Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 33

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir kaupir ýmislegt á eBay og hefur oft gert góð kaup. Nýjasta fjárfestingin er bleikur ullarjakki eftir Söru Berman. Vigdís, sem þessa dagana æfir stíft fyrir leikritið Ástin er diskó – lífið er pönk, segist nettur eBay-fík- ill. „Ég hef kannski ekki keypt svo ýkja mikið á vefnum en ég skoða hann töluvert. Nýlega festi ég kaup á bleikum ullarjakka eftir breska hönnuðinn Söru Ber- man sem ég held mikið upp á,“ segir Vigdís, sem hefur keypt sitt lítið af hverju í gegnum vefverslunina. Má þar nefna skó, kjóla og meira að segja græjur. „Það voru reyndar ekki mjög góð kaup því skattar á raftæki eru svo háir. Ég hef yfirleitt verið mjög hepp- in en maður tekur þó alltaf smá séns,“ segir Vigdís og minnist sérstaklega góðra kaupa. „Ég keypti til dæmis gamlan Silver Cross-barnavagn handa dóttur minni í gegnum vefinn og í honum var hún mjög sæl.“ Vigdís er hrifin af gamaldags fötum og verslar frek- ar í litlum búðum en stórum verslanakeðjum. Annars segir hún dagamun á stílnum og að oft líði henni best heima í druslufötum að mála. „Í leikhúsinu fæ ég þó útrás fyrir alla fjölbreytnina og ég fæ innblástur frá afar smekklegum kollegum mínum. Það liggur við að ég mæti í sparifötunum í vinnuna til að halda í við þá,“ segir hún og hlær. Í Ástin er diskó – lífið er pönk, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1. maí, eru mikil og hröð búninga- skipti og þar klæðist Vigdís fötum sem eru ekkert í lík- ingu við þau sem hún á í fataskápnum. „Ég leik fegurðar drottninguna Rósu Björk en ég átti mér aldrei þann draum sem stelpa að verða fegurðardrottning. Þetta er því nýr heimur fyrir mér.“ vera@frettabladid.is Góð kaup á netinu Vigdís Hrefna keypti ullarjakkann á eBay en þar hefur hún keypt sitt lítið af hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fæst í apótekum TAI CHI Á GRUND Vistmenn á dvalarheimil- inu Grund hafa sumir hverjir stundað kínverska morgunleikfimi einu sinni í viku síðasta árið. HEILSA 6 HÖNNUN Í HAFNARHÚSINU Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir sýningunni Showroom Reykjavik í Portinu í Hafnar- húsinu dagana 25. og 26. apríl. TÍSKA 2 Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 Opið í dag frá 12-16

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.