Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.04.2008, Blaðsíða 74
26 20. apríl 2008 SUNNUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Iceland Express-deild karla Keflavík-Snæfell 81-79 (44-41) Stig Keflavíkur: Bobby Walker 22 (7 fráköst), Tommy Johnson 18 (6 fráköst), Anthony Susnjara 13, Gunnar Einarsson 9, Jón Norðdal Hafsteins- son 8, Arnar Freyr Jónsson 8 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 18, Justin Shouse 18 (7 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 13 (14 fráköst), Slobodan Subasic 12 (6 fráköst, 6 stoðsendingar), Jón Ólafur Jónsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Anders Katholm 3. N1-deild kvenna í handbolta Fylkir-Stjarnan 22-27 (10-15) Mörk Fylkis (skot): Elzbieta Kowal 5 (6), Sunna Jónsdóttir 4 (6), Natasa Damiljanovic 4 (9), Ingibjörg Karlsdóttir 3 (6), Áslaug Gunnarsdóttir 2 (2), Nataly Sæunn Valencia 2/2 (4/2), Sunna María Einarsdóttir 2 (5). Varin skot: Jelena Jovanovic 20/1 (47/4), 43%. Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 7/3 (16/4), Kristín Clausen 4 (5), Harpa Sif Eyjólfs- dóttir 4 (8), Ásta Björk Agnarsdóttir 3 (3), Birgit Engl 3 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 3 (11), Sólveig Lára Kjærnested 2 (3), Anna B. Blöndal 1 (1). Varin skot: Florentina Stanciu 6 (21/1), 29%, Helga Vala Jónsdóttir 3 (10/1), 30%. Haukar-Grótta 25-23 Akureyri-HK 25-37 N1-deild karla í handbolta Akureyri-Valur 30-40 Mörk Akureyrar: Jónatan Magnússon 5/3, Magnús Stefánsson 4, Oddur Grétarsson 4, Einar Logi Friðjónsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Nikola Jankovic 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Goran Gusic 1, Björn Óli Guðmundsson 1. Varin skot: Siguróli Sigurðsson 5, Arnar Svein- björnsson 2. Mörk Vals: Fannar Friðgeirsson 12, Anton Rún- arsson 10/2, Arnór Þór Gunnarsson 7/2, Hjalti Pálmason 6, Birkir Marínósson 1, Orri Freyr Gísla- son 1, Kristján Þór Karlsson 1, Gunnar Harðarson 1, Sigfús Páll Sigfússon 1. Varin skot: Ólafur Gíslason 15, Ingvar Guð- mundsson 2. Afturelding-Fram 30-36 ÍBV-HK 25-30 Lengjubikar karla í fótbolta KR-ÍA 0-3 0-1 Bjarni Guðjónsson (1.), 0-2 Björn Bergmann Sigurðarson (44.), 0-3 Sjálfsmark (77.). Fram-FH 2-1 1-0 Paul McShane (16.), 2-0 Hjálmar Þórarinsson (57.), 2-1 Matthías Vilhjálmsson (68.). Valur-Keflavík 2-0 1-0 Pálmi Rafn Pálmason (20.), 2-0 Dennis Bo Mortensen (79.). HK-Breiðablik (3-5) 1-1 1-0 Hermann Gier Þórsson (16.), 1-1 Arnar Grét- arsson (74.). Breiðablik vann 3-5 í vítaspyrnuk. ÚRSLIT HANDBOLTI Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu mikilvægan 27- 22 sigur á Fylki í Árbænum í gærdag og nálgast nú Fram á toppi N1-deildar kvenna. Allt virtist stefna í auðveldan sigur Stjörnunnar en staðan var 15-10 gestunum í vil í hálfleik. En Fylkir byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði sex mörk í röð og tók forystu, 16-15. Stjarnan vaknaði þá til lífsins á ný og tók að sigla rólega fram úr og sigraði að lokum 27-22. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur við sínar stelpur í leikslok. „Þetta var erfitt en reynsla og ákveðin seigla skóp sigurinn að lokum,“ sagði Aðalsteinn. - óþ N1-deild kvenna í handbolta: Stjarnan stóðst fyrsta prófið BARÁTTA Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir heldur hér aftur af Elzbietu Kowal Fylkisstúlku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI ÍA komst í undanúrslit Lengjubikarsins í gær þegar liðið sigraði lið KR örugglega 3-0 í miklum baráttuleik í Kórnum. Fram sló svo FH, deildarbikar- meistarana frá því í fyrra, úr leik með 2-1 sigri á Framvellinum. Skagamenn hófu leikinn í Kórnum af miklum krafti og fengu aukaspyrnu í fyrstu sókn sinni. Upp úr henni skoraði Bjarni Guðjónsson fyrsta mark leiksins með þrumuskoti rétt utan teigs. Eftir markið ein- kenndist leikurinn af mikilli bar- áttu liðanna sem kom niður á gæðum knattspyrnunnar. „Við unnum leikinn og til þess erum við í þessu, að ná úrslitum en ekki endilega fá mikil gæði út úr leiknum,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA. Mikið var um aukaspyrnur og mikill hiti var í leikmönnum. Miðjuspili KR-liðsins var vel stjórnað af Viktori Arnarsyni en það vantaði að klára þau færi sem sköpuðust upp úr því. Hjá Skagamönnum var liðsheildin gríðarlega sterk og mikil barátta hjá leikmönnum um hvern bolta sem gerði KR-liðinu erfitt að skapa sér alvörumarktækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Skagamenn góðri skyndisókn sem lauk með laglegu marki Björns Sigurðarsonar. Staðan 2-0 í hálfleik í miklum baráttuleik. Í seinni hálfleik hélt sama bar- áttan áfram. KR-ingar voru þó meira með boltann en þeim gekk afar illa að skapa sér hættuleg marktækifæri. Skagamenn voru fastir fyrir og héldu fljótum framherjum KR alveg niðri. Þegar leið á seinni hálfleik lögðu leikmenn KR allt kapp á að jafna og við það opnuðust svæði fyrir sóknarleik ÍA og það nýtti liðið vel. Eftir vel útfærða sókn fékk ÍA hornspyrnu og upp úr henni skoraði KR afar klaufalegt sjálfs- mark með hjálp góðs skalla Björns Sigurðarsonar. Staðan orðin 3-0 og eftir það var allur kraftur úr liði KR. „KR-ingar eru með gott lið og hafa spilað vel, en við vissum að hverju við gengum á móti þeim í dag og mættum þeim sterkir,“ sagði ánægður Bjarni að lokum. Deildarbikarmeistararnir úr leik Fram gerði sér lítið fyrir og sigr- aði FH 2-1 á Framvellinum í gær með mörkum Pauls McShane og Hjálmars Þórarinssonar en Matthías Vilhjálmsson skoraði mark FH. Í undanúrslitunum leikur ÍA gegn Val, sem vann Keflavík í fyrrakvöld, og Fram tekur á móti Breiðabliki, sem sigraði nágranna sína í HK í fyrrakvöld. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 24. apríl næstkomandi. - rv Seinni leikirnir í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í fótbolta fóru fram í gær: ÍA og Fram með góða sigra FÖGNUÐUR Skagamennirnir Björn Bergmann Sigurðarson og Helgi Pétur Magnússon fagna marki þess fyrrnefnda í Kórnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Valsmenn unnu öruggan sigur á Akureyri í N1- deild karla í handbolta í gær. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en undir lok hans náðu Valsmenn þriggja marka forskoti og leiddu þeir 19-16 í hálfleik. Botninn datt svo úr leik heimamanna í síðari hálfleik. Norðanmenn skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum hálfleiksins og Valsmenn gengu á lagið og gerðu út um leikinn. Þeir komust tíu mörkum yfir og unnu að lokum sannfærandi sigur, 40- 30. - hþh N1-deild karla í handbolta: Öruggt hjá Val KÖRFUBOLTI „Það má gera ráð fyrir dramatík í lokin í hverjum einasta leik,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir að lið hans sigraði Snæfell, 81-79, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Ice- land Express-deildar karla í spennandi leik þar sem Snæfelli mistókst að tryggja sér sigur með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Snæfell hóf leikinn betur og komst sex stigum yfir snemma leiks, 4-10. Þá tóku skyttur Kefla- víkur við sér og skoruðu 10 stig í röð. Jafnræði var með liðunum upp frá því en frumkvæðið var Keflavíkur sem leiddi 25-22 eftir fyrsta leikhluta og 44-41 í hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru liðn- ar af þriðja leikhluta komst Snæ- fell yfir í fyrsta sinn síðan snemma leiks, 54-55. Keflavík komst síðan aftur yfir en fimm sekúndum fyrir lok leikhlutans komst Snæfell yfir á ný, 65-64, og þannig var staðan þegar einum leikhluta var ólokið. Keflavík hóf fjórða leikhlutann með 8-0 spretti og náði sjö stiga forystu, 72-65. Snæfell minnkaði muninn hægt og rólega og þegar 36 sekúndur voru til leiksloka var munurinn kominn niður í eitt stig, 80-79. Keflavík náði ekki að auka forskotið áður en Snæfell fór í síð- ustu sókn leiksins. Sigurður Þor- valdsson freistaði þess að tryggja Snæfelli sigur með þriggja stiga skoti en það geigaði. Tommy John- son skoraði úr einu vítaskoti þegar 49 sekúndubrot voru til leiksloka og tryggði sigurinn í leiknum, 81- 79, og 1-0 forystu í einvíginu. Hlynur Bæringsson, miðherji Snæfells, var allt annað en sáttur við leik síns liðs í leikslok. „Við gerðum ekki það sem var lagt fyrir í dag. Við spiluðum frek- ar illa og töpuðum boltanum alltof oft. Við áttum góðan séns og góða skyttu til að taka galopið skot í lokin. Við biðjum ekki um meira í Keflavík þegar við spilum illa. Það er gott fyrir okkur. Við getum mikið betur en þetta.“ Stórskyttan Gunnar Einarsson var að vonum mun sáttari við niðurstöðu leiksins. „Þetta var góður baráttusigur. Þetta var taugatrekkjandi í rest- ina og maður getur búist við því. Þetta verða ekki stórir sigrar eins og var í ÍR-seríunni. Við getum búist við því að í næsta leik verði jafnmikil harka, barátta og sá leik- ur á örugglega eftir að vera eins jafn og þessi,“ sagði Gunnar og bætti við: „Bæði lið eru hungruð í titil og þetta er það sem koma skal. Við hittum ekki nógu vel fyrir utan en það kemur til með að smella. Vörn- in var góð og við þurfum að halda áfram á sömu braut. Það má aldrei hætta á móti þessu liði,“ sagði Gunnar að lokum. - gmi Úrslitin hefjast með látum Deildarmeistarar Keflavíkur mörðu 81-79 sigur á Snæfelli í spennuþrungnum leik í Sláturhúsinu í Keflavík í gærdag og leiða því úrslitarimmu liðanna 1-0. Á FLUGI Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson hefur leikið vel með liði sínu í úrslita- keppninni til þessa. Hér keyrir hann upp að körfunni í leiknum í gær en Hlynur Bæringsson, Snæfelli, og Jón Norðdal Hafsteinsson fylgjast með. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.