Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 11

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 11
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 11 HAGTÖLUR Hinn 1. janúar á þessu ári voru landsmenn 313.376 og fjölgaði þeim um 1,9 prósent á árinu 2007. Fólksfjölgun var minni en árin tvö á undan en árið 2006 var hún 2,6 prósent, sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem komu út í gær. Til samanburðar má nefna að í fáum Evrópuríkjum nær árleg fólksfjölgun einu prósenti en á tíunda áratug síðustu aldar var fólksfjölgun í Evróp að jafnaði 0,2 prósent. Mest fjölgaði fólki á höfuðborg- arsvæðinu og í næsta nágrenni þess, á Suðurnesjum og á þéttbýl- isstöðum á Suður- og Vesturlandi. Íbúum á Austurlandi fækkaði frá árinu 2007 eftir mikla fólks- fjölgun árin þar á undan, eins og áður hefur verið greint frá í Fréttablaðinu. - mh Fólksfjölgun á Íslandi: Íslendingum fjölgar stöðugt Vilja sænskan tíma Álendingar ræða nú hvort eyjarnar geti ekki tekið upp sænskan tíma en Álandseyjar tilheyra finnska ríkinu og hafa því finnskan tíma. Finnskur sumartími er þremur klukkutímum á eftir þeim íslenska en sænskur tími tveimur stundum. ÁLANDSEYJAR DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugsaldri, Sveinbjörn R. Auðunsson, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fatlaðri stúlku. Hann var einnig dæmd- ur til að greiða henni 800 þúsund krónur í miskabæt- ur. Í ákæru segir að maðurinn hafi notfært sér að stúlk- an gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar. Maðurinn starfaði sem afleysingabílstjóri hjá Ferða- þjónustu fatlaðra. Hann var fundinn sekur um að hafa tvisvar brotið gegn stúlkunni með grófum hætti í bíl þegar hann var að aka henni í skóla. Stúlkan var sautj- án ára þegar brotin áttu sér stað árið 2006. Hún hafði lent í alvarlegu bílslysi þegar hún var tólf ára og hlaut þá meðal annars heilaskaða. Dómurinn segir að manninum hafi ekki getað dulist annmarkar stúlkunnar. Verði að telja sannað að hann hafi notfært sér þá til að hafa við hana kynferðismök. Enn fremur kemur fram að brot mannsins gegn stúlkunni hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á hana. Skerðing á vitsmunaþroska geri henni erfiðara fyrir en ella að vinna úr þessu áfalli. - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Karlmaður á fimmtugsaldri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot: Braut gróflega á fatlaðri stúlku LÖGREGLAN Fjögurra ára drengur var hætt kominn þegar hann var að leik í skurði rétt við bæinn á Akranesi um klukkan fimm í fyrradag. Vatnið náði honum að höku þegar faðir hans kom honum til bjargar. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Akranesi komu verktakar skömmu síðar á gröfu og fylltu upp í skurðinn svo að atburður á borð við þennan endurtæki sig ekki. Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið á Akranesi að undan- förnu og því eru skurðir sem þessir rétt við túnfótinn í nýjustu hverfum bæjarins. - jse Faðir kom syni til bjargar: Lítill drengur fastur í skurði DÓMSMÁL Báðir aðilar í máli kennara í Mýrarhúsaskóla gegn móður nemanda, munu áfrýja til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi móður ungrar stúlku til að greiða kennara í skólanum 9,7 milljónir í skaðabætur og eina milljón í málskostnað, eftir að stúlkan hafði rennt hurð á höfuð kennar- ans. Stúlkan er með Aspergerheil- kenni og hefur tryggingafélag móðurinn tilkynnt að dómnum verði áfrýjað. Þá hefur lögmaður kennarans gagnáfrýjað og vill að ábyrgð skólans verði viðurkennd. - kóp Mýrarhúsaskóli: Áfrýjað til Hæstaréttar FERÐAMÁL Íslenskum ferðamönnum í Þýskalandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þýska ferðamálaráðið, DZT, sem annast kynningu á Þýskalandi hefur því ákveðið að setja upp vefsíðu á íslensku. „Já við vorum orðin nægilega mörg til að Þjóðverj- um þætti ástæða til að splæsa í sérstaka heimasíðu fyrir okkur,“ segir Arthúr Björgvin Bollason, kynningarfulltrúi Icelandair og umsjónarmaður nýju síðunnar, en hana má finna á slóðinni tyskalandsferdir.travel. Síðuna segir hann verða uppfærða reglulega með hliðsjón af þeim upplýsingum sem Íslendingar leita helst eftir séu þeir á ferð í Þýskalandi. - kdk Þýska ferðamálaráðið: Fjölmenni nægt fyrir Þýskaland ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.