Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 20
4 sport Markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi , INGI BJÖRN ALBERTSSON, er kominn með báða syni sína í sitt félag, Val. Tengdasonur- inn GUÐMUNDUR BENE- DIKTSSON kom á Hlíðar- enda fyrir þremur árum og í vetur gekk yngsti sonur hans, ALBERT BRYNJAR, til liðs við Val frá Fylki þar sem hann hefur spilað upp alla yngri fl okka. Ingi Björn hefur trú á Valsliðinu og ætlar að fylgjast spenntur með því í sumar. Eftir Óskar Ó. Jónsson I ngi Björn Albertsson er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og sá eini sem hefur skorað meira en 100 mörk fyrir eitt félag. Ingi Björn skoraði 109 af 126 mörkum sínum fyrir Val en hann varð Íslands- meistari með liðinu 1976, 1978 og 1987. Ingi Björn var eins aðrir Vals- menn kátur með að Íslandsmeist- aratitillinn kom á Hlíðarenda síð- asta sumar eftir tuttugu ára fjarveru. „Biðin var orðin ansi löng eftir titlinum því ég var í síð- asta liðinu sem vann og það segir nú margt um hvað þetta var orð- inn langur tími. Það var löngu orðið tímabært að Valur kæmist á sigurbraut. Þeir fengu til sín frá- bæran þjálfara sem er að gera gríðarlega góða hluti, og við höfum sennilega ekki séð nema brot af því sem hann á eftir að gera fyrir Val,“ segir Ingi Björn sem lítur bjartsýnn til sumarsins. HEFUR STERKAR TAUGAR TIL FH Ingi Björn skoraði mörkin sín 126 fyrir tvö félög, en hann lék einnig með FH í fimm tímabil (1980-81 og 1984-86) sem spilandi þjálfari. Það er einmitt FH sem hefur átt í hörðustu baráttunni við Val und- anfarin sumur. „Ég hef gríðarlega sterkar taugar til FH og hef alla tíð haft, alveg síðan ég var pjakk- ur. Mér þykir ákaflega vænt um FH sem félag og vil því allt gott en hjartað er engu að síður hjá Val. Þar var ég allan minn feril og er Valsmaður út í gegn,“ segir Ingi Björn. Auk þess að vera markahæsti leikmaður félagsins hafa aðeins átta leikmenn leikið fleiri leiki fyrir Hlíðarendaliðið. Ingi Björn vill samt ekki dvelja við forna frægð. „Ég sit ekki heima á kvöldin og hugsa til baka. Ég er miklu spennt- ari fyrir því að sjá mínu liði ganga vel og þá að syninum og tengda- syninum gangi líka vel,“ segir Ingi Björn og í fyrsta sinn spila þeir Albert og Guðmundur í sama liði. EKKI GETAÐ VALIÐ BETRA FÉLAG Albert Ingason er alinn upp í Fylki þar sem hann hefur farið mikinn í markaskorun upp alla yngri flokka, en hann hefur verið að brjótast inn í meistaraflokksliðið síðustu ár. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með að sjá Albert koma í Val. Hann er búinn að vera allan sinn feril í Fylki og hefur staðið sig vel þar. Hann hefur fundið sig vel þar en núna var bara kominn tími á að breyta til. Mér fannst hann ekki geta valið betra félag til þess að fara í. Ég er mjög bjartsýnn fyrir hans hönd; hann er allur að styrkj- ast og koma til eftir meiðsli. Hann á eftir að gera góða hluti í Val. Það er betra að hafa samkeppnina og hún hvetur menn til dáða. Það eru alvöru leikmenn sem standast samkeppnina,“ segir Ingi Björn um Albert og bætir við: „Hann er markahæsti leikmaður yngri flokka í sögu Fylkis og hann veit alveg hvernig á að skora mörk. Ég er alveg klár á því að hann eigi eftir að skora þau ófá fyrir Val.” KR-INGAR HAFA NAGAÐ SIG UPP AÐ OLNBOGUM Guðmundur Benediktsson á að baki frábæran feril með Þór, KR og Val og gekk í endurnýjun líf- daga þegar hann gekk til liðs við Valsmenn fyrir sumarið 2005, en flestir voru þá búnir að afskrifa þennan snjalla leikmann eftir meiðslasumur á undan. Guðmund- ur hefur blómstrað á Hlíðarenda þar sem hann hefur spilað 53 af 54 mögulegum leikjum síðustu þrjú sumur og alls lagt upp 38 mörk í þeim. Guðmundur var í leikbanni í þessum eina leik sem hann missti af. „Ég er gríðarlega ánægður með að Guðmundur sé í Val og hann hefur líka gert mikla lukku hjá Val, bæði sem leikstjórnandi og svo er hann líka móralskt mjög öflugur. Gummi er frábær leik- maður og ef hann hefði ekki lent í meiðslum á unga aldri þá væri hann ekki að spila hér heldur væntanlega að klára glæsilegan feril einhvers staðar úti í heimi,“ segir Ingi Björn og bætir við: „Ég held að KR-ingar séu búnir að naga sig upp að olnbogum því þeir sjá svo eftir því að hafa látið hann fara. Hann hefur skilað frá- bæru starfi hjá Val og er límið í liðinu. Hann er tengiliður af guðs náð og skapar og býr til mikið fyrir liðið,“ segir Ingi Björn sem vonast eftir góðu samstarfi á milli sona sinna í liðinu. „Það er enginn vandi að sjá fyrir stoðsendingar VONAR AÐ ALBERT SLÁI EKKI METIÐ SITT Albert Brynjar Ingason fylgir í sumar í fótspor föður síns og afa þegar hann spilar fyrir fjölskyldu- félagið í fyrsta sinn. Albert afi hans og Ingi Björn faðir hans eru þekkt nöfn í sögu Vals og það er örugglega mikil ánægja með það innan fjölskyldunnar að Albert skuli kominn í Val. Afi hans varð fjórum sinnum Íslands- meistari með Val frá 1942- 45 áður en hann fór utan og faðir hans vann titilinn þrisvar sinnum á sínum tíma. Albert ákvað að breyta til og fara til Vals eftir að hafa verið í meistaraflokki Fylk- is undanfarin fjögur tíma- bil. „Þegar ég fékk þetta til- boð hjá Val upp í hendurnar varð ég þvílíkt spenntur enda er þetta stór klúbbur og sjálfir meistararnir. Ég hef líka alltaf vitað það að ég myndi einhvern tímann spila fyrir Val. Ég sé ekkert eftir því að hafa stokkið til,“ segir Albert, en óheppnin hefur elt hann á und- irbúningstímabilinu. „Ég er búinn að vera svolítið óheppinn upp á síðkastið. Ég tognaði á ökkla og hef verið lengi að ná því úr mér. Svo úti í Tyrklandi datt ég illa og meiddist á öxl. Ég er nýbyrjaður að æfa aftur og er bjartsýnn á framhaldið. Það er skárra að taka þessi meiðsli út núna í staðinn fyrir í sumar,” segir Albert í léttum tón. Albert glímdi einnig við meiðsli á síðasta sumri en vann sig út úr þeim og endaði á því að skora grimmt undir lok móts. „Ég var að kljást við erfið- ari meiðsli framan af síðasta sumri en svo náði ég mér af þeim og þá kom þetta í lokin. Þegar sjálfstraustið fer að spila inn hjá manni þá getur maður gert allt,“ segir Albert sem hræðist ekki harða sam- keppni. „Ég vissi það áður en ég skrifaði undir að það yrði erfitt að komast í Valsliðið en samkeppnin gerir mann bara að betri leikmanni.“ Albert hlakkar til samstarfs- ins við mág sinn Guðmund Benediktsson. „Ef það er ein- hver sem getur fóðrað mig á góðum sendingum þá er það Gummi. Mér hefur alltaf lang- að að spilað með honum, enda búinn að sjá hann vera að fóðra sína framherja á frá- bærum sendingum,“ segir Albert sem er löngu búinn að taka markamet föður síns af stefnuskránni. „Mig minnir að ég hafi verið svo vitlaus að segja að ég gæti náð metinu þegar ég var að spila minn fyrsta leik en ég held að ég muni ekki ná metinu. Það er kannski möguleiki fyrir einhvern að fara að slá þetta met fyrst það er búið að fjölga í deildinni. Ég er frekar langt frá því eins og er,“ segir Albert sem hefur skorað 6 mörk í 36 leikjum. Á sama aldri var faðir hans búinn að skora 26 mörk í 38 leikjum eða tuttugu mörkum meira. Faðir hans vill sjá hann fara í atvinnumennsku í framtíð- inni en Albert ætlar að taka eitt skref í einu. „Ég ætla að byrja á því að sanna mig almennilega hérna heima áður en ég fer út. Það er alltaf best,“ segir Albert. VISSI ALLTAF AÐ ÉG MYNDI SPILA FYRIR VAL frá Gumma inn á Albert í sumar,“ segir Ingi Björn. Markamet hans er öruggt næstu árin og sem dæmi á Albert enn 120 mörk í það að ná að jafna föður sinn. En á strákurinn einhvern möguleika? „Ég veit ekki hvort einhver nær þessu en það er náttúrulega búið að fjölga í deildinni. Menn fá miklu fleiri leiki til að ná þessu heldur en áður. Þegar ég byrjaði voru aðeins átta lið í deildinni. Ég hef sagt það áður að ég voni að Albert taki ekki metið, því ég vona að hann fari út fyrir landsteinana og spili ein- hvers staðar annars staðar. Ég vona engu að síður að metið hald- ist hjá Val,“ segir Ingi Björn, en eru þeir feðgar eitthvað líkir? „Það erfitt fyrir mig að segja en maður heyrir það utan að sér að ákveðnir taktar séu eins. Vonandi eru það skárri taktarnir og svo bætir hann sínu við og þá verður þetta ennþá betra,“ segir Ingi Björn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.