Fréttablaðið - 24.04.2008, Page 51
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Ef þú hefur fengið þér kanínu og
vilt láta hana ganga lausa heima
hjá þér þarftu að fara yfir heim-
ilið og athuga hvort þar séu svæði
þar sem hún gæti meitt sig eða
sloppið í burtu. Einnig verður að
fyrirbyggja að kanínur geti kom-
ist í tæri við rafmagnssnúrur því
þær hafa unun af að naga þær! Sjá
www.dagfinnur.is - liz
Nýr heimilisvinur
Gæta þarf að ýmsu áður en kanínu er
leyft að ganga lausri.
Kettlingum þykir gott að sjúga,
jafnvel eftir að búið er að venja þá
frá móður sinni. Sumir kettlingar
taka upp á því að sjúga ýmis efni,
einkum ull. Þetta er óæskilegt þar
sem ull getur valdið harðlífi eða
þarmastíflum. Því er best að fjar-
lægja efnið. Sumir telja að kett-
lingar sjúgi ull vegna hungurs eða
skorts á trefjum. Stundum er gott
að gefa þurrmat með öðrum mat
til að bæta úr þessu. Sjá www.dag-
finnur.is
Kettir sjúga ull
Sumir kettlingar vilja sjúga ull.
Umhirða á vatna- og hálfvatna-
skjaldbökum er tiltölulega einföld
eftir að grunnur hefur verið lagð-
ur. Þær eiga ekki að vera í hinum
svokölluðu skálum eða skjald-
bökutjörnum (turtle pond) sem
seldar eru erlendis, heldur þurfa
þær stórt búr, hitara, hreinsi og
ljós. Þær verða líka að hafa þurrt
land til þess að geta farið upp á
þegar þeim hentar. Sjá www.dyra-
spjall.com.
Glöð skjaldbaka
Skjaldbökur þurfa stór búr.
Hvolpurinn þinn á skilið
það allra besta!
Vörumerkið er eign Hill's Pet Nutrition,
© 2003 Hill's Pet Nutrition, Inc. www.hills.is
Hill’s kappkostar í hvolpafóðri sínu að mæta
fjölbreyttum þörfum hvolpsins í vexti og þroska og
stuðlar þannig að heilbrigðu lífi og fyrir vikið enn
ánægjulegri samvistum þínum við hundinn þinn.
Er félag allra hundaeiganda. Íshundar eru félagar af Union Cynologie International e.V
sem er alþjóðlegt hundaræktarfélag í Þýskalandi og á aðildarfélag í allt að 30 löndum.
Íshundar voru stofnaðir
27. Apríl 2000.
Alþjóðleg sýning félagsins verður
haldin helgina 3 og 4 Maí n.k. Ís í boði
fyrir börnin frá Kjörís, kynningar og
sölubásar verða á staðnum. 500 kr inn
en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
Hundaræktunarfélagið Íshundar
www.ishundar.is