Fréttablaðið - 03.05.2008, Page 70
46 3. maí 2008 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
> VISSIR ÞÚ?
Enska orðið yfir milljónamæring
var fyrst notað af rithöfundinum
Benjamin Disraeli í skáldsögu
hans, Vivian Grey, sem
kom út árið 1826. Bókin
fjallar um samnefnda
söguhetju sem reynir að
klífa metorðastigann í
bresku stjórnmálalífi.
„Já, hálfsmánaðarlega fer ég til Ingva Hrafns. Hann rekur þessa stöð,
ÍNN. Skammast, held hugsjónaræður og tala við þjóðina,“ segir Guðni
Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum landbúnaðarráð-
herra.
Guðni hefur nú tekið tæknina í sína þjónustu. Er kominn á netið
með þætti sína „Guðni af lífi og sál“. „21. öldin er komin inn í mitt líf,“
segir Guðni en hafnar því aðspurður að stjórnarandstaðan þurfi meira
á tækninni og tölvusamskiptum að halda en þeir sem sitja í stjórn.
„Menn tóku reyndar eftir því þegar ég var ráðherra að ég var aldrei í
tölvunni. Ég vildi frekar tala við fólkið. En, ég kann nú eitthvað á tölvu
og sendi SMS í símann.“
Guðni heldur sínar ræður blaðlaust á ÍNN. Í um tuttugu mínútur.
Og kemur víða við. Allt frá því að skamma Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra til þess að fara með ljóð. „Já, í síðasta þætti. „Blessuð sólin,
elskar allt, allt með kossi vekur …“ Í tilefni vorkomunnar og þess að ég
hafði verið að ganga á Gróttu.“ - jbg
Guðni inn í 21. öldina
GUÐNI ÁGÚSTSSON Vorhugur er kominn
í Guðna sem nú hefur tekið tæknina í
sína þjónustu.
Tom Cruise hagaði sér sómasam-
lega við upptökur á spjallþætti
Opruh Winfrey í Chicago á
dögunum. Síðast þegar Cruise
mætti í heimsókn til Opruh
hoppaði hann niður úr sófanum
hennar og lét öllum illum látum.
Vakti athæfið heimsathygli og
töldu margir að Cruise væri
búinn að tapa glórunni er hann
lýsti yfir ást sinni á Katie
Holmes, sem hann síðar kvæntist.
Í þetta sinn var Cruise rólegur
og yfirvegaður og svaraði
spurningum Opruh á afslappaðan
hátt. Þegar gert var hlé á
útsendingum talaði hann við
áhorfendur og var hinn elskuleg-
asti.
Yfirvegaður
hjá Oprah
TOM CRUISE Cruise hagaði sér sóma-
samlega við tökur á spjallþætti Opruh
Winfrey í Chicago fyrir skömmu.
Rithöfundurinn Ólafur
Gunnarsson býður til mik-
illar og trylltrar veislu á
Stóru-Klöpp. Meðal gesta
eru Hilmar Örn og Einar
Kárason.
„Helter Skelter is coming down
fast, sungu Bítlarnir í eina tíð og
það eru orð að sönnu. Bít-hátíðin
á Stóru-Klöpp er að ríða yfir.
Bít-skáldið og trúbadorinn Ron
Whithead kom til landsins í gær
og í fylgd með honum Scott Mertz
úr bandinu Southside Lounge,“
segir Ólafur Gunnarsson rithöf-
undur.
Ólafur kann sér vart læti því í
kvöld verður sett mikil hátíð að
heimili hans að Stóru-Klöpp og
drífur þegar að mikinn hóp bítn-
ikka. Ólafur Gunnarsson er mik-
ill áhugamaður um bítskáldin,
undir miklum áhrifum frá þeirri
stefnu og þýddi til dæmis eitt
höfuðrit bítskáldanna eða Á
vegum úti eftir Kerouac. „Ron
mun setja hátíðina með því að
segja nokkur deili á Bít-kynslóð-
inni en síðan munu þeir Ron,
Michael Pollock og Scott skella
sér í músíkina. Ron sér um söng-
inn, Michael um rafmagnsgítar-
inn en Scott mun seiða fram tóna
úr munnhörpu. Hinn kunni selló -
leikari Dean Farrell kemur fram
með hópnum,“ segir Ólafur þegar
kominn í bíttaktinn.
Fleiri gestir munu sýna takta,
þar á meðal sjálfur allsherjar-
goðinn Hilmar Örn Hilmarsson,
að sögn Ólafs: „Tveir Norður-
landamethafar í bókmenntum
heiðra hátíðina, Sjón og Thor Vil-
hjálmsson. Hinn síðarnefndi mun
lesa nokkur ljóð frumort á ensku.
Jónsi, söngvari Sigur Rósar, er
væntanlegur og Birgitta Jóns-
dóttir skáldkona mun lesa nokk-
ur ljóð. Stórskáldið Einar Kára-
son mun troða upp og jafnvel er
von á óvæntum gestum.“
Loks verður lagður eldur í bál-
köst. Ólafur segir alla velkomna
á hátíðina og lofar grilluðum
pylsum. Til að komast að Stóru-
Klöpp, heimili Ólafs, er ekið upp
að „Gas-Hól“ við Rauðavatn, þar
sem átökin urðu nýverið milli
vörubílstjóra og lögreglu. Síðan
er fimm mínútna akstur í austur
(í áttina að Hveragerði) að Stóru-
Klöpp. - jbg
Bítnikkar í heim-
sókn hjá Óla Gunn
BÍTNIKK Ólafur þýddi höfuðverk Jack
Kerouac, Á vegum úti, og blæs til bítn-
ikk-veislu í kvöld.
ÓLAFUR GUNNARSSON Búast má við
miklu fjöri heima hjá honum í kvöld en
þangað hefur Ólafur boðað fjölda bítn-
ikka til veislu – og eru allir velkomnir.
Hlustendaverðlaun FM 957 verða afhent í tíunda sinn í
Háskólabíói í kvöld og verður athöfnin í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 og Visir.is, auk þess sem henni verður
útvarpað beint á FM 957.
Allt fram að hátíðinni munu þeir Brynjar Már og
Heiðar Austmann taka púlsinn á helstu poppurum
landsins í útvarpinu og fara yfir tilnefningarnar og
hátíðina í heild sinni. Rauðum dregli verður síðan rúllað
fram fyrir hina tilnefndu eins og undanfarin ár. „Þetta er
ofboðslega stórt skref fyrir okkur. Við erum að fara í
þúsund manna sal og ætlum að hafa þetta á laugardags-
kvöldi. Síðan höfum við aldrei verið í beinni á Stöð 2 og
það í opinni dagskrá, en ég er rosalega ánægður,“ segir
Brynjar Már, sem játar að stressið hafi verið mikið
undanfarnar vikur.
Alls verða níu verðlaun afhent í kvöld og eins og nafn
keppninnar gefur til kynna eru það hlustendur FM 957
sem velja sigurvegarana og kemur engin dómnefnd
þar nærri. - fb
Rauður dregill hjá FM957
BRYNJAR MÁR VALDIMARS-
SON Tónlistarstjóri FM 957 á
von á skemmtilegu kvöldi í
Háskólabíói.
ORLOF 2008