Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 85

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 85
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2008 53 Tvær íslenskar hárgreiðslukonur eru vinningshafar í alþjóðlegu keppninni Global Salon Business Awards, þar sem hárgreiðslustof- ur sem þykja skara fram úr á heimsvísu eru verðlaunaðar. Það eru þær Sigrún Ægisdóttir á Hár- sögu og Þórdís Helgadóttir, sem rekur Hárný í Kópavogi. Þórdís er nýkomin heim frá Ítalíu þar sem farið var yfir dagskrá sjálfr- ar verðlaunahátíðarinnar, sem fram fer í Hollywood í júní „Við vorum til dæmis látin æfa okkur að ganga upp rauða dregil- inn fyrir Hollywood,“ segir Þór- dís brosandi, en hún segir það mikinn heiður að hljóta verðlaun- in. „Það má segja að þetta séu ein virtustu verðlaun sem maður getur unnið til sem hárgreiðslu- maður,“ segir Þórdís, sem er jafn- framt mjög ánægð með að fá við- urkenningu fyrir það starf sem á sér stað á bak við tjöldin. „Ég hef unnið til verðlauna fyrir hár- greiðslu, en það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir þegar maður er ekki fyrir aftan stólinn. Það er stór hluti af starfinu sem fer fram baka til,“ segir Þórdís sem veit þó ekki enn í hvaða flokki hún mun hljóta verðlaun, enda verður það ekki tilkynnt fyrr en á afhending- unni. -sun Hárgreiðslustofur fá verðlaun MIKILL HEIÐUR Þórdís Helgadóttir á Hárný segir það mikinn heiður að hljóta Global Salon Business Awards, enda séu verðlaunin mjög virt meðal fagmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Burger King hyggst setja á mark- að dýrasta skyndibita í heimi í næsta mánuði. Þar verður á ferð- inni hamborgari úr hinu margum- talaða Kobe-nautakjöti frá Japan, og í stað tómatsósu og ostsneiðar verður meðlætið á borgaranum sneið af foie gras, eða gæsalifur, og gráðaostur. Borgarinn mun kosta lítil 85 pund, andvirði um 12.500 íslenskra króna. Ekki er víst hvort Kobe-borgar- inn rati á Burger King hér á landi, en slíkan borgara er hægt að fá á veitingastaðnum Orange við Geirsgötu. Samkvæmt heimasíðu staðarins kostar hann þar 7.500 krónur. Borgari á 12 þúsund RÁNDÝR SKYNDIBITI Kobe-nautakjöts- borgarinn hjá Burger King mun kosta 85 pund, um tólf þúsund og fimm hundruð íslenskar krónur. NORDICPHOTOS/GETTY Þursaflokkurinn ætlar að stíga á svið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 9. maí. Á tónleikun- um, sem standa yfir í rúmar tvær klukkustundir, spila þeir félagar efni af öllum plötum flokksins. Stutt er síðan Þursarnir spiluðu á þrennum tónleikum á Akureyri við frábærar undirtektir fyrir fullu húsi. Í febrúar fylltu Þursarnir Laugardalshöllina og komu fram ásamt Caput-hópnum á eftirminnilegum tónleikum. Miðasala hefst á tónleikana á Ísafirði á næstu dögum í Edin- borgarhúsinu og á www.kaffied- inborg.is. Miðaverð er 3.500 krónur og aðeins 250 miðar eru í boði. Þursarnir til Ísafjarðar ÞURSAFLOKKURINN Þursarnir spila á Ísafirði föstudaginn 9. maí. Þýski bílarisinn BMW notar Ísland til að markaðssetja nýjustu afurð sína, BMW Hydrogen 7. Stjörnurnar í Hollywood hafa fallið fyrir bílnum og Ísland leikur þar stórt hlutverk. „Ísland hefur unnið mikið með vetni og því var landið tilvalið fyrir þessa herferð,“ segir Susanne Spatz, talsmaður markaðsdeildar BMW. „Þar að auki hentaði lands- lagið fullkomlega fyrir þær mynd- ir sem við vildum fá, það er nátt- úrulega stórkostlegt og ótrúlega fallegt,“ bætir Spatz við. Stór bækl ingur var útbúinn þar sem bíllinn er sýndur úti í náttúru Íslands en auglýsingin sjálf hefur verið sýnd í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Spatz segir að stjórnendur BMW séu himinlifandi með auglýsingarnar og telji þær ákaflega vel heppnaðar. „Þetta var stórt auglýsingaverk- efni og við erum mjög ánægðir með útkomuna,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson, framleiðandi hjá Saga Film, sem aðstoðaði við gerð auglýsingarinnar. Hann segir það mjög sjaldgæft hversu stórt hlut- verk Ísland leikur í herferðinni en fyrstu fjörutíu sekúndur hennar eru eingöngu myndir af Íslandi. Hydrogen 7-bifreiðin kemur síðan eins og skrattinn úr sauðarleggn- um út úr Skógafossi. „Þessi auglýs- ing er gríðarlega góð kynning fyrir landið, sérstaklega í ljósi þess til hverra bíllinn á að höfða,“ útskýrir Jón en BMW hefur að undanförnu afhent hverri stórstjörnunni af fætur annarri bíl af þessu tagi. Meðal þeirra sem hafa fest kaup á bifreiðinni eru bandarísku grín- istarnir Jason Bateman og Will Ferrell en auk þeirra keyra Edward Norton, Jay Leno og Cameron Diaz um á svona farartæki. Andrés Jónsson hjá B&L-umboðinu segist ánægður með stóran hlut Íslands í herferðinni en hins vegar sé alls- endis óvíst að Hydrogen-bifreið- arnar eigi eftir að sjást á götum borgarinnar alveg á næstunni. „Við getum pantað þessa bíla. BMW úthlutar ákveðnum kvóta í þessum bílum og við þurfum að sækja um ákveðinn fjölda. Eins og efnahagsástandið er núna eru þetta of dýrir bílar til að geta haft á lager en við getum aftur á móti sérpantað slíka fyrir áhuga- sama,“ segir Andrés. freyrgigja@frettabladid.is Ísland í aðalhlutverki hjá BMW BMW Á ÍSLANDI BMW Hydrogen 7 er fremur dýr bíll og frekar ólíklegt að hann sjáist á götum borgarinnar eins og efnahagsástandið er um þessar mundir. BMW hefur gert nýjustu afurð sína út hjá stórstjörnum í Holly- wood en meðal þeirra sem keyra um á BMW Hydrogen 7 eru Jay Leno, Edward Norton, Jason Bateman og Cameron Diaz. Ísland leikur stórt hlutverk í herferð þýska bílarisans. BÍLL FYRIR STJÖRNUR UMM er spennandi nýjung í matarflóru Íslendinga sem hentar öllum sem hugsa um líkama sinn og vilja b orða vel. UMM er bragðsterk veisla frá öllum heimshornum; salöt, tortillur, veá xtir, kús kú s, orkustykki og ... umm, hvað þetta er gott. UMM ER GLÆNÝR HEILSUBITI ÚR SPENNANDI HRÁEFNI BORÐAÐU VEL – BORÐAUVEL-B O L - RÐ AÐ U VE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.