Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 36

Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 36
 1. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● bílar Keppt verður í sparakstri laugardaginn 3. maí með þátttöku bílaumboða og almennings. Skráning er á heimasíðunum www.fib.is og www.atlantsolia.is. Fjöldinn er takmarkaður en fyrstir koma, fyrstir fá. „Þetta er kjörin laugardagsskemmtun fyrir fjöl- skylduna,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, um sparaksturskeppnina á laugardaginn og undir það tekur Runólfur Ólafsson framkvæmda- stjóri FÍB. „Áhugi fólks á sparnaði eldsneytis hefur eðlilega aukist í þjóðfélaginu eftir hinar gífurlegu hækkanir á bensín- og olíuverði. Því finnst okkur sjálfsagt að gefa almenningi kost á að vera með í keppninni.“ Þeir segja þetta þriðja árið í röð sem FÍB og Atl- antsolía efna til sparaksturskeppni en hingað til hafi einungis bílaumboðin verið með. Nú verður keppt í nokkrum flokkum og verður fjöldi almennra þátttak- enda takmarkaður við sextíu. Að sögn Huga og Runólfs hefst almenningskeppn- in við Atlantsolíu á Bíldshöfða klukkan 12 á hádegi á laugardag en tveimur tímum fyrr er ræst í keppni umboðanna. Allir eiga að vera búnir að skrá sig fyrir klukkan 13 á föstudag og kostar þátttaka 1.800 kr. fyrir almenning en 1.300 fyrir dælulyklahafa AO og félaga FÍB. Ekið er um Mosfellsdal, Mosfellsheiði og Grafning að Nesjavallavirkjun, Úlfljótsvatni og niður á Selfoss, út á Óseyrarbrú og um Þrengslin til Reykjavíkur. „Fyrsti bíll fer af stað klukkan tólf,“ segir Hugi. „Svo er ræst til brottfarar með mínútu millibili eins og í öðrum ökukeppnum. Þannig fer síðasti bíll klukkutíma á eftir þeim fyrsta ef sextíu mæta.“ Spurður hvort sömu röð verði haldið allan tímann svarar hann. „Auðvitað er hægt að taka fram úr en ég hugsa að menn haldi í heiðri helstu gildi sparaksturs og fari ekkert að tæta.“ Runólfur tekur fram að tímarammi tryggi að ekið verði á löglegum og eðlilegum hraða. „Ef menn brjóta tímarammann fá þeir refsistig og líka ef þeir verða uppvísir að umferðarlagabrotum eða óeðlilegu aksturslagi,“ upplýsir hann en bætir við að til mikils sé að vinna því veitt verði verðlaun í hverjum flokki og vegleg verðlaun hreppi sá sem ekur hringinn á fæstum lítrum. Keppt er bæði í bensín- og dísilflokkum, auk mótor hjólaflokks en Runólfur segir tvinnbílana (sem nota bæði bensín og rafmagn) ekki fá sérstak- an flokk þar sem rafmagnið nýtist einkum í innan- bæjarakstri. Hann segir bílaumboðin sífellt leggja meiri áherslu á hagkvæmni sinna ökutækja og þar með svara kröfum kaupenda. „Ég á von á því að bíla- floti landsmanna breytist á næstu árum og við sjáum meira af minni og sparneytnari bílum en þeim sem nú eru í aðalhlutverkum á götunum.“ - gun Ræst með mínútu millibili Hugi og Runólfur bregða á leik og látast dæla bensíni í verðlaunabikarinn sem heppinn þátttakandi sparaksturs- keppninnar hlýtur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ofurbíllinn Ford GT var ræstur fyrstur í fyrra eftir að hafa fengið eldsneyti eins og aðrir. Þá er hafður kubbur undir afturhjóli til að tryggja að tankurinn fyllist. Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur bætt Hyundai Genesis Coupe við framleiðslu sína. Bíllinn var kynntur í New York í síðasta mánuði og gefur að sögn framleiðenda lúxusbílum á borð við Audi A5 og 3-línu BMW ekkert eftir. Hann er búinn afturhjóladrifi og kraftmikilli V8 vél og er talinn gefa tóninn um þann sess sem framleiðendur vilja að Hyundai skipi í augum bílakaupenda. Hönnun bílsins hefur lítið breyst frá því að hann var fyrst kynntur til sögunnar sem hugmyndabíll í Detroit fyrr á þessu ári. Innréttingarnar eru svipaðar þeim sem eru í nýrri bílum frá Hyundai en eru þó með mun sportlegra sniði en áður ásamt bólstruðum sætum. Bíllinn er einnig hlaðinn aukabúnaði á borð við fjarstart og USB-tengi fyrir tónlist úr tölvum og tónlistarspilurum. - ve Lúxusbíll frá Hyundai Hyundai Genesis Coupe gefur lúxusbílum á borð við Audi A5 og 3-línu BMW ekkert eftir að sögn framleiðenda. BMW fagnaði nýlega þrjátíu ára afmæli hins fræga M1-sportbíls með því að kynna nýjan hugmyndabíl, BMW M1 Homage. Bíllinn er tveggja sæta og að mestu leyti byggður á sömu hugmynda- fræði og hinn upprunalegi M1, með vélinni fyrir miðju. Chris Bangle, yfirhönnuður BMW, segir hinn nýja M1 Homage sam- eina gæðahönnun og tækni nútímans. Þrátt fyrir að vélin hafi verið sett í miðju bílsins segja talsmenn BMW ólíklegt að það verði gert í öðrum bílum frá þeim. Frekar sé litið á þetta sem æfingu í hönnun. Hinn upprunalegi BMW M1 Coupe var handsmíðaður í verksmiðjum BMW á árunum 1978 til 1981 og voru ekki nema 456 bílar framleiddir. Þeir hafa lengi verið goðsagnakenndir í augum bíla áhugamanna. - ve Til heiðurs BMW M1 BMW M1 Homage er hugmyndabíll sem var hannaður í tilefni af 30 ára afmæli BMW.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.