Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50003. maí 2008 — 120. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG LAUGARDAGUR FORDÓMAR GEGN FEITUM Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur ræðir um skömm fólks á eigin líkama og and- svar við megrunaráróðrinum 34 UTANRÍKISMÁL Enginn kostnaður hefur verið bókfærður á fram- boð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna ráðstefnuhalds, áheyrn- araðildar að Afríkusamband- inu, ferðalaga ráðamanna eða nýrra sendiráða, þrátt fyrir að allt nýtist þetta framboðinu. Áætlað er að kostnaður vegna framboðsins muni nema um 350 milljónum króna, frá árinu 2001. Í þeirri tölu er svo til eingöngu kostnaður við að efla starfsemi fastanefndar Íslands hjá höfuð- stöðvum SÞ í New York og við kosningastjóra framboðsins. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir kostnað vegna framboðsins þröngt skilgreindan. Augljóst sé að kostnaðurinn sé stórlega van- metinn. Hann nefnir sem dæmi ráð- stefnu sem haldin var í samstarfi við erlenda aðila á Barbados yfir páskana. Kostnaður íslenska rík- isins vegna ráðstefnunnar fellur undir þróunarsamvinnu, þótt óumdeilt sé að hún hafi gagnast framboðinu vel. Fréttablaðið ósk- aði eftir upplýsingum um kostnað við ráðstefnuna en fékk ekki. Þá nefnir Jón óþörf sendiráð sem opnuð hafi verið á undan- förnum árum, til dæmis í Suður- Afríku, í Japan og á Indlandi. Kristín Árnadóttir, kosninga- stjóri framboðsins, hafnar því að kostnaður sé vanmetinn. Ráð- stefnan á Barbados hafi verið hluti af þróunarsamvinnu, þótt hún hafi vissulega nýst framboð- inu. Þá eru ferðir ráðamanna ekki ákveðnar vegna framboðsins, heldur þær ferðir sem hvort eð er væru farnar nýttar í þágu þess, segir Kristín. Austurríkismenn segjast ekki eyða neinu aukalega í framboðið, en þeir skilgreina kostnað með svipuðum hætti og íslensk stjórn- völd. Tyrkir eru sagðir ætla að eyða andvirði 3,7 milljarða króna, en þeir gáfu ekki kost á viðtali vegna framboðsins. - bj / sjá síðu 16 Framboðskostnaður stórlega vanmetinn Utanríkisráðuneytið telur að kostnaður vegna framboðs Íslands til öryggisráðs SÞ verði um 350 milljónir. Kostnaðurinn þröngt skilgreindur segir þingmaður. Ráðstefna á Barbados fellur undir þróunarsamvinnu þótt hún gagnist framboði. SKOÐANAKÖNNUN Lagið Draumur um Nínu eftir Eyjólf Kristjánsson þykir besta Eurovisionlag Íslands. Þetta er niðurstaða skoðanakönn- unar Fréttablaðsins. Þrjú lög skáru sig úr í könnuninni, Nína, All out of Luck og Gleðibankinn. Nína fær jafnan stuðning allra landsmanna, en ef landsbyggðin fengi að ráða væri Gleðibankinn bestur. Fengju stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar hins vegar einir að ráða hefði All out of Luck sigrað. - glh / sjá síðu 36 Könnun Fréttablaðsins: Nína er besta Eurovisionlagið FÓLK Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal lenti í kröppum dansi í fót- boltaferð sinni á Englandi fyrir skömmu. Auðunn, sem er aðdáandi Manchester United, sat í stúku Chel- sea-aðdáenda á heimavelli þeirra, Stamford Bridge, þegar hann gerði þau mistök að fagna jöfnunarmarki sinna manna gegn Chelsea. „Ég fagnaði og þá ætluðu einhverjir tjallar að ráðast á mig. Þannig að ég sá ekki þegar Chelsea komst í 2-1. Ég var skíthræddur og hélt það ætti að drepa mig. Það var einn sem ætl- aði að slá til mín,“ segir Auðunn. Honum var í framhaldinu fylgt í burtu af öryggisvörðum. „Ég fagn- aði, en samt ekki hátt. Ég stóð ekki upp og öskraði ekki neitt en það sást að ég var ánægður. Þeir fyrir fram- an mig sáu það og öskruðu á mig og þá tók öll stúkan við sér.“ - fb / sjá bls 54 Auðunn Blöndal í vanda: Fylgt út af Stamford Bridge AUÐUNN BLÖNDAL Sjónvarpsmaður- inn geðþekki lenti í honum kröppum í fótboltaferð á Englandi. Sendiherra efnir til veislu í Belgrad Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra í Svíþjóð, kemur að skipulagningu mikillar Íslandsveislu fyrir þátttakendur Eurovision-keppninnar í Serbíu. FÓLK 54 Stærsta bíla- og mótor- sportsýning Íslandssögunnar Föstudag: 16:00 - 21:00 Laugardag: 11:00 - 21:00 Sunnudag: 11:00 - 19:00 Opnunartími: 2.-4. maí í Fífunni Kópavogi LÍFSGÆÐI Á LANDSBYGGÐINNI „Ég fann son minn að skera hákarl á hafnar- bakkanum. Ætli ég hefði ekki fundið hann í bolta- sundlaug í Kringlunni ef við hefðum verið í Reykjavík,“ segir Grímur Atlason. HELGARVIÐTAL 30 VÍÐA EINHVER VÆTA Í dag verða norðaustan 8-13 m/s norðvestan til annars hægari. Dálítil væta á víð og dreif í dag, síst á Norðausturlandi. Hiti 4-14 stig, svalast á Vestfjörðum. VEÐUR 4 12 11 10 8 4 BJÖRGUN „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar snjórinn brotnaði undan mér var: ég er dauð!“ segir María Hrönn Magnúsdóttir sjúkraliði, sem varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hún féll um tuttugu metra niður sprungu á Eyjafjallajökli á fimmtudag. María var ásamt farþegum níu annarra bíla í jeppaleiðangri á jöklinum, og þegar komið var að Goðasteini þurfti hún að bregða sér afsíðis. Skyndi- lega brotnaði snjór undan fótum hennar og skautaði hún um tuttugu metra niður sprunguvegginn þar til hún stöðvaðist loks á syllu. María hrópaði á hjálp en enginn heyrði í henni. Varð henni til happs að hafa á sér talstöð sem hún notaði til að ná sambandi við aðra meðlimi hópsins. Jepparnir voru búnir köðlum, sem notaðir voru til að hífa Maríu úr sprungunni. „Ég var svo ánægð að sleppa heil út úr þessu að mér datt ekki annað í hug en að skella í mig einni verkjatöflu og halda ferðinni áfram. Það var ekki fyrr en ég kom heim að ég fann fyrir eymslum.“ - kg María Hrönn Magnúsdóttir slapp ótrúlega vel úr þrekraun á Eyjafjallajökli: Féll 20 metra niður sprungu UPP ÚR SPRUNGUNNI Ferðafé- lagar Maríu Hrannar Magnús- dóttur náðu að hífa hana upp úr 20 metra djúpri sprungu á Eyjafjallajökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.