Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 24.04.2008, Síða 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir kaupir ýmislegt á eBay og hefur oft gert góð kaup. Nýjasta fjárfestingin er bleikur ullarjakki eftir Söru Berman. Vigdís, sem þessa dagana æfir stíft fyrir leikritið Ástin er diskó – lífið er pönk, segist nettur eBay-fík- ill. „Ég hef kannski ekki keypt svo ýkja mikið á vefnum en ég skoða hann töluvert. Nýlega festi ég kaup á bleikum ullarjakka eftir breska hönnuðinn Söru Ber- man sem ég held mikið upp á,“ segir Vigdís, sem hefur keypt sitt lítið af hverju í gegnum vefverslunina. Má þar nefna skó, kjóla og meira að segja græjur. „Það voru reyndar ekki mjög góð kaup því skattar á raftæki eru svo háir. Ég hef yfirleitt verið mjög hepp- in en maður tekur þó alltaf smá séns,“ segir Vigdís og minnist sérstaklega góðra kaupa. „Ég keypti til dæmis gamlan Silver Cross-barnavagn handa dóttur minni í gegnum vefinn og í honum var hún mjög sæl.“ Vigdís er hrifin af gamaldags fötum og verslar frek- ar í litlum búðum en stórum verslanakeðjum. Annars segir hún dagamun á stílnum og að oft líði henni best heima í druslufötum að mála. „Í leikhúsinu fæ ég þó útrás fyrir alla fjölbreytnina og ég fæ innblástur frá afar smekklegum kollegum mínum. Það liggur við að ég mæti í sparifötunum í vinnuna til að halda í við þá,“ segir hún og hlær. Í Ástin er diskó – lífið er pönk, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1. maí, eru mikil og hröð búninga- skipti og þar klæðist Vigdís fötum sem eru ekkert í lík- ingu við þau sem hún á í fataskápnum. „Ég leik fegurðar drottninguna Rósu Björk en ég átti mér aldrei þann draum sem stelpa að verða fegurðardrottning. Þetta er því nýr heimur fyrir mér.“ vera@frettabladid.is Góð kaup á netinu Vigdís Hrefna keypti ullarjakkann á eBay en þar hefur hún keypt sitt lítið af hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fæst í apótekum TAI CHI Á GRUND Vistmenn á dvalarheimil- inu Grund hafa sumir hverjir stundað kínverska morgunleikfimi einu sinni í viku síðasta árið. HEILSA 6 HÖNNUN Í HAFNARHÚSINU Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir sýningunni Showroom Reykjavik í Portinu í Hafnar- húsinu dagana 25. og 26. apríl. TÍSKA 2 Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16 Opið í dag frá 12-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.