Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 81

Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 81
SUNNUDAGUR 4. maí 2008 25 N1-deild kvenna í handbolta Stjarnan-Valur 26-20 (17-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petratche 9/4 (16/4), Rakel Dögg Bragadóttir 5 (6), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4 (5), Sólveig Lára Kjærnested 3 (8), Ásta Agnarsdóttir 2 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (1), Kristín Clausen 1 (2), Birgit Engl 1 (5). Varin skot: Florentina Stancue 21 (41/1 51,2%) Hraðaupphlaup: 6 Fiskuð víti: 4 Utan vallar: 4 mínútur Mörk Vals (skot): Hafrún Kristjánsdóttir 4/1 (7/2), Dagný Skúladóttir 4 (8), Eva Barna 4 (12), KristínGuðmundsdóttir 4 (14), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Rebekka Skúladóttir 1 (1), Katrín Andrésdóttir 1 (2), Nora Valovics (1), Íris Ásta Pétursdóttir (1), Ágústa Edda Björnsdóttir(2) Varin skot: Berglind Hansdóttir 12 (35/4 34,3%), Jolanta Slapikiene 3 (6 50%) Hraðaupphlaup: 8 Fiskuð víti: 2 Utan vallar: 2 Haukar-FH 31-26 Akureyri-Grótta 19-31 HK-Fylkir 28-30 LOKASTAÐA DEILDARINNAR Stjarnan 24 20 1 3 +153 41 Fram 24 19 3 2 +124 41 Valur 24 18 0 6 +155 36 Haukar 24 14 2 8 +63 30 Grótta 24 13 1 10 +83 27 Fylkir 24 7 1 16 -96 15 HK 24 6 3 15 -41 15 FH 24 5 1 18 -161 11 Akureyri 24 0 0 24 -280 0 N1-deild karla í handbolta Afturelding-Stjarnan 26-22 HK-Haukar 32-32 Akureyri-ÍBV 42-33 LOKASTAÐAN Í DEILDINNI Haukar 28 20 6 2 +99 46 HK 28 17 3 8 +71 37 Valur 28 16 4 8 +93 36 Fram 28 16 2 10 +13 34 Stjarnan 28 12 5 11 +37 29 Akureyri 28 9 4 15 -4 22 Afturelding 28 4 3 21 -77 11 ÍBV 28 4 1 23 -232 9 Norski handboltinn Drammen-Elverum 31-33 Elverum varð þar með norskur meistari en Axel Stefánsson þjálfar liðið og Sigurður Ari Stefáns- son skoraði 8 mörk og Ingimundur Ingimundar- son skoraði 7 mörk í úrslitaleiknum. ÚRSLIT FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH mætast í hinni árlegu Meist- arakeppni KSÍ í fótbolta í Kórnum kl. 19.15 í kvöld. Frétta- blaðið heyrði hljóðið í markahrók- unum Helga Sigurðssyni hjá Val og Tryggva Guðmundssyni hjá FH og spurði þá út í leikinn í kvöld og vonir og væntingar þeirra fyrir sumarið. Helgi hefur verið frá vegna meiðsla síðan í landsleik Íslands og Færeyja um miðjan mars þegar hann tognaði aftan í læri en er allur að koma til og ætlar sér að vera klár í fyrsta leik í Landsbankadeildinni, en á síður von á því að leika með Val í kvöld. „Ég tel mig reyndar nú þegar vera orðinn kláran í slaginn en þjálfara -og sjúkraþjálfarateymið er eitthvað að reyna að halda aftur af mér vegna hræðslu um að tognunin taki sig aftur upp, þannig að ég á ekki von á því að vera með í kvöld,“ sagði Helgi spenntur og kvaðst ánægður með Valsliðið. „Veturinn hefur gefið okkur mikið sjálfstraust, en þeir leikir skipta auðvitað engu máli ef menn byrja Íslandsmótið ekki á fullu. Ég er hins vegar mjög bjartsýnn og við ætlum okkur að sjálfsögðu að vera með í baráttunni um tit- il- inn og ég tel að FH og ÍA muni veita okkur mesta keppni þar,“ sagði Helgi að lokum. Tryggvi hefur verið á skotskónum í vetur og vor og hlakkar til leiksins í kvöld. „Það er komin mikil stemning í mannskap- inn og það er alltaf gaman að spila þessa leiki og segja má að þetta sé kannski fyrsti alvöruleikur tímabilsins. Það lið sem vinnur leikinn ætti því að koma inn í Íslands- mótið með miklu sjálfstrausti. Það hefði vissu- lega verið skemmtilegra að spila þennan leik úti og á grasi en þetta verður auðvitað hörkuleikur bestu liða síðasta sumars,“ sagði Tryggvi sem á von á að titilbar- áttan verði ennþá harðari í ár en oft áður. „Ég er bjartsýnn á sumarið eins og alltaf og tel að við munum vera í baráttunni um titilinn en ég hef trú á því að toppbaráttan verði meira spennandi í sumar en hún hefur verið undanfarin ár og fleiri lið þar tilkölluð. Ég hef trú á því að ásamt okkur hafi Valur, KR, ÍA, Breiða- blik og jafnvel Fylkir og Fram alla burði til þess að gera góða hluti,“ sagði Tryggvi. - óþ Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH eigast við í Meistarakeppni karla í fótbolta í Kórnum í kvöld: Bestu lið síðasta sumars mætast í kvöld Í ELDLÍNUNNI Tryggvi Guðmundsson telur að leikurinn í kvöld geti virkað sem vítamínssprauta fyrir sigurliðið inn í Íslandsmótið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KLÁR Í SLAGINN Helgi Sigurðsson er búinn að ná sér af meiðslum en verður líklega hvíldur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Lokaumferðin í N1- deild karla í handbolta var háð í gær og þar bar hæst að Íslands- meistarar Hauka og silfurlið HK gerðu jafntefli 32-32 í fjörugum leik í Digranesi. Talsverður doði hefur verið yfir N1-deild karla eftir að Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitil- inn fyrir tæpum mánuði en leikur HK og Hauka í gær var hin besta skemmtun. Allt leit út fyrir að Haukarnir myndu fara með sigur af hólmi 31-32 en HK-ingar gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn 32-32 á lokasekúndu leiksins við gríðarlegan fögnuð áhorfenda sem fjölmenntu í Digranesið í gærdag. Að leik loknum fengu HK-ingar svo silfurverðlaunapeninga sem Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, afhenti þeim og Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var ágætlega sáttur í leiks- lok. „Mér fannst þetta bara fínn leik- ur og leikmennirnir voru að sýna fína baráttu og karakter. Bæði lið voru að spila á ungum leikmönn- um og náttúrulega með hugann þar við næsta vetur sem er ekkert óeðlilegt eins og deildin hefur þró- ast og ég skal játa það að þetta er búinn að vera frekar erfiður mán- uður þar sem ef til vill var ekki að miklu að keppa í lokaumferðun- um,“ sagði Gunnar sem er bjart- sýnn á framhaldið hjá HK. „Það eru talsverðar manna- breytingar fram undan þar sem við missum eitthvað af þeim erlendu leikmönnum sem hafa verið hjá okkur. Það er samt mikill metnaður hjá HK að vera með í toppbaráttunni aftur á næsta ári og það eru bjartir tímar fram undan hjá félaginu þar sem það eru margir efnilegir leikmenn að koma upp og 2. flokkur félagsins var bæði Íslands -og bikarmeist- ari,“ sagði Gunnar að lokum. - óþ Lokaumferð N1-deildar karla í handbolta var leikin í gær þar sem flestra augu voru á toppslag HK og Hauka: Toppliðin skildu jöfn í Digranesi í gær JAFNTEFLI Íslandsmeistarar Hauka og silfurlið HK skildu jöfn í Digranesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.