Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 44

Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 44
● heimili&hönnun Veggfóður í hressandi litum getur verið góð leið til að fríska upp á heimilið. En fyrir þá sem ekki vilja æpandi liti á veggina en eru þó að leita að tilbreytingu gæti þrívítt veggfóður verið lausnin. Breski hönnuðurinn Selina Rose hefur hannað veggfóður sem hún kallar Flutterby Wallpaper. Veggfóðrið er einlitt, hvítt og í það eru skorin fiðrildi. Vængi fiðrildanna er svo hægt að brjóta upp á og lyfta frá veggnum svo þau standi út úr. Selena líkir tilfinningunni við að brjóta upp á vængina við það þegar hún opnaði glugga á jóladagatalinu sem barn. Fiðrildaveggfóðrið er hluti af vörulínu eftir Selenu þar sem hún notar fiðrildi, til dæmis skorin út í filt og sem mynstur prentað á púða og lampaskerma. Hægt er að skoða hönnun Selenu Rose á heima- síðu hennar, www.selenarose.co.uk - rat Fiðrildi á veggina Þegar búið er að brjóta upp á vængina standa þrívíð fiðrildin út úr veggnum. ● LIFANDI BLÓM Flestir vilja leggja fallega á borð þegar von er á matargestum og á sumrin getur verið gaman að nýta sér sprettuna í garðinum. Tilvalið er að setja fallegan blómvönd í vasa og dreifa svo laufblöðum á dúkinn. Afskorin blóm fara síðan vel með servíettu á disknum. Borðskraut Blóm eru tilvalin á borðið. 3. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.