Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 42
● heimili&hönnun
Nú þegar sumarið er gengið í
garð getur verið gaman að breyta
aðeins til heima hjá sér. Með því
að skipta út púðum í stofunni, sól-
stofunni eða sjónvarpsherberg-
inu er hægt að lífga upp á um-
hverfið fyrir lítinn pening.
Hægt er að fá púða í líflegum
litum og fallegum mynstrum
í anda sumarsins og þannig
hvíla þá púða sem við höfum
verið með yfir veturinn.
Á myndinni hér að ofan
hefur stílistinn Selina
Lake raðað saman bleikum,
bláum og grænum púðum í
bland við blómaábreiður og
grænar greinar. Stemningin
er suðræn og seiðandi og gæti
sams konar andlitslyfting á
norðlægari slóðum fleytt fólki
hálfa leið suður á bóginn.
Fyrir þá sem vilja taka púða-
málin skrefinu lengra er hægt
að fá alls kyns sessur fyrir garð-
stóla, bekki og borðstofustóla
og á augabragði er kominn nýr
svipur á heildarmyndina.
Púðar í sumarlegum litum geta lífgað mikið upp á umhverfið. Hér hefur stílistinn
Selina Lake raðað saman bleikum, bláum og grænum púðum í bland við ábreiður.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hverju vori fylgir sumar eins og sungið
var um í gömlum texta. Þar kom reyndar
ekkert fram um að sumrinu fylgdu garð-
veislur eða að minnsta kosti kaffisopi
á svölunum en það hlýtur bara að hafa
gleymst. Það breytir ekki því að slíkar
unaðsstundir fara að renna upp og þegar
dekkað er upp úti er gaman að leggja falleg-
an dúk á borð. Íslenski blærinn getur að vísu
orðið nokkuð aðgangsharður en því hafa
Svíarnir séð við og útbúið fyrirtaks segla
til að hengja á brúnir dúkanna svo þeir
haldist kyrrir.
Seglarnir fást í Duka í Kringlunni og kosta
2.800 krónur fjórir saman í pakka.
Seglar halda í dúkana
Bláir fiskar eru
fínir til að þyngja
borðdúkinn. Fuglar
og kindur fást líka.
Púðar úti sem inni
Litríkir púðar eru ótrú-
lega sumarlegir.
Ármúla 42 · Sími 895 8966mánudaga - föstudaga 10-18Opið
30-90%
afsláttur
vegna flutninga
Opið
laugardag og sunn
udag
frá kl. 10-17
Einstakt tækifæri til að eignast
hágæða kínverska listmuni
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
• Gosbrunnar
o.m.fl.
Járnsmiðja Óðins
Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó
Við stöndum upp úr
Fasteignir í boði... ...alla dagask
v.
k
ön
nu
n
Ca
pa
ce
nt
1
. n
óv
. 2
00
7–
31
. j
an
. 2
00
8
18–49 ára
42,2%
Fa
st
ei
gn
ir
Fr
ét
ta
bl
að
ið
28,7%
Fa
st
ei
gn
ab
la
ð
M
or
gu
nb
la
ðs
in
s
Fasteignir Fréttablaðsins eru með 47% meiri
lestur en Fasteignablað Morgunblaðsins
miðað við 18–49 ára.
3. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR8