikið fyrir mannleg samskipti. Hann hefur staðið sig vel að öllu leyti.“ María Kristín Siggeirsdóttir, móðir Draupnis Rúnars Draupnissonar, sem leikur aðalhlutverkið í nýju myndbandi Eurobandsins. Hvað er að frétta? Það er allt glimrandi gott að frétta. Ég er búsett í Danmörku núna, er í söngnámi og platan mín, Butterflies and Elvis, var að koma út. Getur ekki verið betra. Augnlitur: Dökkblár. Starf: Tónlistarmaður. Fjölskylduhagir: Ég bý heima hjá foreldrum mínum þegar ég er ekki að bauka eitthvað úti í útlöndum. Hvaðan ertu? Ég fæddist í Sönderborg í Danmörku en fjölskyldan flutti heim þegar ég var tveggja ára. Flutti þá í Hlíðarnar en hef búið í Hafnarfirði síðan ég var átta ára. Ertu hjátrúarfull? Ég myndi aldrei spenna upp regnhlíf inni í húsi eða brjóta spegil og mér stendur heldur ekki alveg á sama þegar ég sé svartan kött! Sérstaklega ef hann starir á mig. Þannig að senni- lega er ég svolítið hjátrúarfull. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég horfi ekki mikið á sjónvarp þessa dagana, en þá er það helst CSI eða einhvers konar sakamálaþættir. Uppáhaldsmatur: Ég elska fajitas og sushi, svo finnst mér ítalskur matur alltaf góður. Og auðvitað ís í eftirrétt! Fallegasti staðurinn: Skorradalurinn. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að syngja, ferðast innan- og utanlands, hesta- mennska og að vera með fjölskyldu og vinum. Hvað er leiðinlegast? Að láta reka á eftir mér og að bíða á flugvöllum. Helsti veikleiki: Ég er ekki mjög þol- inmóð og er stundum utan við mig. Helsti kostur: Ég er tilbúin að gera allt sem í mínu valdi stendur fyrir fjölskyld- una mína og þá sem mér þykir vænt um. Helsta afrek: Að platan Butterflies and Elvis sé að koma út! Mestu vonbrigðin: Þegar ég var tólf ára og var í gírnum að fara til New York, búin að pakka og gera klárt, en aflýsa þurfti ferðinni með nokkurra klukku- tíma fyrirvara. Hver er draumurinn? Að fólki líki nýja platan mín. Og að sjálfsögðu heimsfriður, heilbrigði og hamingja. Hver er fyndnastur/fyndnust? Jim Carrey í Ace Ventura. Ég get hlegið endalaust að þeirri mynd! Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að heyra um fólk sem fer illa með dýr og hvað krónan er orðin há, bæði hér á landi og í Danaveldi. HIN HLIÐIN JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR SÖNGKONA Bið á flugvöllum leiðinlegust 16.10. 1990 EUROBANDIÐ: EKKI BARA FRIÐRIK OG REGÍNA Frítt föruneyti á bak við Eurobandið „Ég er sáttur við niðurstöðuna. Greinilegt er að verið er að leggja sig fram um að hafa slíkan stað í miðbæn- um sem ég tel mjög mikilvægt. Ég verð að hrósa Birni Ólafssyni arkitekt sérstaklega sem fór að kanna þetta eftir lætin öll,“ segir Kári Sturluson tónleikahaldari. Mikil læti urðu meðal þeirra sem eiga allt sitt undir tónleikahaldi fyrir um tveimur mánuðum þegar spurðist að til stæði að rífa tónleikasal Nasa í tengslum við nýtt deiliskipulag við Vallarstræti og Ingólfstorg. Kári fór ásamt Páli Óskari fyrir æstum flokki sem sagði verulega hagsmuni í húfi. Þeir, ásamt vertinum Ingibjörgu Örlygsdóttur, sátu nýverið fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipu- lagsráðs, og Birni Ólafssyni, arkitekt í París, en Björn starfar á vegum eiganda hússins, Péturs Þórs Sigurðssonar lögmanns. Þar útskýrði Björn hugmynd- ir sínar um að Nasa yrði jú rifið, en það yrði sett upp (eða niður) á sama stað í núverandi mynd en neðan- jarðar. „Björn fór yfir teikningarnar með okkur, deiliskipu- lagið og var með sneiðmyndir af hvernig salurinn færist niður,“ segir Kári og líst vel á. Skipulagsráð samþykkti fyrir sitt leyti hugmyndir Björns á fundi á miðvikudag og eru þær nú í svonefndu sex vikna auglýsingaferli. Um hugmyndirnar er þverpólitísk samstaða og tónlistarmenn eru rólegir. Kári segist ekki vita hvenær framkvæmdirnar, sem allt stefnir í að verði, hefjist. Þó tæplega á þessu ári. Hann gerir ráð fyrir að framkvæmdahraðinn sé upp á eitt ár. Og þá rísi nýtt en gamalt Nasa... neðanjarðar. - jbg Nasa fer neðanjarðar KÁRI STURLUSON Andar nú rólega þegar betur horfir en áður um örlög Nasa. NASA Nýtt en gamalt Nasa „rís“ neðanjarðar. Bakraddasöngvararnir Guðrún Gunnars, Grétar Örvarsson, Pétur Örn og Hera Björk eiga eftir að styðja vel við bakið á þeim Friðriki og Regínu. Lagahöfundurinn Örlygur Smári mun síðan fylgjast vel með öllu en það er Eurovision-vinur Íslands númer eitt, Peter Fenner, sem hefur slípað til enskan texta Páls Óskars. Sólveig Birna Gísladóttir sér síðan til þess að allir verði rétt farðaðir þegar Eurobandið stígur á svið í Zagreb. FÓLKIÐ Á BAK VIÐ FRIÐRIK OG REGÍNU EUROBANDIÐ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Eyþór Ingi Gunnlaugsson. 2 Blaðberinn. 3 Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.