Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 24
MENNING 8 F ramtíð leiklistarinnar er undir því komin að hún endurnýi sig stöðugt og tileinki sér ný verkfæri og ný tungumál,“ sagði leikhúslista- maðurinn Robert Lepage í ávarpi sínu í tilefni af alþjóða leikhúsdeginum á dögunum. Hann spurði jafnframt spurn- inga á borð við: „Hvernig á leikhúsið að geta haldið áfram að vitna um átakalínur sam- tímans og vera merkisberi mannlegrar samkenndar, ef það tileinkar sér ekki víðsýni? Hvernig getur leikhúsið státað af því að bjóða upp á lausnir við óumburðarlyndi, útilokun og kynþáttahyggju, nema það rugli sjálft reytum við nýja mótleikara?” Þessi orð og spurningar Lepage, sem svo sannarlega eru tímabærar og mikilvægar, virðast þó undar- lega á skjön við umræðuna hér heima á Íslandi síðustu vikurn- ar, til dæmis ef horft er til umræðu í nýlegu viðtali menn- ingarritstjóra Fréttablaðsins, Páls Baldvins Baldvinssonar, við leikstjórann Þórhildi Þor- leifsdóttur. Viðtalið við Þór- hildi birtist 16. mars sl. í tilefni af frumsýningu á leikritinu Engisprettur sem hún leik- stýrir í Þjóðleikhúsinu. Þetta er um margt fróðlegt viðtal en fullt af alhæfingum og þar gætir um leið einhvers- konar fortíðarhyggju eða sjálf- hverfu, sem að mínu mati er síst til þess fallin að hleypa lífi í hugmyndafræðilega umræðu um leikhús, sem þó virðist vera það sem viðmælandinn kallar eftir, eða saknar. Auk þess er að finna í viðtalinu ýmsar vafa- samar fullyrðingar um starfs- semi „stóru leikhúsanna“ sem vert er að svara og ætla ég að leitast við að gera það hér. Fyrir áhorfendur En fyrst að alhæfingum Þór- hildar, en hún segir orðrétt: „Leikhúsið hefur gefist upp á grunnhlutverki sínu að skil- greina sig sem tjáningartæki. Sú uppgjöf stafar af því að það er engin umræða í gangi um hlutverk leikhússins, aðferðir og þekkingu. Við náðum því þó á sjöunda og áttunda áratugn- um…“ og skömmu síðar bætir hún við: „Hugmyndafræðileg umræða á sér ekki lengur stað inni í leikhúsunum.“ Ef þessi alhæfing væri rétt, ættum við ekkert leikhús, það er svo einfalt, enda byggir starfsemi leikhúsa á hug- myndafræðilegri umræðu. Þar liggur grunnurinn að allri ákvarðanatöku og á henni byggir öll listræna úrvinnsla. Ef leikhúsið væri ekki að ná tilgangi sínum, kæmu áhorf- endur tæplega og þá væri stað- an ekki sú sem hún er dag. Starf í leikhúsi byggir á virð- ingu fyrir áhorfendum og trausti á dómgreind þeirra. Þeir koma ótilneyddir í leik- húsið til að lesa í það sem birt- ist á sviðinu, til að njóta, finna til samkenndar, upplifa og láta hreyfa við sér, til að hugsa og endurskoða, endurnærast og til að skemmta sér en það er síst léttvægast. Gleðin og sam- kenndin opna leiðina að hjart- anu og hjartað kann yfirleitt að greina rétt frá röngu. Þess vegna getur leikhúsferð verið ákaflega vekjandi og þrosk- andi og það vita þeir sem eru handgengir leikhúsinu. Þess vegna sækja þeir leikhúsið, þess vegna koma þeir aftur og aftur. Leikhúsið þarf alltaf og stöðugt að vera þess umkomið að taka nýrri áskorun, veðja á nýjar hugmyndir, nýja tækni, nýtt fólk og það er nákvæm- lega það sem íslenskt leikhús er að gera í dag og þar ber lítið á uppgjöf. Þvert á móti fæ ég ekki betur séð en starf leik- húsa á Íslandi allt í senn; öfl- ugt, fjölbreytt og um margt metnaðarfullt. Staðlausir stafir Ef umræðan um hlutverk leik- hússins á að skila einhverju verður hún að mínu viti að vera á uppbyggilegum nótum. Orðum fylgir ábyrgð og ef tónninn í þeirri umræðu sem kallað er eftir er í líkingu við tóninn í fyrrgreindu viðtali, leyfi ég mér að efast um til- gang og mikilvægi slíkrar umræðu. Í viðtalinu lýsir Þór- hildur því að það sé vandamál að hópur ungra og reynslulít- illa leikstjóra fá forgang og framgang í flestum leikhúsum landsins. Sú alhæfing er langt frá því að vera rétt, að minnsta kosti á hún ekki við um starfið í Þjóðleikhúsinu og er í raun móðgun við þá mikilhæfu leik- stjóra sem þar starfa. Þeir eru flestir á besta aldri sem skap- andi listamenn og með umtals- verða reynslu í farteskinu. Leikhúsið er hvorki athvarf fárra, né safn minninga, það er lifandi listastofnun og þar með vettvangur sköpunar og þróunar. Á þessu leikári starfa tveir leikstjórar á sjötugsaldri við Þjóðleikhúsið, Þórhallur Sig- urðs son sem sviðsetti Gott kvöld og Skoppa og Skrítla í söngleik í Kúlunni og Þórhild- ur Þorleifsdóttir sem sviðsetti Engisprettur á Stóra sviðinu. Einn leikstjóri á sextugsaldri, Hafliði Arngrímsson sem svið- setti Konan áður, fjórir leik- stjórar á fimmtugsaldri, þeir Baltasar Kormákur sem svið- setti Ívanov, Stefán Jónsson sem sviðsetti Óhapp! og Bað- stofuna, Gunnar Helgason sem sviðsetti Skilaboðaskjóð- una og sviðsetur nú söngleik- inn Ástin er diskó lífið, er pönk og María Sigurðardóttir sem sviðsetti Hálsfesti Helenu, sem flutt var frá fyrra ári, fjórir leikstjórar á fertugs- aldri, þau Benedikt Erlingsson sem sviðsetti Sólarferð, Mel- korka Tekla Ólafsdóttir sem sviðsetti Vígaguðinn, Vigdís Jakobsdóttir sem sviðsetti far- andsýninguna norway.today og Kristín Eysteinsdóttir sem sviðsetti Sá ljóti. Aldursbreidd er því bæði mikil og eðlileg enda miðar hún að því að stuðl- að sé að endurnýjun í greininni en þó er í ríkum mæli litið til reynslu og þekkingar. Í yngsta og reynsluminnsta hópnum eru flestar konur, enda er það meðvituð ákvörðun og til þess hugsuð að stuðla að því að konur hasli sér í auknum mæli völl sem leikstjórar, sem ekki er vanþörf á. Vantaldir leikarar Og þá að eftirfarandi staðhæf- ingu Þórhildar: „...leikflokkar stóru leikhúsanna eru orðnir örkompaní og búið sé að klippa á alla þróunar- og þroskamögu- leika enda eru fastráðningar þar rétt yfir einn tug leikara í hvoru húsi. Þá er verið að tala um tímabundna samninga, ekki æviráðningar eins og margir virðast álíta að séu þar enn við lýði“. Þessi full- yrðing er einnig úr lausu lofti gripin og raunar hlýt ég að beina þeirri athugasemd til menningarritstjórans, ekki síður en viðmælandans, að birta ekki rangfærslur án athugasemda, þar sem hann hlýtur að vita betur. Leikflokkur Þjóðleikhússins, eða þeir sem eru ráðnir til árs eða lengri tíma telur í dag tut- tugu og sjö leikara, að auki eru tuttugu og fimm leikarar starf- andi á verkefnasamningum. Samtals voru því fimmtíu og tveir leikarar í starfi við Þjóð- leikhúsið þegar staðan var tekin í byrjun síðasta mánaðar. Kjarninn eins og Þórhildur skilgreinir hann er því vel á þriðja tug leikara, en ekki rétt yfir einn tug. Leikhópurinn í heild sinni hefur að öllum lík- indum ekki verið stærri í annan tíma og því getur hann tæplega talist „örkompaní“. Að auki starfa ýmsir aðrir svið- slistamenn við húsið, svo sem aukaleikarar, dansarar, börn og hljóðfæraleikarar, en þeir eru ekki taldir með í þessari tölu. Það er vissulega álitamál hve stóran kjarna leikara leik- hús á borð við Þjóðleikhúsið á að tryggja sér, en ég tel að það þjóni starfinu vel og sé í takt við tímann að fasti kjarninn sé á bilinu 20-30 leikarar, til að tryggja eðlilega endurnýjun og sveigjanleika hvað stærð og eðli verkefna varðar. Færri fastráðningar gefa aukið svig- rúm til verkefnaráðninga. Í þessari umræðu ber líka að taka tillit til þess að landslagið í greininni hefur verið að breytast á undanförnum árum. Margir af eftirsóttari leikur- um landsins kjósa fremur að ráða sig til vinnu á grunni verkefna og færa sig síðan milli leikhúsa, sjónvarps eða kvikmynda eftir því sem þeim hentar á hverjum tíma og þeir telja þroska sig best og mest, en vera fastráðnir með þeim skuldbindingum sem því fylg- ir. Þessi afstaða endurspeglar tíðarandann um leið og hún helgast af fjölgun tækifæra sem svo sannarlega ber að fagna. Hvað þróun leiklistar- innar varðar, þá finnst mér einsýnt að líta beri á þau atvinnuleikhús sem hér starfa sem einn vinnumarkað. Eðli- legt flæði á milli þeirra er allra hagur. Leikstjórar og leik- myndahöfundar hafa lengi litið svo á, og nú hafa leikarar bæst í hópinn. Sama þróun á sér stað í erlendum leikhúsum og almennt á vinnumarkaði. Fólk staldrar skemur við á einum vinnustað og í listum er algengt að menn taki ögrunina framyfir öryggið, að minnsta kosti framan af starfsævinni. Misræmi orða og gjörða Í viðtalinu er einnig talað um rof í þróuninni: „Það er búið að rjúfa samgang milli kynslóða þannig að þær hittast ekki og þannig rofni samhengið í þróun listgreinarinnar.“ Þessi full- yrðing er sérkennileg, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma og viðmælandi lætur þessi orð falla, er hún sjálf að ljúka leik- stjórnarverki við Þjóðleikhús- ið, þar sem kynslóðum lista- fólks er stefnt saman. Það var einmitt ein ástæða þess að ákveðið var að setja upp leik- ritið Engisprettur – í verkinu er teflt saman ungu listafólki og reynsluboltum leikhússins. Þórhildi var falin leikstjórnin og henni til aðstoðar ráðin leik- húslistakona af yngstu kyn- slóðinn. Leikhópurinn spann- aði einnig breitt aldursbil, eða tæp sextíu ár, þar sem yngsti leikarinn er 28 ára og sá elsti 82 ára. Ég ætla ekki að tíunda fleira vafasamar fullyrðingar úr við- talinu enda lít ég svo á að þær dæmi sig sjálfar, en þar sem spjótunum virðist að mestu beint gegn „stóru leikhúsun- um“ og þá að öllum líkindum Þjóðleikhúsinu vil ég víkja að því starfi sem nú er unnið á vegum þess. Í Þjóðleikhúsinu er að jafn- aði boðið upp á fjölbreyttar sýningar fyrir yngstu gestina, hér eru sýningar í notalegu rými fyrir allra yngstu börnin í Kúlunni og stærri sýningar á Stóra sviðinu þar sem lögð er áhersla á galdur leikhússins og töfra. Þessa dagana taka Skoppa og Skrítla á móti yngstu gestunum í Kúlunni með sýningunni Skoppa og Skrítla í söngleik og á Stóra sviðinu gengur Skilaboða- skjóðan fyrir fullu húsi. Enn- fremur er boðið upp á öflugt fræðslustarf, umræður og far- andsýningar á vegum Þjóð- leikhússins. Innlend leikritun og nýsköpun á sér sinn sess í Þjóðleikhúsinu en á þessu leikári sýnum við t.a.m. Bað- stofuna sem má með réttu flokkast sem alhliða leikhúst- ilraun. Á Stóra sviðinu er í vinnslu nýr íslenskur söng- leikur, Ástin er diskó, lífið er pönk, sem frumsýndur verður í byrjun maí. Þar er á ferðinni nýsköpun út frá okkar sam- tímasögu þar sem tónlist diskó-tímabilsins ræður ríkj- um í bland við nýja tónlist og skemmtilega fléttu Hallgríms Helgasonar. Á Stóra sviðinu er einnig hugað að viðhaldi og Framtíð leiklistarinnar Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleik- hússtjóri UMRÆÐA UM Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri bregst við skoðunum Þórhildar Þorleifs- dóttur leikstjóra sem fram komu í viðtali við Þórhildi á þessum vettvangi fyrir mánuði. Þá eru hér birt tvö inngangserindi leikstjóranna Maríu Kristjánsdóttur og Jóns Páls Eyjólfssonar frá fjörmiklum umræðufundi Leiklistarsambands Íslands sem haldinn var í Reykjavík fyrir skömmu. leikhúsmál LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON ... í listum er algengt að menn taki ögrun- ina framyfir öryggið...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.