Fréttablaðið - 03.05.2008, Qupperneq 75
LAUGARDAGUR 3. maí 2008
Auglýsingasími
– Mest lesið
FÓTBOLTI Englandsmeistararnir í
Manchester United verða í sviðs-
ljósinu í dag þegar West Ham
kemur í heimsókn á Old Trafford
en leikurinn hefst kl. 11.45. Með
sigri kemst United skrefi nær því
að verja titil sinn og setur þá jafn-
framt pressu á Chelsea sem leikur
ekki fyrr en á mánudag gegn New-
castle á St. James‘s Park.
Wayne Rooney verður á ný í
leikmannahópi United í dag eftir
að hafa misst af sigurleik liðsins
gegn Barcelona í Meistaradeild-
inni í vikunni en ekki er víst hvort
að hann verði í byrjunarliðinu.
Patrice Evra mun að öllum líkind-
um einnig verða í leikmannahópi
United þrátt fyrir að hafa verið
borinn meiddur af velli með höf-
uðáverka í leiknum gegn Barce-
lona. Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri United, tilkynnti hins
vegar á blaðamannafundi í gær að
Nemanja Vidic yrði ekki með í
leiknum gegn West Ham.
„Hann fékk heilahristing gegn
Chelsea fyrir viku og það tekur
menn jafnan um tíu daga til að
jafna sig á því,“ sagði Ferguson.
Freddie Ljungberg er aftur
kominn á meiðslalistann hjá West
Ham sem er annars of langur til
þess að telja upp en ummæli Alan
Curbishley, knattspyrnustjóra
West Ham, í vikulegum blaðapistli
sínum hafa valdið fjaðrafoki.
„Ég vona að United verði meist-
ari vegna þess hvernig liðið hefur
leikið á þessarri leiktíð. Það yrði í
raun þvílíkt óréttlæti ef United
yrði ekki meistari,“ skrifaði Cur-
bishley fyrir rúmri viku síðan og
hafa ýmsar sögusagnir verið á
kreiki í kjölfarið. Curbishley sem
er góðvinur Sir Alex Ferguson
hefur hins vegar blásið á sögu-
sagnirnar og ítrekað að West Ham
muni gera allt til þess að vinna
leikinn.
„Ég mun lyfta glasi og fagna því
félagi sem verður enskur meist-
ari, hvort sem það verður United
eða Chelsea. Það er fáránlegt að
halda því fram að ég haldi með
United þrátt fyrir þessi skrif mín
og góðvinur minn Ferguson veit
það að hann á ekki eftir að fá neina
greiða frá mér eða West Ham í
þessum leik,“ sagði Curbishley.
United hefur aðeins tapað einum
af síðustu tólf leikjum sínum í
öllum keppnum og ennfremur
unnið sextán af síðustu sautján
heimaleikjum sínum.
Athygli vekur hins vegar að
West Ham hefur unnið síðustu
þrjá leiki sína gegn Englands-
meisturunum og Alan Curbishley
er því með 100% vinningshlutfall
gegn Ferguson í ensku úrvals-
deildinni síðan hann tók við West
Ham.
Sigri United gegn West Ham má
segja að liðið sé komið með aðra
hendi á titilinn og á þá aðeins eftir
útileik gegn Steve Bruce og læri-
sveinum hans í Wigan í lokaum-
ferðinni. Reynsluboltinn Gary
Neville er afar sáttur með stöðuna
sem United er komið í og er bjart-
sýnn á lokaumferðirnar.
„Þetta er í okkar höndum og það
er nákvæmlega eins og við viljum
hafa það. Möguleikar okkar á að
verja titilinn eru góðir og sú stað-
reynd að liðið sé komið í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar hefur
gefið öllum spark í rassinn til að
halda áfram,“ sagði Neville. - óþ
Manchester United kemst með aðra hönd á titilinn sigri liðið West Ham í dag:
Ummæli Curbishley valda usla
VERÐA MEÐ Wayne Rooney og Patrice Evra verða með United í leiknum mikilvæga gegn West Ham á Old Trafford í dag. Rooney
missti af leik United gegn Barcelona í vikunni og Evra meiddist í þeim leik. NORDIC PHOTOS/GETTY
STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI
Man. Utd 36 25 6 5 74-21 81
Chelsea 36 24 9 3 62-25 81
Arsenal 36 22 11 3 72-31 74
Liverpool 36 19 13 4 64-28 70
Everton 36 18 8 10 52-31 62
Aston Villa 36 16 11 9 69-47 59
Portsmouth 36 16 9 11 48-37 57
Blackburn 36 14 13 9 46-43 55
Man. City 36 15 10 11 44-44 55
West Ham 36 13 9 14 39-44 48
Tottenham 36 10 13 13 65-59 43
Newcastle 36 11 10 15 44-60 43
Sunderland 36 11 6 19 36-56 39
Wigan 36 9 10 17 32-49 37
M‘brough 36 8 12 16 33-52 36
Bolton 36 8 9 19 33-53 33
Reading 36 9 6 21 37-65 33
Birmingham 36 7 11 18 42-59 32
Fulham 36 6 12 18 35-60 30
Derby 36 1 8 27 19-82 11
FÓTBOLTI Fallbaráttan stendur nú
sem hæst þegar aðeins tvær
umferðir eru eftir í ensku
úrvalsdeildinni, og þar eru Íslend-
ingaliðin Bolton og Reading enn
að gæla við falldrauginn.
Bolton mætir Roy Keane og
lærisveinum hans í Sunderland á
Reebok leikvanginum í dag og
þar verður Grétar Rafn Steinsson
að öllu óbreyttu á sínum stað í
byrjunarliðinu en Heiðar
Helguson verður líklega á
varamannabekknum að þessu
sinni.
Reading mætir Tottenham á
Madejski leikvanginum og Ívar
Ingimarsson verður í byrjunarlið-
inu en Brynjar Björn Gunnarsson
líklega á varamannabekknum
eftir að hafa jafnað sig á þrálát-
um nárameiðslum.
Það verður sannkallaður
fallbaráttuslagur á Craven
Cottage þegar Fulham tekur á
móti Birmingham og leikurinn
gerir það að verkum að það ræðst
ekki fyrr en í lokaumferðinni
hvaða lið fylgja Derby niður um
deild. - óþ
Mikilvægir leikir í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag:
Íslendingaliðin ekki sloppin
Í ELDLÍNUNNI Grétar Rafn Steinsson
spilar mjög mikilvægan leik fyrir
Bolton í botnbaráttunni í dag.
NORDIC PHOTOS/GETTY
13:00
Bókasafn Kópavogs
Óskin
Barnaleikrit fyrir yngstu áhorfendurna. Skemmtilegt ævintýri með
söngvum í flutningi Einleikhússins.
13:00–17:00
Gjábakki og Gullsmári
Vorsýning
Handunnir nytja- og skrautmunir frá smiðjum vetrarins.
Vöfflukaffi og smiðjur.
14:00–17:00
Vinnustofur listamanna í Kópavogi
Opið hús
Skrá um listamenn og vinnustofur á www.kopavogur.is.
14:00
Salurinn
Sellótónleikar
Ásta María Kjartansdóttir.
Burtfararpróf frá Tónlistarskóla Reykjavíkur.
14:00
Bókasafn Kópavogs
Heiti potturinn
Fólki á aldrinum 12-25 ára er boðið að taka þátt
í að mála veggmynd undir handleiðslu fagmanns.
14:00
Hálsatorg - Krakkatorg
Gosi, kötturinn og refurinn skemmta
Börnin skapa sín myndverk og taka þátt í útilistarsýningu
á Kópavogsdögum. Myndlistarsmiðjan opin til 9. maí.
Hoppukastalar og leiktæki.
14:00
Náttúrufræðistofa Kópavogs
AÐLÖGUN „Fiskurinn hefur fögur hljóð“
Opnun á sýningu Olgu Bergmann og Önnu Hallin.
Sýningin stendur til 31. júlí.
15:00
Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
SETNING KÓPAVOGSDAGA
20 ára afmæli Myndlistarskóla Kópavogs
Opnun sýningar á myndverkum nemenda skólans.
Sýningin stendur til 10. maí.
15:30
Túnið við Listasafnið
Óperusöngur og ljóðalestur
Óperukórinn ásamt einsöngvurum syngja þar sem fyrirhugað er
að reisa óperuhús. Ritlistarhópurinn
les úr eigin verkum og afhendir gestum lukkuljóð.
16:30
Ungmennahús
UNGMENNAHÚS OPNAÐ
Ungmennahús opnað við Hábraut 2. Húsið var gjöf
Kópavogsbæjar til ungs fólks á 50 ára afmæli bæjarins.
17:00
Salurinn
Fiðlutónleikar
Joaquin Páll Palomares.
Diplómapróf frá Listaháskóla Íslands.
20:00 & 22:00
Salurinn
Hvers virði er ég?
Gamanleikur um fjármálin á Íslandi í dag.
Miðaverð 2000 kr.
Dagskráin í dag 3. maí
Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram.
Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500.
Allir Kópavogsbúar og aðrir
gestir hjartanlega velkomnir!