Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 8

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 8
8 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR „Þetta eru fáheyrð viðbrögð lögreglu,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. „Hingað til hefur ekki þurft að koma til valdbeiting- ar og ef rétt er hjá vörubílstjórum að þeir hafi verið handteknir þegar þeir voru að fara upp í bílana til að aka þeim burtu þá hefur þetta farið úr böndunum.“ Guðjón segir mótmæli atvinnu- bílstjóra hafa farið friðsamlega fram til þessa. „Ég tel að ríkið eigi að lækka álögur á bensíni og olíu til að hafa áhrif á verðlag og verðbólgu.“ Fara þarf fjörutíu ár aftur í tím- ann til að finna átök lögreglu og almennra borgara sem telja má sambærileg við atburði gærdags- ins. Á Þorláksmessu árið 1968 kom til átaka á milli hóps mót- mælenda og lögreglu í Austur- stræti. Þá var Víetnamstríðið í algleymingi og mótmæli 68-kyn- slóðarinnar alþjóðlegt fyrirbæri. Meira kom þó til hér heima á Íslandi því einnig var verið að brýna stjórnvöld til að bregðast við miklu atvinnuleysi á þeim tíma. Birna Þórðardóttir blaðamaður varð andlit þessara átaka því í fjölmiðlum birtust myndir af henni alblóðugri eftir kylfur lög- reglumanna. „Þarna fléttaðist saman andstaða gegn ríkisstjórn- inni vegna atvinnuleysis og hvernig komið var fram við verkafólk, og það sem okkur fannst vera undirlægjuháttur stjórnvalda gagnvart Banda- ríkjastjórn.“ Birna segir að nokk- ur hópur hafi verið handtekinn en sjálf hafi hún endað á slysa- deild. Stefán Pálsson sagnfræð- ingur segir að árið 1968 hafi verið nokkuð sérstakt því það ár hafi nokkuð reglulega slegið í brýnu á milli mótmælenda og lögreglu. „Fyrir 1968 hafði ekkert gerst í nokkuð langan tíma og næstu ár þar á eftir gerist lítið. Ef menn fara á krepputímann þá er það auðvitað Gúttó-slagurinn 1932 og allir þekkja svo mótmælin á Aust- urvelli árið 1949.“ svavar@frettabladid.is 1. Hvað heitir forseti Palestínu sem heimsótti Ísland á þriðju- daginn? 2. Hvar er stærsta lunda- varpsstöð í heimi? 3. Hvað heitir leikmaður Liver- pool sem á þriðjudag skoraði sjálfsmark í leik gegn Chelsea? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 Sparakstur með Volkswagen 5 Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Það er ódýrara að bakka í stæði! Þegar þú leggur bílnum skaltu ávallt reyna að snúa honum þannig að þú getir ekið bílnum beint úr stæðinu þegar þú þarft að nota hann næst. Þannig minnkar þú bæði eldsneytiseyðslu og slit á búnaði bílsins. Skráðu þig á námskeið í sparakstri á volkswagen.is. Aðgangur ókeypis, takmarkaður fjöldi sæta í boði. Lau. 19/4, kl. 10:00 Fullt Sun. 27/4, kl. 10:00 Fullt Lau. 3/5, kl. 1 0:00 Örfá sæ ti Mið. 7/5, kl. 1 9:30 Örfá sæ ti Námskeiðin e ru haldin í HEKLU við L augaveg. ÁTÖK Í NORÐLINGAHOLTI Guðjón A. Kristjánsson: Fáheyrð við- brögð lögreglu Sjaldan slegist við lögreglu hér Leita þarf aftur til ársins 1968 til að finna síðast dæmi um harkaleg átök almennings og lögreglu. Þá kom til átaka í Austurstræti á Þorláksmessu. 1968 Átök brutust út á Suðurgötu vegna ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins. Þetta ár var sérstakt á Íslandi vegna tíðra átaka mótmælenda og lögreglu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR „Mér er mjög brugðið og spyr hvort óhjákvæmilegt hafi verið að sýna svona hörku,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG. Ósamræmi í fram- göngu lögreglunnar milli daga sé umhugsunarefni og gagnrýni fyrir að sýna linkind framan af gagnvart bílstjórunum megi ekki rétta af með svona löguðu. „Það er ónotalegt að sjá íslenska lögreglu birtast eins og erlenda óeirðalögreglu.“ segir Steingrímur. Hann telur óhjákvæmilegt að farið verði í saumana á málinu og segir allsherjarnefnd Aþingis góðan vettvang til þess. „Þetta er nýtt hér, hefur ekki gerst áratugum saman og kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins. Atburðir gærdagsins valda honum áhyggjum enda telur hann þá til marks um að aukin harka sé hlaupin í samfélag- ið. Mikilvægt sé að mótmæli fari friðsamlega fram og að friðhelgi lögreglu sé virt. Nú þurfi allir að slíðra sín sverð og fara yfir málið. Guðni telur að þingið, til dæmis allsherjarnefnd, eigi að fara yfir atburðarás gærdagsins, ræða hvað gerðist og hvers vegna. Guðni Ágústsson: Kom mér í opna skjöldu Steingrímur J. Sigfússon: Ónotaleg sjón Kalla þurfti út nítján manna auka- lið hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins vegna mótmælanna í gær. Lögregla óskaði eftir sjúkra- bílum á svæðið klukkan 10.50, „vegna yfirvofandi hættu“. Innan skamms mættu fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll á svæðið. Sigurbjörn Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins, segir að fresta hafi þurft fyrirfram pöntuðum flutningi vegna mótmælanna. „Í því felst flutningur sjúklinga á milli deilda, í röntgen og fleira því um líkt. Það frestaðist allt, en með aukamannskap tókst okkur að koma öllu í samt horf rétt fyrir klukkan 16.“ Alls leituðu þrettán manns aðhlynningar í bílunum og einn var fluttur á slysadeild. Sigurbjörn segir meðferðina fyrst og fremst hafa falist í augnskolun. „Við bætt- um við aukabirgðum af saltvatni í bílana þegar við heyrðum hvernig málið var vaxið. Þar að auki gerð- um við ráðstafanir með hreyfan- legar skolunarstöðvar. Önnur var skammt frá vettvangi í gámi og hina fluttum við upp á slysadeild Landspítalans. Ekki kom til þess að stöðvarnar yrðu settar upp,“ segir Sigurbjörn. Samkvæmt lækni á slysadeild voru þrír meðhöndlaðir vegna pip- arúða. Þá leitaði einn lögreglu- þjónn þangað eftir að hafa fengið grjót í höfuðið. - kóp Sjúkraflutningar töfðust Kalla þurfti út aukaliðsafla hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna átaka gærdagsins milli mótmælenda og lögreglu. Sautján slösuðust. AUGUN SKOLUÐ Sjúkraflutninga- menn aðstoðuðu suma við að skola augun, en aðrir björguðu sér sjálfir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.