Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 70
14 sport
Tímabil Fylkis í Landsbankadeildinni í fyrra var í meira lagi kaflaskipt. Árbæjarliðið fór ágætlega af stað
en þrír tapleikir í fjórum leikjum á miðju
tímabili gerðu það að verkum að Fylkir
heltist úr lestinni í toppbaráttunni. Góður
2-4 sigur gegn Val í elleftu umferð kom
Fylki aftur á réttan kjöl og liðið tapaði
aðeins einum leik á lokasprettinum og
endaði í fjórða sæti, sem tryggði félaginu
jafnframt þátttökurrétt í Inter-Toto
keppninni í sumar. Leifur Garðarsson,
þjálfari Fylkis, skrifaði í vetur undir
nýjan fimm ára samning við Árbæjarliðið
og er ágætlega brattur fyrir komandi
tímabil. „Tímabilið leggst ágætlega í mig
og við setjum okkur að sjálfsögðu þau
einföldu markmið að fara í hvern leik
með því hugarfari að ná hámarks árangri,“
sagði Leifur sem hefur gert nokkrar
breytingar á liði sínu fyrir komandi átök,
og þá sér í lagi í framlínunni, enda gekk
liðinu fremur illa fyrir framan mark and-
stæðinganna í fyrrasumar. „Christian
Christiansen ákvað að halda heim til Dan-
merkur og reyna fyrir sér þar en það kom
okkur hins vegar í opna skjöldu að Albert
Ingason skyldi yfirgefa svæðið og fara í
Val, hvort sem hann stýrði því eða aðrir. Í
staðinn fengum við Jóhann Þórhallsson
og Allan Dyring og þeir eru ólíkir leik-
menn og gefa okkur ákveðna möguleika.
Síðan eigum við einnig aðra framherja
eins og Hauk Inga Guðnason, og það er
óskandi að hann nái að halda sér frá
meiðslum. Þar að auki eru einnig ungir og
efnilegir leikmenn að koma upp hjá félag-
inu,“ sagði Leifur sem þarf að hafa minni
áhyggjur af varnarleik liðsins ef miða má
við síðasta sumar. Fylkismenn voru þá
með besta varnarlið deildarinnar og
fengu aðeins á sig átján mörk í Lands-
bankadeildinni eða eitt mark að meðaltali
í leik. „Varnarleikur liðsins var til fyrir-
myndar í fyrra. Á undirbúningstímabil-
inu fá menn oft á sig fleiri mörk en þegar
út í deildakeppnina er komið, því þar er
spilað á mörgum mönnum og verið að
prófa hluti. En ég vona að ég verði jafn
sáttur við varnarleikinn á þessu tímabili
og í fyrra, sagði Leifur sem hefur ekki
áhyggjur af því að þátttaka í Inter-Toto
keppninni eigi eftir að hafa neikvæð áhrif
á gengið í Landsbankadeildinni. „Þátttaka
í Evrópukeppni er alltaf ákveðin gulrót
og viðurkenning á gott starf keppnistíma-
bilið á undan. Slíkt er tilhlökkunarefni en
ekki dragbítur. Við mætum því til leiks
staðráðnir í að njóta hverrar mínútu í
þeirri keppni sem og öðrum á tímabil-
inu,“ sagði Leifur að lokum.
Nýju framherjarnir í Árbænum, Allan
Dyring og Jóhann Þórhallsson, eru ekki
síður spenntir fyrir komandi tímabil í
Landsbankadeildinni. „Mér hefur gengið
vel að skora síðan ég kom til Fylkis og er
nærri því með mark að meðaltali í leik, en
ég skal játa það að ég er orðinn þreyttur á
undirbúningstímabilinu og get ekki beðið
eftir því að Landsbankadeildin byrji.
Þjálfarinn hefur trú á mér og veit hvað ég
get gert og það er mjög mikilvægt fyrir
mig persónulega, en það er dálítið erfitt
að átta sig á því hvar liðið stendur í sam-
anburði við önnur lið. Við erum búnir að
lenda í miklum vandræðum með meiðsli
leikmanna á undirbúningstímabilinu en
það verða vonandi allir klárir í fyrsta
leik,“ sagði Allan og telur að fullskipað
Fylkislið geti á góðum degi unnið hvaða
lið sem er í deildinni. „Við tökum einn
leik fyrir í einu og förum í hvern leik til
þess að vinna hann, sama í hvaða keppni
það er,“ sagði Allan brattur og Jóhann tók
undir með honum. „Við höfum alla burði
til þess að vera með í toppbaráttunni ef
allt gengur að óskum og við verðum
heppnir með meiðsli. Þetta er flottur
hópur og það er góð stemning í Árbæn-
um, og ég fann það strax að þetta væri
rétta félagið fyrir mig,“ sagði Jóhann.
STAÐRÁÐNIR Í AÐ LÁTA
TIL SÍN TAKA MEÐ FYLKI
SLÁ FRÁ SÉR SÓKNARMENNIRNIR ALLAN DYRING OG JÓHANN ÞÓRHALLSSON EIGA EFLAUST EFTIR AÐ LÁTA FINNA HRAUSTLEGA FYRIR SÉR MEÐ
FYLKI Í LANDSBANKADEILDINNI Í SUMAR OG ERU STAÐRÁÐNIR Í AÐ NÁ GÓÐUM ÁRANGRI UNDIR STJÓRN LEIFS GARÐARSSONAR Í ÁRBÆNUM.
MYND/VALLI
Fylkir hefur fengið til sín tvo nýja framherja fyrir
komandi átök í Landsbankadeildinni, þá Jóhann
Þórhallsson frá KR og Allan Dyring frá FH. Leik-
mennirnir áttu hvor um sig erfitt uppdráttar síð-
asta sumar og gekk illa að skora en Jóhann skoraði
aðeins eitt mark í fjórtán leikjum og Allan náði
ekki að skora í þeim fjórum leikjum sem hann spil-
aði. Þjálfarinn Leifur Garðarsson telur þó vitan-
lega að þeir komi báðir til með að styrkja Árbæj-
arliðið til muna og hefur trú á því að þeir eigi eftir
að sýna sitt rétta andlit næsta sumar. „Kostir
Jóhanns og Allans eru í raun ólíkir. Jóhann er bein-
skeyttur framherji og kannski meiri „center“ en
Fylkir hefur verið með undanfarin ár, meðan Allan
er meira rétt fyrir aftan
fremstu línu og getur einn-
ig leikið á miðsvæðinu.
Hver leikmaður þarf
yfirleitt að sanna
það fyrir sjálfum
sér í hverju verk-
efni hversu
góður leikmaður
hann er og það er
enginn betri en
síðasti leikur gaf til
kynna. En við þekkjum
hins vegar hæfileika þess-
ara tveggja leikmanna og
vitum hvað í þeim býr,“
sagði Leifur, en Jóhann hefur
sýnt það í gegnum árin að
hann er eitraður framherji og
tölfræðin talar þar sínu máli.
Hann hefur skorað 24 mörk í 77
leikjum í efstu deild með Þór,
KA, Grindavík og svo KR. Allan á
ef til vill frekar eftir að sanna sig
sem markaskorari í efstu deild þar
sem hann hefur skorað 4 mörk í 18
leikjum með FH.
VITUM HVAÐ
Í ÞEIM BÝR
Það er mikill hugur í mönnum í Árbænum fyrir komandi tímabil í
Landsbankadeildinni og þátttöku félagsins í Inter-Toto keppninni.
Fylkir var með besta varnarliðið í Landsbankadeildinni í fyrra en
liðinu gekk illa að skora mörk og þjálfarinn, Leifur Garðarsson, hefur
því fengið framherjana ALLAN DYRING og JÓHANN ÞÓRHALLSSON
til þess að styrkja framlínuna. Eftir Ómar Þorgeirsson
HEFUR TRÚ Á SÍNUM MÖNNUM
LEIFUR GARÐARSSON, ÞJÁLFARI FYLKIS, HEFUR TRÚ Á ÞVÍ AÐ NÝIR
SÓKNARMENN ÁRBÆINGA, ÞEIR JÓHANN ÞÓRHALLSSON OG ALLAN
DYRING, EIGI EFTIR AÐ REYNAST HAPPAFENGUR Í LANDSBANKA-
DEILDINNI Í SUMAR. MYND/VALLI