Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 88

Fréttablaðið - 04.05.2008, Side 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er sunnudagurinn 4. mars, 125. dagur ársins. 4.49 13.24 21.59 4.20 13.09 22.01 Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Evrópa á þínum vegum Flug + bíll Flogið til Frankfurt Hahn Wurzburg Heimabær Konráðs Röntgens. Hér er tilvalið að dreypa á Franken-vínunum. Rothenburg ob der Tauber Borgin þar sem Þyrnirós svaf í heila öld. Augsburg Borg Ágústínusar keisara, einnig merkar minjar um Hansakaupmenn. Neuschwanstein Einn þekktasti kastali heims. Füssen Útsýni yfir þýsku Alpana. Kempten Forn rómversk borg, einstakt verðlag. Lindau Yndislegur bær við Bodenvatn. Bern Höfuðborg Sviss, frábær dýragarður og afþreying fyrir alla fjölskylduna. Flogið heim frá Basel Flogið til Frankfurt Hahn Strasbourg Dómkirkjan, sigling á Ill og Gutenberg-torgið.  Ribauville Vínsmökkun og huggulegheit. Riquewihr Dásamlegur bær í miðaldastíl, vínstofur á hverju horni. Kaysersberg Fæðingarhús Albert Schweizer. Colmar Feneyjar Frakklands og heimabær Frédéric Bartholdi, hönnuðar Frelsisstyttunnar í New York. Freiburg Ein elsta borg Þýskalands og tilvalið að skella sér í Europark-skemmtigarðinn sem er skammt frá.  Flogið heim frá Basel Flogið til Parísar Rouen Jóhanna af Örk var brennd á báli í hinni frægu Rúðuborg. Dinkirk og Bretagne-skaginn Omaha-ströndin þar sem hin sögufræga innrás Bandamanna átti sér stað í seinni heims- styrjöldinni.  Paimpol Skemmtilegur lítill bær, falleg höfn og vinsæl strönd. St. Malou Algjör paradís, stór og heillandi höfn setur mikinn svip á bæinn. Belgía Brugge, gamli miðbærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.  Brussel Saga, söfn, góður matur og auðvitað ESB. Flogið heim frá Eindhoven   *Flug með sköttum og öðrum greiðslum. Bílaleigubíll frá Hertz, m.v. 4 í bíl í 7 daga. Ótakmarkaður akstur og kaskó. Peugeot 307, Ford Focus eða sambærilegur bíll. Express ferðir bjóða flug og bíl frá Hertz á frábærum tilboðskjörum, verð frá 39.900 kr.* Um er ræða flug til Frankfurt Hahn, Eindhoven, Basel og Parísar og í boði að fljúga til eins þessara áfangastaða og heim frá öðrum. Ferðatímabilið er 15. maí til 15. júní.  Evrópa hefur upp á margt að bjóða, við mælum sérstaklega með þessum leiðum: Rómantíska leiðin Víngatan fræga Frakkland fyrir alla fjölskylduna Miðað við að það sé hlutverk ráðherra að vinna sér inn virðingu hjá þjóð sinni fyrir vinnu- semi, hugmyndaauðgi, mann- gæsku, verklagni, heiðarleika og fleiri kosti er það fræðandi hjá fyrirtæki eins og Capacent að birta vorprófseinkunnir úr Skóla lífsins fyrir þá sem nú stjórna landinu, um sama leyti og próf- lestrarhrina brestur á hjá skóla- fólki. Capacent notast við gamla góða einkunnaskalann frá 0-10 og gefur einkunn fyrir þá ánægju sem ríkir með störf ráðherranna: NEÐSTUR í bekknum er Árni Mathiesen fjármálaráðherra sem fær 0,8 í einkunn. Aðeins 8% kjós- enda eru ánægð með störf hans og segir það sína sögu um námsgáfur og vinnuaðferðir. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er litlu betur staddur en fjármálaráðherrann og fær 1,5 í einkunn. Forsætisráð- herrann, Geir H. Haarde, er líka langt frá því að standast prófið með 3,5 í einkunn. Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra er næst því að ná prófi, en hún fær 4,6 í einkunn og vantar bara 0,4 til að skríða í lágmarks- einkunn. HIN iðjusama Jóhanna Sigurðar- dóttir er ljósið í bekknum og fær 6,0 í einkunn. Hinn ungi viðskipta- ráðherra Björgvin G. Sigurðsson slefar í 4.0; hann fær 0,5 meira en forsætisráðherrann en vantar samt 1 heilan upp á að ná lág- markseinkunn. Kristján Möller er í hópi verstu tossana með 2,2, fær þó 3 kommum meira en dr. Össur Skarphéðinsson sem rekur lest þeirra Samfylkingarnema sem komast á blað með 1,8 í einkunn. ÞAÐ skal tekið fram að Ríkisút- varpið birti ekki einkunnir allra ráðherranna og hlífði aðstandend- um þeirra sem engum tökum hafa náð á störfum sínum við því að birta einkunnir þeirra, þar á meðal eru: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, og eins og búast mátti við Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra og ein- hver Þórunn Sveinbjarnardóttir sem mun vera umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra var líka í þessum einkunnalausa hópi sem virðist þurfa á sérkennslu að halda. EF þetta væru börnin manns væri ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framtíðinni. En þetta er bara starfsliðið sem við höfum valið til að stjórna landinu okkar í augnablikinu. Einkunnir í tossabekk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.