Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 12
12 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR DANMÖRK, AP Starfsfólk danskra sendiráða í Alsír og Afganistan hefur verið flutt úr húsakynnum sendiráðanna af ótta við hryðju- verk. Hætta er talin á hefndar- árásum vegna þess að skopteikn- ing af Múhameð spámanni var endurbirt í dönskum dagblöðum í febrúar síðastliðnum. Starfsfólkið í báðum löndunum hefur fært sig annað, þar sem það mun halda áfram störfum sínum með leynd, þótt hægt verði að ná sambandi við það símleiðis og með tölvupósti. Hættan „er svo áþreifanleg að við urðum að taka þessa ákvörð- un“, sagði Erik Laursen, talsmað- ur danska utanríkisráðuneytisins. Hollendingar skýrðu einnig frá því í gær að þeir hefðu fyrir tveim- ur dögum rýmt sendiráð sitt í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Starfsfólk þess sendiráðs er sömu- leiðis tekið til starfa á leynilegum stað. Í síðustu viku var starfsfólk sendiráðs Hollands í Pakistan flutt á hótel í Islamabad, þar sem það hefur starfað síðan. Hollensk stjórnvöld telja veru- lega hættu á hryðjuverkum gegn sendiráðum landsins vegna umdeildrar stuttmyndar hollenska þingmannsins Geerts Wilders, þar sem farið er ófögrum orðum um Kóraninn, trúarrit múslima. - gb Danir og Hollendingar óttast hryðjuverk vegna skopteikninga og stuttmyndar: Sendiráð rýmd í öryggisskyni VIÐ DANSKA SENDIRÁÐIÐ Í KABÚL Oft hafa orðið átök við sendiráðið. Þessi mynd var tekin í febrúar árið 2006, þegar deilurnar um skopteikningarnar stóðu sem hæst. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Bandaríski herforinginn David Petraeus, sem undanfarið ár hefur verið yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, verður yfirmaður alls stríðsreksturs Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Ray Odierno tekur við af honum, sem yfirmaður heraflans í Írak. Petraeus tekur hins vegar við af William Fallon, sem lét skyndilega af embætti eftir að hafa andmælt stefnu George W. Bush forseta gagnvart Íran. Robert Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær. Hann bjóst við að af þessu yrði eftir fjóra til fimm mánuði. - gb Skipulagsbreytingar hjá Bandaríkjaher: Fer með stjórn í Írak og Afganistan DAVID PETRAEUS Verður yfirmaður stríðsreksturs Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞYRST KRÁKA Þessi kráka fær sér að drekka úr lekum krana í dýragarði í Jamshedpur á Indlandi, þar sem hitinn fer nú óðum hækkandi þegar sumar nálgast. NORDICPHOTOS/AFP Sokkabuxur, leggings og sokkar í flottum sumarlegum litum fyrir káta krakka á öllum aldri. Fæst í flestum apótekum. BANDARÍKIN, AP Þótt Hillary Clinton hafi unnið sannfærandi sigur í prófkjörsbaráttu Demó- krataflokksins í Pennsylvaníu, þá náði hún ekki að saxa neitt að ráði á forskot Baracks Obama, sem enn er með á annað hundrað fleiri kjörmenn á sínu bandi á landsvísu. Sigurinn nægði þó til að tryggja henni framhaldslíf í kosninga- baráttunni næstu vikurnar í það minnsta. Clinton og stuðnings- menn hennar eru vongóðir um að þetta dugi til að tryggja henni á endanum sigur á Obama. „Þegar nær dregur þarf fólk að taka ákvörðun um það hver það telur að verði, ekki bara besti forsetinn, sem er mikilvægasta spurningin, heldur hver yrði betri frambjóðandi gegn McCain öldungadeildarþingmanni,“ sagði Clinton í sjónvarpsviðtali í gær. Hún lét engan velkjast í vafa um að nú ætli hún að halda áfram baráttu sinni þar til síðasta próf- kjöri flokksins lýkur, sem verður í byrjun júní: „Við ætlum að halda áfram næstu níu prófkjörin og ég vona að okkur gangi vel í mörg- um þeirra,“ sagði hún í gær. Hún er þegar farin að skipu- leggja kosningabaráttu sína í Indiana og Norður-Karólínu, þar sem næstu prófkjör verða haldin. Clinton vill fá Obama með sér í sjónvarpskappræður í báðum ríkjunum. Í Indiana nýtur Obama meira fylgis, en í Norður-Karól- ínu eru þau nokkuð jöfn. Spurningin, sem stuðnings- menn Clinton hafa spurt síðustu daga, er hins vegar áleitin fyrir stuðningsmenn mótherja hennar: „Hvers vegna getur Barack Obama ekki klárað dæmið?“ Obama hafði varið gífurlegu fé í kosningabaráttu sína í Pennsylvaníu, og náði að saxa nokkuð á fylgi hennar þar en hafði þó ekki sigurinn af henni. Clinton á þó enn verulega á brattann að sækja. Úrslitin ráð- ast sem fyrr af afstöðu nærri 800 svonefndra ofurfulltrúa á lands- þingi Demókrataflokksins í haust, það er þingmanna og ann- arra forystumanna flokksins sem ganga óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Samkvæmt talningu fréttastof- unnar AP hefur Obama tryggt sér stuðning um það bil 1.720 kjörmanna, en Clinton innan við 1.600. Alls þarf atkvæði frá 2.025 landsfundarfulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. gudsteinn@frettabladid.is Mun berjast allt til enda Eftir sigurinn í Pennsylvaníu á þriðjudaginn segist Hillary Clinton staðráðin í að halda áfram baráttu sinni í þeim níu prófkjörum flokksins sem eftir eru. Á FERÐ OG FLUGI Hillary Clinton veifar til ljósmyndara um borð í flugvél á leið til Indianapolis, þar sem prófkjörsbaráttan heldur áfram að loknum sigri í Pennsylvaníu. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Hundruð vísinda- manna við bandarísku umhverf- isverndarstofnunina EPA segjast hafa orðið fyrir pólitísk- um óþægindum og þrýstingi frá yfirmönnum sínum, sem vildu að þeir hagræddu niðurstöðum rannsókna. Þetta kemur fram í skoðana- könnun, sem birt var í gær. Samtökin Union of Concerned Scientists segja að þriðjungur af þeim tæplega 1.600 starfsmönn- um EPA sem tóku þátt í könnun- inni, segi að þeir hafi orðið fyrir óeðlilegum þrýstingi. Könnunin var send til 5.500 vísindamanna en svör bárust frá 1.586 þeirra. - gb Umverfisstofnunin EPA: Þrýstingur á vísindamenn ÍRAN, AP Kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær að írönsk stjórnvöld hefðu fallist á að sýna fulltrúum eftirlitsins fulla samvinnu. Yfirmaður kjarnorkueftirlits- ins, Mohammed el-Baradei, segir það mikilvæg tímamót að írönsk stjórnvöld hafi ákveðið að ræða ásakanir á hendur þeim um að þau séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Írönsk stjórnvöld fullyrða eftir sem áður að öll kjarnorku- vinnsla í landinu sé eingöngu ætluð til friðsamlegra nota. - gb El-Baradei fagnar árangri: Íranar boða samvinnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.