Fréttablaðið - 01.05.2008, Page 63

Fréttablaðið - 01.05.2008, Page 63
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 43 Courteney Cox og eiginmaður hennar, David Arquette, reyna nú að eignast annað barn með glasafrjóvg- un. Fyrir eiga þau dótturina Coco, sem nú er þriggja ára. Heimildir herma að David hafi viljað reyna að byrja fyrr, en Courteney hafi enn verið útkeyrð eftir fyrri tilraunir. „Ég var í tilfinn- ingalegu uppnámi. Ég geri þetta væntanlega einu sinni enn,“ sagði leikkonan um þær tilraunir. Pamela Anderson er loks orðin bandarískur ríkisborg- ari, en hún er borin og barnfædd í Kanada. „Að vera ríkisborgari er spennandi, ekki bara af því að ég má kjósa, heldur af því að ég get barist fyrir réttindum dýra á Capitol Hill,” segir leik- konan, sem segir það hafa verið sitt fyrsta verkefni sem ríkisborgari að leggja PETA liðsinni í mótmælum gegn ómannúðlegri meðferð á dýrum. Pete Doherty notar tímann í fangels- inu vel, en hann hefur tekið upp á því að stúdera Kóraninn. Doherty ku hafa beðið um enska þýð- ingu á þessari helgu bók eftir að hann var settur í einangr- un. Vinur rokkarans kveðst hissa á því hversu rólegur Doherty sé orðinn og segir hann hafa mikinn áhuga á skrif- unum. Chris Martin, söngvari Coldplay, segist hafa reynt allt sitt til að gera væntanlega plötu bandsins, Viva La Vida Or Death And All His Friends, þannig að ungling- ar þyrftu ekki að skammast sín fyrir að viðurkenna að þeir hlustuðu á Coldplay. „Von- andi verður þeim ekki strítt of mikið – það er eiginlega hvatningin. Ég vil að það sé í lagi að hlusta á Coldplay,“ sagði Martin. FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Gary Dourdan, sem leik- ur Warrick Brown í glæpaþáttun- um vinsælu CSI, hefur verið hand- tekinn fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Lögreglan kom að hinum 41 árs Dourden sofandi í bíl sínum í Kaliforníu og fann þar jafnframt kókaín, heróín og alsælu, auk nokk- urra löglegra lyfja. Leikarinn var handtekinn og þurfti að dúsa í fimm klukkutíma í fangelsi þar til honum var sleppt gegn tryggingu. Dourdan sló fyrst í gegn í þáttun- um A Different World sem byggð- ust að nokkru leyti á hinum vinsælu þáttum The Cosby Show. Talið er að hann hætti í CSI í maí eftir að átt- undu þáttaröðinni lýkur. CSI-stjarna handtekin GARY DOURDAN Dourdan er í slæmum málum eftir að hafa verið tekinn með eiturlyf í fórum sínum. Íslenskir sem erlendir Eurovision- aðdáendur hafa frest til föstudags til að senda inn myndbönd á heima- síðuna Youtube.com/eurovision með eigin útgáfu af einu af þeim 43 lögum sem taka þátt í keppn- inni í ár. Þeir sem ætla sér að taka þátt þurfa því að hafa hraðar hendur en þegar hafa tveir keppendur sent inn sína útgáfu af íslenska laginu This Is My Life. Í verðlaun er myndbandsupptökuvél og net- spjall við Marija Serifovic, hinn serbneska sigurvegara Eurovision frá síðasta ári. Sigurvegarinn verður kynntur 19. maí, daginn áður en fyrra undanúrslitakvöldið verður haldið. Frestur að renna út EUROBANDIÐ Lag Eurobandsins, This Is My Life, tekur þátt í Eurovision í ár. N O R D IC PH O TO S/G ETTYIM A G ES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.