Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun „Við bjuggum í Japan í nokkur ár áður en við komum aftur til Íslands,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir, lista- kona og förðunarmeistari. Hún og eiginmaður henn- ar, Peter Rittweger, sem starfar í þýska sendiráðinu, og synir þeirra hafa búið víða um heim. Auk Japans hafa þau meðal annars átt heima í Ríga í Lettlandi og Berlín í Þýskalandi. Heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur ber þess skýr merki. „Ég verð að játa að þegar maður flyst heimshorna á milli er ekki annað hægt en að verða fyrir áhrifum víðs vegar að. Uppáhaldshornið mitt á heimilinu kalla ég einmitt Asíuhornið,“ segir Svanhvít og bætir við að þar geymi hún sínar skrautlegu og litríku grímur. „Ég hef alltaf haft gaman af grímum og á ferðalögum í Asíu hef ég notað tækifærið og viðað að mér hinum ýmsu gerðum af þeim. Þegar ég bjó í Japan gerði ég mikið af því að fara á flóamarkaði á sunnudögum, þar sem ég gramsaði og fann hina ýmsu hluti, eins og sérstaka geisjuhárkollu.“ Í Asíuhorni Svanhvítar er líka að finna skærlitar pull- ur, grænar og rósableikar, sem dregnar eru fram í stofu þegar marga gesti ber að garði. Þær eru gjöf frá kór- eskri vinkonu sem Svanhvít eignaðist í Japan. Við hlið einnar grímunnar er lampi keyptur í Kóreu. Skemmti- leg hvít kúluljós fengin í Kína er líka að finna í íbúð- inni. „Ég er mikið fyrir ljós, enda á ég mikið af lömp- um og finnst gott að kveikja á kertum. Loftljós nota ég hins vegar lítið sem ekkert,“ nefnir Svanhvít og bend- ir á kertastjaka í glugganum, sem eru upphaflega staup sem fengin voru í Tallinn í Eistlandi. Svanhvít segist annars leggja mikið upp úr því að skapa hlýlega stemningu á heimilinu og gerir mikið af því að blanda saman gömlum og nýjum munum. Sófa- settið í stofunni er þannig í nýlendustíl en Svanhvít segir það svo þægilegt að þeir sem fá sér sæti eigi erfitt með að standa aftur á fætur. Málverk eftir lista- konuna sjálfa prýða síðan veggi heimilisins, en hún hefur haldið myndlistarsýningar bæði í Berlín og Japan. - vg Austræn áhrif í Vesturbænum ● Svanhvít Valgeirsdóttir, listakona og förðunarmeistari, hefur viðað að sér fallegum og framandi munum víðs vegar að úr heiminum. Svanhvít ásamt fjölskyldunni, manni sínum Peter og sonunum Daníel og Róbert. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sófasettið er í skemmtilegum nýlendustíl. Svanhvít leggur mikið upp úr hlýlegu heimili eins og sést til dæmis á eldhúsinu sem er bæði fallegt og bjart. Svarthvítar gólfflísar á baðherberginu eru alltaf klassískar eins og hér sést. Stofan er búin fallegum munum víða að úr heiminum. Lampi frá Kóreu, veggljós frá Kína og staup fengin í Eistlandi. Listaverk eftir húsfreyjuna prýða veggi heim- ilisins. Kynntu þér nýjustu straumana í dönskum og alþjóðlegum arkitektúr og hönnun – og njóttu danska vorsins! Arkitektúr- og hönnunardagar í Kaupmannahöfn www.icelandexpress.is með ánægju Wonderful Copenhagen stendur fyrir arkitektúr- og hönnunardögum í Kaupmannahöfn, dagana 16.–18. maí. Í boði eru um 60 viðburðir, m.a. innlit á frægar arkitektastofur, partý í metró-hjólageymslunni, kynning á götumenningarhúsinu StreetMekka og kynnisferð um nýja Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Ókeypis er inn á viðburðina. Dagskrá er að finna á www.cphadd.com Bókaðu núna! 3. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.