Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 94

Fréttablaðið - 24.04.2008, Side 94
62 24. apríl 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. örverpi 6. skammstöfun 8. örn 9. stormur 11. samanburðart. 12. tólf tylftir 14. beikon 16. í röð 17. mánuð- ur 18. ennþá 20. átt 21. betl. LÓÐRÉTT 1. klöpp 3. guð 4. fargið 5. málmur 7. glataður 10. eldsneyti 13. er 15. ávöxtur 16. húðpoki 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. urpt, 6. eh, 8. ari, 9. rok, 11. en, 12. gross, 14. flesk, 16. hi, 17. maí, 18. enn, 20. nv, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. ra, 4. pressan, 5. tin, 7. horfinn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. hes, 19. na. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Mahmoud Abbas. 2. Í Vestmannaeyjum. 3. John Arne Riise. „Já, það verður gaman að rifja upp gamla takta frá Sódómu Reykja- vík. Þar var ég náttúrulega með mína undirheimastarfsemi í Hafn- arfirði en hef nú fært út kvíarnar í höfuðborgina,“ segir Helgi Björns- son sem leikur undirheimakóng- inn Lárus eða Lalla í sjónvarps- þáttaröðinni Svartir englar. Lárus heldur sig oftast á ónefndum súlu- stað í höfuðborginni og þykir fátt jafn skemmtilegt og að horfa á fáklæddar stúlkur skaka sér við súluna. Tökur á Svörtum englum hófust í fyrradag en þáttaröðin er byggð á bókum Ævars Arnar Jós- epssonar og verður sýnd á RÚV. Helgi er ekki ókunnugur mönn- um sem hafa lent utanvega í sam- félaginu en hann fór á kostum sem Moli í áðurnefndri Sódómu. Þá, eins og nú, var Óskar Jónasson við stjórnvölinn og Helgi hlakkaði mikið til að endurnýja kynnin við leikstjórann. Reyndar er fleira Sódómufólk sem kemur að gerð Svartra engla því Sigurjón Kjart- ansson skrifar handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Sigurjón lék einmitt einnig stórt hlutverk í Sódómu þar sem rokkhundarnir í HAM fóru á kostum. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst manneskja sem er að reyna að komast áfram í erfiðri veröld og til þess þarf hann að nota marg- vísleg meðul,“ segir Helgi sem var nýkominn til Íslands frá Þýska- landi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Leikarinn og leikhúseig- andinn tekur jafnframt fram að það sé yfirleitt skemmtilegra fyrir sig að fást við persónur sem eru ekki með geislabauginn yfir höfð- inu. „Þær eru oft litríkari og for- vitnilegri en við meðaljónin, því miður,“ segir Helgi og hlær. Hann tekur þó ekki undir þær fullyrð- ingar að hann sé alltaf valinn í hlutverk óþokka í kvikmyndir og leikrit en getur sér til að ef svo er hafi hið vestfirska og harðgerða útlit eflaust eitthvað með það að gera. freyrgigja@frettabladid.is HELGI BJÖRNSSON: TÖKUR HAFNAR Á SVÖRTUM ENGLUM Harðsvíraður Helgi Björns í fylgd nektardansmeyja Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er ekki sú eina sem þeysist um á hlaupahjóli því starfsmenn lög- fræðistofunnar Lex hafa einnig tekið ástfóstri við þetta smáa en knáa farartæki. Stofan flutti í ný og stærri húsa- kynni í Borgartúni 26 föstu- daginn fjórða apríl og til að bregðast við auknu rými hafa tvö rafknúin hlaupahjól verið tekin þar í notkun. „Okkur er svo umhugað að vera snögg til gagnvart kúnnanum og þess vegna þarf að nota allar leiðir til að vera fljótari,“ segir Helgi Jóhannesson, framkvæmda- stjóri hjá Lex, sem hefur sjálf- ur prófað hjólin og líkað vel. „Þetta er samt ekki aðalferða- mátinn hérna heldur var þetta bara í gríni gert.“ Fjörutíu manns starfa hjá hinni ört vaxandi Lex, þar af þrjátíu lögfræðingar, og því eiga nýju húsakynnin eftir að koma að góðum notum. „Það eru allir rosalega hamingjusamir að vera komnir í Wall Street-Íslands eins og Borgartúnið er kallað,“ segir Helgi og hlær. Til að fagna áfanganum hélt Lex opnunarpartí í gær- kvöld þar sem fjölmiðlum og fleiri velunnurum lögfræðistof- unnar var boðið í heimsókn. Hvort boðið hafi verið upp á reynslu- prófun á nýju hlaupahjólunum verður aftur á móti látið liggja á milli hluta. - fb Lögfræðingar á hlaupahjólum HELGI JÓHANNESSON Helgi hefur prófað nýju hlaupahjólin og líkar ferðamátinn afar vel. HLAUPAHJÓL Tvö rafknú- in hlaupahjól eru til taks á lögfræðistofunni Lex í Borgartúni. SKUGGALEGUR Helgi Björns er vígalegur sem undirheimakóng- ur og súlustaðaeig- andi í sjónvarpsþátta- röðinni Svartir englar. „Annan daginn fæ ég mér banana, appelsínu, hörfræolíu og fimm frosin jarðarber, set þetta í blandara og skelli þessu í mig. Hinn daginn skef ég allt úr vatnsmelónu, set það í blandar- ann ásamt steinunum og smá olíu með, hristi þetta saman og drekk.“ Jón Sæmundur Auðarson myndlistar- maður. Menn hafa nýjustu fjárfestingu Kaffi- barsins til marks um það að X-kynslóðin sé að reskjast. Þorsteinn Stephensen og fyrirtækið Hr. Örlygur eiga barinn og þeir hafa nú keypt skiptiborð og barnastól til að hafa við höndina til handa gestum staðarins. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld er duglegur að koma höfundi sínum Yrsu Sigurðardóttur á framfæri víða um heim. Þannig heyrist nú að hann hafi gengið frá samningi um útgáfu á næstu glæpasögu hennar í Þýskalandi en sú bók er ófullgerð og enn án titils. Yrsa situr sveitt við að ljúka bókinni milli þess sem hún sinnir starfi sínu sem verk- fræðingur í Reykja- vík. Hún er nú á upplestrarferð í Þýskalandi, var í Köln í gær og Stuttgart í kvöld. Þó að æskudýrkunin hafi nú um nokkurt skeið verið við lýði hér á landi og víðar virðist reynslan ætla að telja þegar kreppir að. Þetta sýnir sig meðal annars í skoðanakönnun þar sem hlustun á útvarp er mæld með hinum nýja rafræna hætti. Þar sem borið er saman síðdegisútvarp Bylgjunnar og Rásar 2 (vika 16) meðal þeirra sem eru á aldrinum 18 til 49 ára hlusta 70 prósent á Bylgjuna, þar sem einmitt situr við míkróf- óninn gamla brýnið Þorgeir Ástvaldsson, á móti 30 prósent- um sem hlusta á Rás 2. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Hönnun Thelmu Bjarkar Jóns- dóttur verður áberandi í sér- stöku brúðarblaði sem hið virta franska dagblað Le Figaro send- ir frá sér í næsta mánuði. Thelma hannar sérstakar spangir og hár- skraut sem hafa vakið mikla athygli. „Ég veit ekki nákvæm- lega í hvaða formi þetta verður, en þeir eru búnir að biðja um heilmiklar upplýsingar um mig og hönnunina, svo ég á von á að þetta verði ágætis umfjöllun,“ segir Thelma. Hún segir það frábært að kom- ast inn á síður svo víðlesins dags- blaðs. „Ég er líka að selja brúðar- spangir hérna í Le bon marché, svo þetta hjálpar örugglega mikið til,“ segir Thelma, sem hefur þó aðallega hannað brúðar- spangir eftir sérpöntunum. Hún er nú að leggja lokahönd á vor- og sumarlínu sína fyrir næsta ár, en næst á markaðinn er lína hennar fyrir haust og vetur 2008. „Það er dálítið þjóðernis- þema í henni, ég hugsaði svona um prinsessuna í hverri konu og tók fyrir prinsessu hverrar þjóð- ar,“ útskýrir Thelma. Noregs- prinsessan Mette Marit skartaði spöng frá Thelmu við afhend- ingu Nóbelsverðlaunanna í desember síðastliðnum, en Thelma segir það þó ekki hafa verið innblásturinn. „Nei, hug- myndin var nú komin á undan henni,“ segir hún og hlær. „En þetta fléttaðist mjög skemmti- lega saman,“ bætir Thelma við. Hönnun Thelmu má skoða nánar á www.thelma-design.com. - sun Hönnuðurinn Thelma í frönsku stórblaði THELMA DESIGN Hárspangir Thelmu Bjarkar Jónsdóttur hafa vakið mikla athygli. GÓÐ KYNNING Thelma Björk Jónsdótt- ir, hér í showroomi sínu í París, er að vonum ánægð með þá kynningu sem umfjöllun í Le Figaro felur í sér. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.