Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 72

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 72
40 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Skyndilega: Atóm-Andri kemur auga á bökumanninn... Þarna ertu þá! Ógeðslegi blending- urinn þinn! Stopp! Arg! Jú jú! Hetjan deyr reyndar! Er það vandamál, heldurðu? Ekki í þínum teiknimynda- sögum! Á meðan Victoria Beckham verst, þýtur Naomi Camp- bell niður kantinn en Kate Moss eltir á hælaskóm! Þegar Gwen Stefani hleypur allt í einu inn á völlinn með fallhlíf, aðeins klædd í gegn- sæjan sumarkjól og bros. En flaggið fer á loft... Ertu viss? Já, það er annað hvort flagg línuvarð- arins eða bikinítoppur Paris Hilton. Við verðum að sjá þetta endursýnt. Hey, hundar! Þreyttir á að sækja? Nýtt! Fúsi, ertu búinn að borða morgunmat? Já. Ég fékk mér tvær samlokur. „Ís-samlokur“ Sussssss... Hvað er þetta? Oj! Þetta virðist koma héðan! Haldið ykkur í burtu frá þessu. Hvað sem þetta er fer það versnandi Ó, ert þetta þú? Heyrðu mig! Veistu það, Jóna, sumir geta sungið lög Pat Benatar og aðrir ekki. Farðu! Þetta er allt Idol-inu að kenna. Ég bjó um skeið erlend- is þar sem ég hafði það gott með góðu fólki. Á móti mér bjó maður sem vann við það að selja sápuóperur frá Suður-Ameríku. Maður- inn hafði það mjög gott og lifði nánast eins og kóngur. Þessar sápuóperur eru án nokkurs vafa furðulegasta sjón- varpsefni sem finnst á þessari jörð. Leikurinn er skelfilegur og sögu- þráðurinn innihaldslítill og leiðin- legur. Þrátt fyrir þetta eru þær mjög vinsælar í vestræna heimin- um og hafa nokkrar verið sýndar í sjónvarpi hér á Íslandi. Þessi umræddi sölumaður sýndi mér eitt sinn dæmi um sápuóperu sem hann hafði á sínum snærum. Hún fjallaði um ástir og örlög innan veggja þinghúss í Kólumbíu. Þetta var hin besta skemmtan þar sem fjármála- ráðherrann og menntamálaráð- herrann áttu í ástarsambandi og dómsmálaráðherrann var öfund- sjúkur fyrir allan peninginn. Þetta vakti mig til umhugsunar um hvort ekki væri hægt að lífga upp á útsendingar frá Alþingi Íslendinga. Hægt væri að bæta smá söguþræði við frumvörpin um ástir og örlög þingmanna og ráðherra á Íslandi. Þetta mundi pottþétt vekja mikla lukku og fólk færi loksins að fylgj- ast með löggjafarvaldinu af ein- hverju viti. Aðdáendaklúbbar yrðu stofnaðir og ýmis störf myndu skapast í þjóðfélaginu. Dæmi um fléttu væri að forsætisráðherra gæti verið svikarinn sem reynir allt til þess að ná sér niðri á óvinum sínum í stjórnarandstöðunni. Hann yrði með það markmið að hrifsa fjárlögin í sínar hendur. Ekki væri slæmt ef utanríkisráðherra ætti elskhuga í hverju kjördæmi og skapaði það mikla afbrýðisemi af hálfu viðskiptaráðherrans. Svona væri hægt að spinna spennandi söguþræði inni á Alþingi með það í huga að lyfta upp áhorf- inu og um leið gera málefni Alþing- is áhugaverðari fyrir fólkið í land- inu. Hver myndi ekki vilja sjá fjármálaráðherra vakna úr dái dag- inn sem hann ætti að tilkynna afkomu ríkissjóðs? STUÐ MILLI STRÍÐA Betra sjónvarpsefni MIKAEL MARINÓ RIVERA VILL LÍFGA UPP Á ÚTSENDINGAR FRÁ ALÞINGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.