Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.05.2008, Qupperneq 16
16 3. maí 2008 LAUGARDAGUR Fréttaskýring: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ 3. hluti Misjöfn fjárútlát í framboði Áætlað er að kostnaður Íslands vegna framboðs til öryggisráðs SÞ verði samtals um 350 milljónir króna. Tyrkir eru sagðir eyða tí- falt meira, en Austurríkismenn segjast ekki eyða neinu. Ríkin skilgreina kostnað vegna framboðsins þröngt, og taka ekki kostnað við ráðstefnuhöld og ferðalög ráðamanna með í reikninginn. Fjárútlát skipta ekki höfuðmáli í baráttunni, segja sérfræðingar. ÞRIÐJA GREIN AF FIMM Á mánudag: Öryggisráðið – Hlutverk, starfsemin og breytingar FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Fijieyjar Tonga Kamerún SalómnonseyjarBúrúndí Líbería Síerra Leóne Svartfjallaland Madagaskar Saó Tomé og Prinsípe Sankti Lúsía Austur Kongó Brunei Darússalam Haítí Fílabeins- ströndin Kíribati Túvalú Djíbútí Gabon Gævana Benín Vestur Kongó Tógó Súrínam KómoreyjarSamóa Palá Máritanía Erírea Gínea-Bissá Míkrónesía Vanúatú Bólivía Hondúras Gínea Laos Papúa Nýju Gíneu Sambía Malí Belís Dóminíka Sankti Vinsent og Grenadíneyjar Miðbaugs- Gínea Rúanda Gambia Senegal Sýrland Sankti Kristófer og Nevis Tsjad Afganistan Paragvæ Líbía Antígva og Barbúda Naurau Máritíus Ekvador Austur-Tímor Sameinuðu Arabísku Furstadæmin Dóminíska lýðveldið 2008 2007 2006 2005 2004 2003 Ekki stjórnmálasamband Burma Bútan Mið-Afríkulýðveldið Mónakó Simbabve Trinidad og Tóbago ■ Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu fimm árum tekið upp stjórn- málasamband við 59 ríki, að meðaltali um tólf á ári. ■ Það er talsverð aukning frá fimm ára tímabilinu þar á undan, þegar tekið var upp samband við samtals tólf ríki, eða tvö til þrjú á ári. ■ Frá því Ísland bauð sig fram til setu í öryggisráðinu hefur verið tekið upp samband við 75 aðildarríki SÞ. ■ Ísland hefur nú tekið upp stjórnmálasamband við öll ríki SÞ utan við sex. Það eru Burma (Myanmar), Bútan, Mið-Afr- íkulýðveldið, Mónakó (aðeins ræðissamband), Simbabve og Trinidad og Tóbago. ■ Ekki er hægt að segja að Ísland hafi stofnað til stjórnmálasam- bands við ríki vegna öryggis- ráðsframboðsins, þó framboðið sé ákveðinn hvati, segir Kristín Árnadóttir, kosningastjóri fram- boðs Íslands. ■ Ekki hefur verið mikill kostnaður því samfara að taka upp sam- band við ríkin. Sendiskrifstofa Íslands hjá SÞ í New York hefur séð um samningana. STJÓRNMÁLASAM- BAND VIÐ 59 RÍKI Á FIMM ÁRUM ■ Heildarútgjöld utanríkisráðu- neytisins hafa fjórfaldast á tíu árum. Á fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir 11,8 milljarða króna útgjöldum. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 53 prósent. ■ Á þriggja ára tímabili, frá árinu 2005, hafa útgjöldin farið úr 6,7 milljörðum í 11,8, sem er aukning um 76 prósent. Á sama tíma hefur vísitalan hækkað um 18 prósent. ■ Þingmaður Frjálslynda flokks- ins, segur útgjaldaaukningu ráðuneytisins á undanförnum árum benda til þess að dulinn kostnaður vegna öryggisráðs- framboðs Íslands sé mun meiri en stjórnvöld vilji gefa upp. ■ Kostnaður við sendiráð Íslands hefur þróast tvöfaldast á tíu ára tímabili. Árið 1999 var kostn- aðurinn 961 milljónir, en í ár er gert ráð fyrir 1,9 milljörðum vegna þeirra. ■ Framlög Íslands til þróunar- mála, þar með talið rekstur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, hefur því sem næst áttfaldast á síðustu tíu árum. Framlögin voru 381 milljónir árið 1999, en verða um 3 milljarðar í ár. ■ Við útreikninga er miðað við tölur úr fjárlagafrumvörpum. ÚTGJÖLD RÁÐUNEYTISINS AUKIST HRATT 12 10 8 6 4 2 0 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 Heildarútgjöld ráðuneytisins Sendiráð Íslands Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi X 10 00 m ill jó ni r kr ón a „Peningar skipta alltaf máli,“ segir Swadesh M. Rana, sérfræðingur í málefnum SÞ hjá World Policy Ins- titute, spurð hvort það skipti máli hversu miklu ríki eyði í framboðið. Þar eigi svipað við og hjá forseta- frambjóðendum í Bandaríkjunum. Ríki geta leyft peningum að skipta miklu máli ef þau vilja, segir Colin Keating, forstjóri Security Council Report. Ef tvö ríki keppi og bæði reyni að kaupa sér sæti í ráðinu með gjöfum og tilboðum sé líklegt að það ríki sem leggi til mest fé vinni. Á hinn bóginn geti ríki lýst því yfir að það stundi ekki slíkan fjáraustur þar sem það sé gegn stefnu landsins, og breytt þannig leikreglunum. Það hafi til dæmis gerst þegar Dóminíska lýðveldið og Kosta Ríka kepptust um sæti í fyrra. Dómin- íska hafi lagt mikið fé í baráttuna, öfugt við Kosta Ríka, en ekki haft erindi sem erfiði þegar kom að kosningum í ráðið. „Þær upphæðir sem ríkin eyða í baráttuna skiptir ekki höfuðmáli. En ríki sem keppir við annað ríki sem leggur til mikið fé verður að berjast gegn því með mjög skipu- lögðum hætti,“ segir Keating. „Almennt séð skipta peningar aðeins máli hjá litlum hluta ríkja,“ segir Lars Faaborg-Andersen, sendiherra og annar fastafulltrúi Danmerkur hjá SÞ. Ríki vilji auðvit- að að þeir sem fá þeirra stuðning hafi skilning á sjónarmiðum þeirra, og styðji þeirra málstað í ákveðn- um málaflokkum. Því skipti stefna ríkis, til dæmis í þróunarmálum, miklu. „Maður skyldi þó ekki vanmeta áhrifamátt þess að geta eytt peningum í baráttunni,“ segir hann. HÆGT AÐ BREYTA LEIKREGLUNUMÍ slensk stjórnvöld áætla í dag að framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna muni kosta um 350 milljónir króna, talið frá árinu 2001. Það er um þriðjungur af þeim eina milljarði sem talað var um fyrir nokkrum árum að framboðið myndi kosta. Obbinn af kostnaði Íslands vegna framboðsins fór í að fjölga starfsmönnum á skrifstofu íslensku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Sérfræðingar í kosningum í ráð og nefndir SÞ segja það afar mik- ilvægt, þar sem starfsemin í höf- uðstöðvum SÞ geti verið lykillinn að sigri, sé rétt að henni staðið. Lítill hluti til viðbótar fór í að greiða laun framkvæmdastjóra framboðsins, og aðra starfsemi hér á landi. Ísland keppir við Austurríki og Tyrkland um tvö laus sæti í örygg- isráðinu árin 2009 til 2010. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í ræðu á Alþingi 8. apríl síðastliðinn að mikil vinna hafi átt sér stað í sam- ræmingu utanríkisþjónustunnar. Þá hafi milliríkjasamskipti Íslands „aukist umtalsvert“, og þau hafi verið nýtt til stuðnings framboð- inu. Enginn kostnaður vegna þess- ara auknu umsvifa eru færð í bók- hald framboðsins, þó óumdeilt sé að þau skipti miklu máli. Þá mætti nefna ráðstefnu sem íslensk stjórnvöld, í samvinnu við erlenda aðila, stóðu fyrir á Barba- dos nú um páskana. Þar var rennt stoðum undir þróunarsamvinnu í Karíbahafinu, enda fulltrúum sex- tán eyríkja í Karíbahafi boðið til ráðstefnunnar. Í samtali Frétta- blaðsins við Kristínu Árnadóttur, kosningastjóra framboðs Íslands, sagði hún að til stæði að ræða við fulltrúa ríkjanna til að kynna Ísland og undirbyggja öryggis- ráðsframboðið. Okkar maður í Addis Ababa „Það þarf að horfa í auknum mæli til þessara ríkja og við höfum ekki dulið þau þess að við erum í fram- boði,“ sagði Kristín í samtali við Fréttablaðið í mars. Fréttablaðið óskaði eftir því að fá gefinn upp kostnað Íslands vegna ráðstefnunnar á Barbados. Talsmaður utanríkisráðuneytisins hafnaði því, en segir upplýsing- arnar ekkert leyndarmál. Mikil vinna væri því samfara að ná þeim út úr bókhaldinu og ráðuneytinu ekki skylt að leggja í slíka vinnu. Í ræðu Ingibjargar Sólrúnar í apríl kom einnig fram að Ísland hafi fengið áheyrnaraðild að Afr- íkusambandinu. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Kaupmanna- höfn, verður sérstakur fulltrúi, með aðsetur í Addis Ababa í Eþíóp- íu „næstu mánuðina“. Það mun meðal annars gagnast framboði Íslands til öryggisráðsins, sagði Ingibjörg. Þá hefur Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, greint frá því að hann hafi á sex eða sjö mánuð- um fundað með fulltrúum yfir 100 ríkja, þjóðhöfðingjum, ráðamönn- um, sendiherrum og öðrum. Spyrja má hvers vegna enginn hluti kostnaðar við ferðalög ráða- manna, ráðstefnur, aðild að Afr- íkusambandinu, fundi forseta Íslands og fleira sé færður á kostn- aðarlið framboðsins; hvort kostn- aður við framboðið sé of þröngt skilgreindur. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, er ekki í vafa um að svo sé. Kostnaðurinn við framboðið sé vafalaust mun hærri en stjórnvöld haldi fram. Þess sjái til að mynda stað í sífellt hækkandi útgjöldum utanríkis- ráðuneytisins. Hann segir ráðstefnuna á Bar- bados skýrasta og nýjasta dæmið um það að lagt sé í kostnað, að mestu vegna framboðsins, sem færður sé á aðra kostnaðarliði. Annað dæmi sé sendiráðavæð- ing undanfarinna ára. Stofnuð hafi verið sendiráð í Suður-Afríku, á Indlandi og í Japan, sem séu alger- lega óþörf. Enginn kostnaður vegna þeirra sé færður á framboð til öryggisráðsins, en ekki sé hægt að skýra tilurð þeirra með öðrum hætti en vegna framboðsins. Nýtist í þróunarsamvinnu Kristín Árnadóttir hafnar þessu alfarið. Hún segir að kostnaður við ráðstefnuna á Barbados hafi til að mynda fallið undir þróunar- samvinnu. Aukin milliríkjasam- skipti komi ekki til vegna fram- boðsins, heldur séu þau nýtt í þágu framboðsins þegar því verði við komið. Í stað þess að fara sérstak- ar ferðir til að kynna framboðið sé tækifærið notað í þeim ferðum sem farnar eru af öðru tilefni. Á móti má segja að aukinn kostnaður við skrifstofu Íslands hjá SÞ í New York, sem skrifaður er á framboðið, eigi í raun ekki allur heima þar. Fjölgun starfs- manna þar nýtist til að sinna öðrum verkefnum. Það sé engu að síður reiknað sem framboðskostn- aður, sem orki tvímælis. Kristín bendir einnig á að nú sé verið að leita leiða til að auka þátt- töku í þróunarstarfi til að efna skuldbindingar um að þróunar- samvinna verði 0,7 prósent af vergri þjóðarframleiðslu. Vinna sem lagt er í vegna framboðsins nýtist vel í því starfi. Austurríkismenn virðast skil- greina kostnað með svipuðum hætti. „Við höfum ekki eytt neinu í framboðið,“ segir Hans Winkler, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytis Austurríkis. „Allt sem við gerum er hluti af venjulegu þró- unarsamstarfi, hluti af venjuleg- um ráðstefnum og ferðalögum. Við eyðum ekki peningum umfram það sem við gerum venjulega.“ Austurríki hefur í gegnum tíð- ina haldið mikið af ráðstefnum um ýmis málefni, og líta stjórnvöld þar svo á að ekki hafi verið lagt í sérstök verkefni vegna framboðs- ins eins. Taka verður þeirri fullyrðingu með fyrirvara, jafnvel þó Austur- ríki sé með gríðarsterka utanrík- isþjónustu. Austurrísk stjórnvöld hafa haldið ráðstefnur um málið víða. Spyrja má hvort þær hefðu verið haldnar ef ekki hefði verið fyrir framboðið, og ef ekki, hver kostnaðurinn var. Geta eytt 3,7 milljörðum Fulltrúar Tyrklands vildu ekki veita viðtal um framboðið. Ýmsar sögur ganga um að Tyrkland eyði miklu fé í kosningabaráttunni. Sérfræðingar telja líklegt að Tyrk- ir hafi lagt til hliðar um 50 milljón- ir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,7 milljarða króna, eingöngu vegna framboðsins. Þeir ætla að bæta við ellefu sendiráðum í ríkj- um Afríku, og eru mjög áberandi í höfuðstöðvum SÞ í New York. Lönd sem Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við á síðustu fimm árum, flokkuð eftir því á hvaða ári stofnað var til sambandsins. TEKIÐ UPP STJÓRN- MÁLASAMBAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.