Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 16
16 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR SIGFÚS SIGURÐSSON „...Svala og Gassa á FM 957. Fyrir það fyrsta eru þetta náttúrlega alveg þrælskemmtilegir strákar og við eigum eitt sameiginlegt áhugamál: golf. Svali og Gassi eru opnir og hressir og ófeimnir við að vera þeir sjálfir en mér finnst fræga fólkið á Íslandi alltaf vera í einhverjum leik. Þeir félagar eru hins vegar þeir sjálfir og eru ekkert að fara í felur með sína kosti og galla. Við myndum þó leita út fyrir landsteinana og jafnvel halda til Suður-Spánar á einhverja af þeim fjölmörgu golf-rivíerum sem þar eru. Þrátt fyrir að golfið sé kannski eilítið kostnað- arsamara þar þá er svo ódýrt að lifa á Spáni þannig að það kæmi út á eitt. Þeir eru reyndar aðeins betri en ég í golfi en ég ætla að gefa mér góðan tíma í sumar til að ná réttu tökunum á sveiflunni. Uppistaðan í matnum yrði svo náttúrlega steikur að hætti hússins. Gassi er mikill matmaður og við myndum ekki svelta, svo mikið er víst. Tapasið fengi einnig að fljóta með og svo eru Spánverjar eins og Frakkar og Ítalir, mikið fyrir osta. Það myndi að minnsta kosti enginn svelta í ferðinni okkar.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR „...Njáli, Bergþóru og sonum þeirra auk annars heimilisfólks. Ég held að ég geti ábyrgst að það yrði mjög viðburðaríkt frí enda ég er lítið fyrir það gefin að liggja í leti í fríum. Við Njáll og Bergþóra myndum að eyða sumardögunum á Suðurlandi, gista jafnvel bara á Bergþórshvoli en ferðast um Fljótshlíðina og njóta yndislegrar fjallasýnar. Við myndum skoða Suðurland, virða fyrir okkur bleika akra, leggja okkur við arfasátur, fara í útreiðartúra og renna okkur fótskriðu hjá Markafljóti. Samt verst að það skuli ekki vera ísilagt en við getum örugglega notast við línuskauta í staðinn. Eflaust yrði mikil veisla á hverju kvöld; yrði boðið upp á sunnlenskt grænemti, lambakjöt og Þykkvabæjarkart- öflur og að sjálf- sögðu íslenskt vatn, kannski yrði þó borinn fram sunnlensk- ur bjór til hátíðabrigða. ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON „...Árna Bergmann og fá hann til að lóðsa mig um Rússland. Ástæðan er sú að Rússland er eitt af þeim löndum sem ég þyrfti að kynnast en ég er bæði of latur og of upptekinn til að kynna mér framandi slóðir. Ég myndi þiggja af honum fyrirlestra um ævi Checkhovs annars vegar og um rússnesku byltinguna hins vegar og ferðalagið myndi helgast af söguslóð- um hvors tveggja. Kannski tækjum við Guðmund Ólafsson með til að fræða mig um ólígarkana og kapítal- ismann í Rússlandi nútímans því ég held að hann sé fróður um þau mál. Og kannski mætti Þráinn Bertelsson koma með af sömu ástæðum. Ég myndi semsagt fá Rússland í einum pakka frá keisaratímanum og til dagsins í dag. Hins vegar yrði kvennmannsleysið yfirþyrmandi, sérstaklega ef þetta yrðu þrír karlar sem á endanum færu með mér. Svo af þeim ástæðum yrði gott að koma heim. Mér skilst að það sé til réttur sem heitir rússnesk pönnukaka en ég hef aldrei áttað mig á því hvað er í henni. Fyrir forvitnissakir myndi ég vilja borða hana. Síðan myndi ég að sjálfsögðu bragða aðra þjóðlega rétti en ég er ekki mikið fyrir vodka svo ég yrði að þiggja eitthvað annað áfengi.“ GÍSLI EINARSSON „...Snorra Sturlusyni og þræða slóðir Egilssögu. Einfaldlega vegna þess að ég held að það væri tvímælalaust toppurinn á menningartengdri ferðaþjónustu. Ég myndi nota tækifærið, þótt við værum í fríi, og taka viðtal við hann um hans sagnaritun og lífið í uppsveitum Borgarfjarðar á þrettándu öld. Ferðalagið hæfist á Borg og við færum ríðandi á gráum hestum vítt og breytt um Mýrar og upp í Borgarfjörð, færum að sjálfsögðu í sund í Snorralaug og kíktum í kaffi á nokkrum bæjum. Á sjötta degi héldum við síðan af landi brott. Við myndum fara á víkingaskútu sem þeir eru að hefja framleiðslu á í Stykkishólmi. Sennilega legðum við úr höfn í Búðardal þannig að við gætum komið við á fæðingarstað Snorra, þ.e. Hvammi í Dölum, síðan myndum við sigla til Noregs og þræða norsku firðina, bæði til að rifja upp einstaka atburði úr Egilssögu og eins Heims- kringlu. Ef við fengjum langt sumarfrí myndum við sigla í bakaleiðinni til Írlands, Englands og Orkneyja enda dreifist Egilssaga víða. Afþreying í ferðinni yrði fyrst og fremst létt spjall um söguna en að sjálfsögðu myndum við fara á nokkur söfn og jafnvel fara í leikhús. Ég hef það fyrir venju hvar sem ég kem að leita uppi mat sem er tengdur viðkomandi landi eða svæði. Þess vegna reikna ég með að við myndum fá okkur Får i kål í Noregi, lefsur, pultost og fleira góðgæti, á Írlandi fengjum við okkur írska kássu meðal annars og fleira í þeim dúr. Á Mýrunum myndi ég hins vegar bjóða honum í grillað lambafile að mínum hætti.“ GUÐBJÖRG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR „...Heru Björk til Dúbaí. Hera er ákaflega hress og skemmtileg manneskja og ferðin yrði alveg tryllingslega skemmtileg. Við tvær gætum tekið dúetta fyrir ríka fólkið og hún myndi hafa húmor fyrir þessu brjálæði sem ríkir í þessu litla ríki. Og það myndi ekki vefjast fyrir okkur hvað við myndum gera. Við færum á skíði innahúss og svo á sjóskíði utanhúss. Í Dúbaí eru örugglega þrjár eða fjórar hæstu byggingar heims og við myndum reyna að fara í þær allar. Svo er aldrei að vita nema maður myndi lenda á séns með einhverjum olíufurstanum sem keypti handa manni svona tilbúna pálmaeyju og þar myndum við búa hamingjusamar til æviloka. Miðað við fréttirnar frá Dúbaí má fastlega gera ráð fyrir því að kampa- vín og ostrur séu uppistaðan í matnum í Dúbaí. Og við myndum ekki láta okkar eftir liggja við að gúffa því í okkur. Auðvitað myndum við fá okkur kaffi með kúbanska morgunvindlin- um en kampavín og ostrur verður aðalmálið.“ VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR „...Agli Eðvarðssyni, kvikmyndagerðar- manni og sjónvarpssnillingi, til Afríku. Þar myndum við hitta fyrir Bono og George Clooney og taka við þá viðtal um hjálparstarf þeirra. Egill myndi að sjálfsögðu sjá um tökur og hjálpa mér að halda sönsum í erfiðum aðstæðum en með tilkomu nýrra fjölmiðla er orðið svo auðvelt að miðla þekkingu og láta gott af sér leiða. Ég ber sjálf mikla virðingu fyrir þeim sem láta sig varða velferð þeirra sem mest þurfa á aðstoð að halda og viðtal við Bono og Clooney myndi vekja bæði athygli og fólk til umhugsunar og jafnvel ýta við einhverjum til að leggja sitt af mörkum. Ég held að hver máltíð á þessum slóðum fengi alveg nýja merkingu og ég væri því tilbúin í hvaða mat sem er. Þetta yrði örugglega erfið ferð en vel þess virði að fara hana og út úr þessu kæmi flottur heimildaþáttur og þess vegna yrði þetta gott sumarfrí. Í sumarfríið með... Öll höfum við látið okkur dreyma um hið fullkomna og ótrúlega gefandi sumarfrí. Ekki sakar þá að vera í fylgd með einhverj- um þjóðþekktum, jafnvel heimsþekktum og láta hann fræða sig um land og þjóð milli þess sem bragðlaukarnir eru kitlaðir með framandi réttum. Júlía Margrét Alexandersdóttir veiddi upp úr nokkrum Íslendingum hver draumaferðafélaginn væri og hvernig ferðaskipulagið yrði. Ég myndi vilja fara í sumarfrí með... Ég myndi vilja fara í sumarfrí með... Ég myndi vilja fara í sumarfrí með... Ég myndi vilja fara í sumarfrí með...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.