Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 42
● fréttablaðið ● sumar í lofti 24. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR4
Það er gaman að eiga réttu tólin
til garðvinnu, en nauðsynlegt
að hafa á þeim eitthvert skipu-
lag. Hægt er að festa hvers kyns
snaga á vegg og leyfa verkfær-
um að njóta sín sem súrrealísku
listaverki um leið og aðgangur
verður greiðari að því sem taka
á næst til handargagns. Litlar
hendur eru oft óðar og uppvæg-
ar að leggja garðyrkjumeistur-
um hússins lið og þá er snjallt
að eiga til öruggari útgáfur af
helstu verkfærum sem henta
betur minna mannfólki til garð-
starfans. - þlg
Tólin til taks
Litríkar og notadrjúgar skóflur, hrífur og kústar í sátt og samlyndi.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hver vildi ekki eiga sitt eigið trjá-
hús í garðinum heima? Að geta
klifrað upp stiga og stungið sér
inn í ævintýraheim trjáhúsa er
draumur barna á öllum aldri, því
víst er að margir fullorðnir eiga
draum um notalegt athvarf í leyni-
legum afdrepum sem að hluta til
hverfa í laufskrúð trjáa.
Það æðislegasta við trjáhús er
algjör skortur á rafmagni, tölvu-
leikjum og sjónvarpi. Þau eru
hinn fullkomni staður til að njóta
bóklesturs, skrifta og gamaldags
dundurs, og besti staðurinn til að
dreyma alla þá fögru drauma sem
börn ala með sér.
Gleymum ekki að börn nútímans
hafa þörf fyrir sams konar athafn-
ir og útiveru og algengar voru áður
fyrr. Gamaldags verkefni og leikni
sem sameinar fjölskylduna að
ákveðnu takmarki skapar ógleym-
anlegt veganesti og minningar út
lífið. Leyfum börnum að njóta lífs-
ins til fulls með allri þeirri útrás,
hugmyndaflugi og hamingju sem
æskunni fylgir. - þlg
Leyniveröld í
laufblaðaskrúði
Börn vilja hafa krefjandi verkefni fyrir stafni en mikill þroski felst í eigin trjáhúsa-
smíð. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú er sumarið á næsta leiti og sjálfsagt
margir farnir að hugsa um hvernig best sé
að snyrta garðinn til og fegra. Ein leið er
að verða sér úti um falleg garðhúsgögn, borð,
bekki og stóla, annað hvort í stíl eða á skjön, til að lífga
upp á umhverfið. Þá er ekki verra að verða sér úti um fallega sólhlíf til
að hafa með og diska, bolla og glös í sumarlegum og glaðlegum litum til
að eiga við gott tækifæri. Fallega uppdekkað borð getur hæglega um-
breytt venjulegum garði í fallega vin.
Í eigin aldingarði
Fátt er eins sumarlegt og falleg garðhúsgögn, sem henta
vel á sólpallinn eða beint á grasflötina.
Sólhlíf ver menn ekki
eingöngu fyrir sólarljósi
heldur er hún fínasta stáss
í garðinum.