Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 30

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 30
UMRÆÐAN Snorri Magnússon skrifar um löggæslu- mál Mikið hefur verið skrif-að um löggæslu- kostnað undanfarið, þ.e. fjárveitingar til hinna ýmsu lögregluembætta. Margir sem vinna við lög- gæslu og hafa unnið við hana í lengri tíma eru sammála um að fjárveitingar til starfseminnar endurspegli ekki raunþarfir nauð- synlegrar þjónustu sem Íslending- ar eiga rétt á. Hlutverk lögreglu Lögregla stjórnar því ekki hvaða verkefni koma inn á hennar borð né hversu flókin eða yfirgripsmikil þau eru. Lögreglu er ætlað, lögum skv. m.a. að: a. Gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgar- anna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi, b. Stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, c. Vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum, d. Greiða götu borgar- anna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að, e. Veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á, f. Starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu, g. Sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju. Hvað skyldi þetta nú kosta allt saman og hver treystir sér til að reikna það út? Útreikningar Hver verðmetur löggæslu í land- inu? Hver reiknar út hvað hvert útkall kostar? Hver reiknar það út hvað hver rannsókn kostar? Eru slíkar tölur yfirhöfuð til? Raun- kostnaðartölur fyrir hvert stöðu- gildi, hvern einkennisbúning, handjárn, lögreglubíl, hvert skrif- borð, o.s.frv. ættu að liggja á reið- um höndum. Þetta eru fastar, sem auðvelt er að áætla og bæta við raunhæft. Það sem eftir stendur er kannski í raun bara kostnaðarút- reikningur við þá vinnu sem unnin er hverju sinni hjá hverju embætti lögreglustjóra í landinu. Fastar yfir slíkt eru ekki til, hafa aldrei verið til og munu líklega aldrei verða til enda afar erfitt að stunda slíkan útreikning nema hægt sé að gera árangurstjórnun- arsamninga við þá sem þiggja þjónustu lögreglunnar. Árangurs- stjórnunarsamninga við þá sem ánetjast fíkniefnum, lenda í slys- um, láta lífið, fremja sjálfsvíg, villast á rjúpnaveiðum, eru lim- lestir, nauðgað o.s.frv. Árangurs- stjórnunarsamninga við þá sem sjá löggæslustofnunum fyrir verk- efnum með ólöglegu athæfi sínu, hverskyns, daga og nætur allan ársins hring. Hvað má þetta kosta? Hvað má lögreglan kosta? Til að geta svarað þeirri spurningu verð- ur fyrst að svara spurningum á borð við: Hvaða öryggisstigi ætlum við að halda á Íslandi? Hvaða þjón- ustu ætlum við að bjóða þegnum þessa lands? Hvaða afbrot ætlum við að koma í veg fyrir? Hvaða afbrot ætlum við að rannsaka og hversu ítarlega? Hvaða þjónustu- stigi ætlum við að halda uppi og hvar á landinu? Allt eru þetta í sjálfu sér afar einfaldar spurningar en hver ein og einasta krefst pólitískrar afstöðu og svars. Ekki fyrr en þeim hefur verið svarað er hægt að svara hvað lögreglan má kosta og þá jafnvel ekki því við vitum jú ekki hvaða verkefni bíða okkar. Höfundur er verðandi formaður Landssambands lögreglumanna. 30 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Hvað má lögreglan kosta? SNORRI MAGNÚSSON Heitir þetta mannauðstjórnun? UMRÆÐAN Margrét Felixdóttir skrifar um heilbrigð- ismál Árangur hátækni-sjúkrahúss bygg- ist á sérfræðiþekk- ingu, færni í að hugsa á skapandi hátt og hvatningu. Dýrmæt- asta auðlind LSH er því augljóslega mannauðurinn, en það er eins og yfirmenn geri sér ekki grein fyrir því hvað það kostar að fara illa með þá auðlind. Er það hvatning stjórn- enda til mannauðsins að lækka launin hans, sem voru kröpp fyrir? Vita yfirmenn ekki að árangursríkustu „stjórnendur“ eru þeir sem draga fram það besta í starfsfólki sínu og umb- una þeim fyrir góðar hugmynd- ir? Fjölskylduvænt umhverfi? Nú um mánaðamótin mun LSH missa 96 svæfingar- og skurð- hjúkrunarfræðinga, sérfræð- inga sem skurðstofur starfa ekki án. Svæfingarhjúkrun er tveggja ára sérnám eftir fjög- urra ára háskólanám og það gengur enginn hjúkrunarfræð- ingur inn í störf svæingar- hjúkrunarfræðinga án löggilts sérnáms þar sem ábyrgðin í þeirra starfi er mjög mikil. Þeir eru einnig með hæsta starfsaldur innan hjúkrunar og er það hinn fjölskylduvæni vinnutími sem hefur þar mikið að segja. Nú á að breyta vinnutíman- um í vaktavinnu af því það er svo fjölskylduvænt, að mati yfirmanna. Árangurinn er sá að það verður sama vandamál uppi á teningnum eins og hefur verið á legudeildunum undan- farin ár. Á þeim er þvílík mann- ekla að hjúkrunafræðingar eru að sligast undan vinnuálagi og er meginorsökin einmitt vinnu- tíminn. Dagvinnutími á skurð- og svæfingardeild gerir það einnig að verkum að skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sem eru einstæðir for- eldrar eða eiga maka sem vinnur vakta- vinnu hafa möguleika að vinna inni á sjúkra- húsi. Þann möguleika á að taka af okkur. Sparnaður eða vinnu- vernd? Í upphafi var skurð- og svæfingarhjúkrun- arfræðingum tilkynnt af yfirmanni að breyt- ing yrði á vinnutíma frá 1. maí þar sem farið var fram á að skurðsviðið sparaði 100 millj- ónir. Þeir sjá sér leik á borði þar sem um er að ræða 100 hjúkrunarfræðinga að breyta vaktalínunni. Með því að breyta vaktalínunni hjá okkur ná yfir- menn að spara 10-15 milljónir. Nokkrum dögum síðar breyta þeir svo ástæðunni og segja það vera vegna vinnuverndar. Er það þess virði? Nú þegar hefur góður starfsandi snúist við og valdið miklum usla. Þó nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa þegar ráðið sig á aðrar sjúkrastofnanir og tæplega hundrað munu hætta störfum um næstu mánaðamót. Heitir þetta mannauðsstjórnun? Kornið sem fyllti mælinn Yfirmenn okkar eru komnir í þrot þar sem þeir gerðu þau mistök að finna ekki lausn í samráði við sína starfsmenn. Nú þegar þeir eru farnir að gera sér grein fyrir að við göngum öll út 1. maí ganga þeir á biðilsbuxunum eftir tillögum frá okkur. Eru svona vinnu- brögð vönduð? Þetta er í þriðja sinn á tólf árum sem laun okkar eru lækk- uð og nú segjum við hingað og ekki lengra. Við létum það yfir okkur ganga 1995 og síðan aftur fyrir fjórum árum síðan og urðum fyrir töluverðri launaskerðingu. Núna er mæl- irinn fullur og við látum ekki lengur vaða yfir okkur á skítugum skónum. Höfundur er svæfingarhjúkrunarfræðingur. MARGRÉT FELIXDÓTTIR NATO-væðing íslenskra utanríkismála III UMRÆÐAN Steingrímur J. Sigfússon skrifar uutanríkismál Með þeirri NATO-væðingu íslenskra utanríkis- og öryggismála sem rædd hefur verið í tveimur fyrri grein- um er sú sóun sem alls staðar einkennir vígbúnað- ar- og hernaðarhyggjuna og NATO er holdgervingur fyrir óðum að setja mark sitt á hlut- ina hér hjá okkur. Nýjum útgjaldalið hefur verið komið fyrir á fjárlögum, „varn- armál“, og stendur til að setja í hann fjármuni af stærðar- gráðunni einn og hálfur til tveir milljarðar árlega. Er þó ljóst að margt er ótalið og fellur til ann- ars staðar, til dæmis þátttaka og tilkostnaður annarra innlendra aðila en stofnana utanríkisráðu- neytisins vegna heræfinga, reksturs mannvirkja og fleiri þátta, allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Því skal hér spáð að innan fimm ára verði kostnaður vegna NATO-væð- ingarinnar í heild sinni kominn í þrjá og hálfan til fimm millj- arða króna ráði óbreytt stefna. Þessi útgjöld verða öll meira og minna í tengslum við heræf- inga- og stríðsleikjabrölt í þágu NATO, margs konar kostnaðar- söm gæluverkefni sem eiga fátt skylt við almenna íslenska öryggishagsmuni. Krafan frá NATO um aukið olnbogarými og meiri fjármuni í þágu útþenslu bandalagsins er orðin svo sterk að í ályktun síðasta fundar, sem samþykkt var fyr- irvaralaust af fulltrúum Íslands, var beinlínis hvatt til aukinna útgjalda til hermála. Þetta eru fjármunir sem fara til NATO og hernaðarverkefna þess en ekki til að tryggja öryggi íslenskra borgara. Íslenskir öryggishagsmunir Í beinu framhaldi af því að ræða nýtilkominn og stór- felldan tilkostnað vegna NATO-væðingarinnar, vegna hernaðaræfinga og uppihalds erlendra herja í tilgangsleysi á friðartímum, er rétt að spyrja hvaða aðgerðir og hvers konar ráðstöf- un fjármuna mundi gagnast best til að tryggja eftir föngum öryggi íslenskra borg- ara, frið og stöðugleika hér á landi og í okkar næsta nágrenni. Enginn vafi er á því að mun nærtækara er að ráðstafa fé til að efla t.d. hið bráðnauðsynlega sjálfboðaliðastarf björgunar- sveita í landinu og aðstoða þær við að búa sig sem best af tækja- kosti og aðstöðu allri. Í öðru lagi er almenn löggæsla í landinu svelt og hefur dregist saman á sama tíma og gæluverkefni hjá ríkislögreglustjóra tútna út. Auknir fjármunir til almennrar löggæslu eru tvímælalaust mik- ilvægur liður í að efla öryggi og viðhalda stöðugleika og friði í samfélagi okkar. Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram breytingartillög- ur og nú síðast sérstakt frum- varp þar að lútandi. Í þriðja lagi eru allir sammála um að búa þurfi vel að Landhelgisgæsl- unni og sérstaklega flugbjörg- unarsveit hennar hvað varðar tækjakost og mannafla. Almanna varnir, tollgæsla, landamæraeftirlit, barátta gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – allt eru þetta þættir sem hljóta að koma til álita og skoðunar þegar rætt er um ráðstöfun fjármuna gagngert í því skyni að tryggja öryggi, vellíðan og frið í landinu og gæta þannig hagsmuna hinna almennu borg- ara. Mengunarvarnir, viðbúnað- ur sem lýtur að því að mæta eld- gosum, jarðskjálftum, far sóttum, veðurhamförum og öðrum slíkum þáttum eru allt hlutir af sama toga og nærtæk- ari en sú ímyndaða utanaðkom- andi hernaðarógn sem í reynd væri eina mögulega réttlæting þess að taka inn á íslensku fjár- lögin milljarðaútgjöld til hern- aðarverkefna. Enginn hefur getað bent á þann óvin sem menn ætla að verja sig gegn. Þegar allt um þrýtur hafa menn helst nefnt auknar siglingar olíuflutninga- skipa framhjá landinu, hvernig sem menn ætla nú að glíma við hættur af slíku með heræfing- um og orrustuþotum. Þegar við bætist að allt þetta umstang og brölt – rekstur hins hernaðar- lega hluta ratsjárstöðvakerfis- ins, loftrýmiseftirlitið, heræf- ingarnar og uppihald erlendra herja hér á landi á kostnað íslenskra skattborgara – er ein- göngu hugsað á friðartímum hljóta einhver rök að vera óframkomin eigi að reyna að réttlæta þessa vitleysu. Tækifæri til að leita sátta Mikilvægt er að undirstrika að þessi hervæðing eða NATO- væðing er síður en svo sjálf- sögð eða óhjákvæmileg þótt hún sé að ýmsu leyti beint framhald á og skilgetið afkvæmi þess sem þröngvað var upp á þjóðina fyrir meira en hálfri öld síðan með inngöngu í hernaðarbanda- lag og komu erlends hers. Það tímabil má með réttu kalla skeið ameríkaniseringar í íslenskum utanríkis- og öryggismálum, en nú er NATO-væðing að taka við. Sá augljósi kostur, að nota tæki- færið sem gafst með brottför hersins til að móta friðsamlega og sjálfstæða utanríkisstefnu og leita aukinnar samstöðu í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar eftir meira en hálfrar aldar harðvítugar deil- ur, hefur ekki verið valinn. Að það skuli ekki svo mikið sem reynt að laða fram meiri sam- stöðu á þessu sviði er sérlega ámælisvert og að tilkoma Sam- fylkingarinnar í ríkisstjórn skuli þar engu um breyta hlýtur að vekja furðu. Höfundur er formaður Vinstri grænna. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON              ! ! """#$$% & %'            "(()

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.