Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 40
● heimili&hönnun
„Við bjuggum í Japan í nokkur ár áður en við komum
aftur til Íslands,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir, lista-
kona og förðunarmeistari. Hún og eiginmaður henn-
ar, Peter Rittweger, sem starfar í þýska sendiráðinu, og
synir þeirra hafa búið víða um heim. Auk Japans hafa
þau meðal annars átt heima í Ríga í Lettlandi og Berlín í
Þýskalandi. Heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur ber
þess skýr merki.
„Ég verð að játa að þegar maður flyst heimshorna
á milli er ekki annað hægt en að verða fyrir áhrifum
víðs vegar að. Uppáhaldshornið mitt á heimilinu kalla
ég einmitt Asíuhornið,“ segir Svanhvít og bætir við að
þar geymi hún sínar skrautlegu og litríku grímur. „Ég
hef alltaf haft gaman af grímum og á ferðalögum í Asíu
hef ég notað tækifærið og viðað að mér hinum ýmsu
gerðum af þeim. Þegar ég bjó í Japan gerði ég mikið
af því að fara á flóamarkaði á sunnudögum, þar sem
ég gramsaði og fann hina ýmsu hluti, eins og sérstaka
geisjuhárkollu.“
Í Asíuhorni Svanhvítar er líka að finna skærlitar pull-
ur, grænar og rósableikar, sem dregnar eru fram í stofu
þegar marga gesti ber að garði. Þær eru gjöf frá kór-
eskri vinkonu sem Svanhvít eignaðist í Japan. Við hlið
einnar grímunnar er lampi keyptur í Kóreu. Skemmti-
leg hvít kúluljós fengin í Kína er líka að finna í íbúð-
inni. „Ég er mikið fyrir ljós, enda á ég mikið af lömp-
um og finnst gott að kveikja á kertum. Loftljós nota ég
hins vegar lítið sem ekkert,“ nefnir Svanhvít og bend-
ir á kertastjaka í glugganum, sem eru upphaflega staup
sem fengin voru í Tallinn í Eistlandi.
Svanhvít segist annars leggja mikið upp úr því að
skapa hlýlega stemningu á heimilinu og gerir mikið af
því að blanda saman gömlum og nýjum munum. Sófa-
settið í stofunni er þannig í nýlendustíl en Svanhvít
segir það svo þægilegt að þeir sem
fá sér sæti eigi erfitt með að standa
aftur á fætur. Málverk eftir lista-
konuna sjálfa prýða síðan veggi
heimilisins, en hún hefur haldið
myndlistarsýningar bæði í Berlín
og Japan. - vg
Austræn áhrif í Vesturbænum
● Svanhvít Valgeirsdóttir, listakona og förðunarmeistari, hefur viðað að sér fallegum og framandi munum víðs vegar að úr heiminum.
Svanhvít ásamt fjölskyldunni, manni sínum Peter og sonunum
Daníel og Róbert. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Sófasettið er í skemmtilegum nýlendustíl.
Svanhvít leggur mikið upp úr hlýlegu heimili eins og sést til
dæmis á eldhúsinu sem er bæði fallegt og bjart.
Svarthvítar gólfflísar á baðherberginu eru alltaf klassískar eins og hér sést.
Stofan er búin fallegum munum víða að úr heiminum.
Lampi frá Kóreu, veggljós frá Kína og staup
fengin í Eistlandi.
Listaverk
eftir húsfreyjuna
prýða veggi heim-
ilisins.
Kynntu þér nýjustu straumana í dönskum og alþjóðlegum
arkitektúr og hönnun – og njóttu danska vorsins!
Arkitektúr- og hönnunardagar
í Kaupmannahöfn
www.icelandexpress.is
með ánægju
Wonderful Copenhagen stendur fyrir arkitektúr- og hönnunardögum
í Kaupmannahöfn, dagana 16.–18. maí. Í boði eru um 60 viðburðir,
m.a. innlit á frægar arkitektastofur, partý í metró-hjólageymslunni,
kynning á götumenningarhúsinu StreetMekka og kynnisferð um nýja
Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Ókeypis er inn á viðburðina.
Dagskrá er að finna á www.cphadd.com
Bókaðu
núna!
3. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6