Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 38

Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 38
[ ] Á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund er boðið upp á kín- verska leikfimi til heilsubótar. Anna Kristín Kristjánsdóttir er sjúkraþjálfari á Grund og kennir kínverska leikfimi einu sinni í viku.„Þetta byrjaði sem smá til- raun síðasta vor með því að ég bauð upp á tíu tíma í Tai Chi-leik- fimi,“ útskýrir Anna. „Það komu nú ekki margir í fyrstu tímana og mætingin rokkar frá tveimur og upp í níu manns. Tvær konur hafa þó haldið áfram frá upphafi og þær segja mér að þetta hafi hjálp- að þeim mikið.“ Anna segir kínversku leikfim- ina efla blóðrásina í líkamanum og bæta styrk og jafnvægi. Leikfim- in sé liður í átaki á Grund í að fækka byltum. „Tai Chi hefur skil- að sér í að fólk nær betra jafn- vægi. Ég laga æfingarnar að getu vistmanna og geri formið einfaldara. Það er margt búið að mæða á fullorðnum fótum svo við stöndum uppréttari en venjan er við þessar æfingar,“ útskýrir Anna. Hún segir andrúmsloftið í tímunum létt og skemmtilegt og fólk mæti á sínum eigin forsend- um. Æfingarnar eru hægar en fólk getur sest niður ef það þreyt- ist og það er í góðu lagi þótt það ruglist í æfingunum, stemningin er afslöppuð. Anna lærði Tai Chi sjálf fyrir mörgum árum og átti frumkvæði að því að leikfimin var sett inn í dagskrána, sem er annars þétt- skrifuð. „Draumurinn er að kenna leikfimina tvisvar í viku en það er mjög margt í boði hérna á Grund og ekkert auðvelt að koma þessu inn í prógrammið. Íþróttakennar- inn okkar er með fjölbreytta dag- skrá og svo er einnig boðið upp á fjölbreytta dægradvöl. Ég á hálf- partinn í samkeppni um fólk í tím- ana til mín því á sama tíma er boðið upp á bridds,“ segir Anna brosandi. „Það er erfitt að keppa við briddsið á Grund.“ heida@frettabladid.is Tai Chi stundað á Grund Thai Chi-leikfimi bætir styrk og jafnvægi.Anna Kristín hefur kennt kínverska leikfimi á Grund í tæpt ár. Andrúmsloftið í tímunum er afslappað og létt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vatn hressir mann við þegar syfjan sækir á. Drekktu stórt glas af vatni eða skelltu því framan í þig. KIDS Kids 2 in 1 Shampoo, Kids Bath & Shower, Kids Conditioner, Kids Shampoo Fæst í apótekum og verslunum um land allt. Kids línan miðar að því að gera þvott skemmtilegan fyrir börn, líflegu útliti og góðum ávaxtailm. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir viðkvæma húð og hár barna. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T N‡r sjúkrafljálfari Sandra Dögg Árnadóttir sjúkrafljálfari Bc er komin aftur til okkar. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan, Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri. Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY sívaxandi virðingar og trausts um allan heim

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.