Fréttablaðið - 09.05.2008, Page 10

Fréttablaðið - 09.05.2008, Page 10
10 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR ALÞINGI „Stjórnarliðar tala mjög afdráttarlaust gegn einkavæðingu þannig að ætla má að hún sé ekki í spilunum,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins, í samtali við Fréttablaðið eftir utandagskrárumræður um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á Alþingi í gær. Kristinn óskaði svara heilbrigðisráðherra við nokkrum spurningum um heilbrigðiskerfið, enda taldi hann nokkuð vanta upp á að stefna stjórnar- innar lægi fyrir með skýrum og afdráttarlausum hætti. „Jú, málin skýrðust en ekki alveg. Eftir stendur ósvarað hvaða breytingar á að gera á Landspítalan- um og það er kannski vegna þess að ríkisstjórnin er ekki búin að ákveða hvað hún ætlar að gera,“ sagði Kristinn. Í svari sínu vitnaði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra einkum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en samkvæmt henni er stefnan sú að veita heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Segir einnig að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjón- ustuna og skapa svigrúm til fjölbreytilegra rekstrar- forms. Tryggt verði þó að allir hafi jafnan aðgang, óháð efnahag. Álfheiður Ingadóttir VG túlkar stjórnarsáttmálann á þann veg að hann boði einkavæðingu. Sagði hún heilbrigðiskerfið í hættu og að almenningur óttaðist um afdrif þess í höndum Sjálfstæðisflokksins. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingunni sagði af og frá að ætlunin væri að einkavæða; það sæist best á því að fyrirmyndir að fyrirhuguðum breytingum væru sóttar til Norðurlandanna. „Ef ætlunin hefði verið að einkavæða, hefði þá ekki verið leitað eitthvað annað?“ spurði hún og hét því fram að ekkert væri að óttast. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki sagði óöryggi ríkja gagnvart málaflokknum. „Hvað er verið að bralla?“ spurði hún og lýsti sérstökum áhyggjum af heilsugæslunni. Greindi Valgerður svo frá því að framsóknarmenn hefðu ekki treyst Sjálfstæðisflokknum fyrir heilbrigðismálunum í þau tólf ár sem flokkarnir voru saman í ríkis- stjórn. bjorn@frettabladid.is Sýnist einkavæðing ekki vera á dagskrá Eftir umræður um stefnu stjórnarinnar í heilbrigðismálum telur Kristinn H. Gunnarsson að einkavæðing sé ekki í spilunum. VG telur hið gagnstæða. Fram- sókn segist ekki hafa treyst sjálfstæðismönnum fyrir heilbrigðismálunum. RÆTT UM HEILBRIGÐISKERFIÐ Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á Alþingi í gær. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 17 0 5/ 08 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Ganga um Hengils- svæðið Sunnudaginn 11. maí verður farin gönguferð um Engidal og inn í Marardal í vestanverðum Henglinum. Gangan er létt og tekur u.þ.b. 4 klst. Mæting við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. NÝFÆDDUR NASHYRNINGUR Þetta nashyrningskríli kom í heiminn á miðvikudag í dýragarðinum í Krefeld í Þýskalandi. Myndin er tekin daginn eftir fæðinguna. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið BANDARÍKIN, AP Barnaníðingurinn, sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir í vikunni, var í fyrra- kvöld handtekinn í New Jersey í Bandaríkjunum. Ronald Noble, yfirmaður Interpol, segir árangur- inn af myndbirtingu í fjölmiðlum vera „ótrúlega góðan“. Níðingurinn er 58 ára gamall leikari, Wayne Nelson Corliss að nafni, en gengur einnig undir lista- mannsnafninu Casey Wayne. Hann var handtekinn skömmu eftir mið- nætti í Union City í New Jersey. Alþjóðalögreglan Interpol hafði undir höndum fjöldann allan af myndum af þessum manni þar sem hann sást níðast kynferðis- lega á ungum drengjum. Myndirn- ar fundust í tölvu í Noregi, en ekki var vitað hver maðurinn var. Interpol brá á það ráð að birta mynd af honum opinberlega á þriðjudag í þeirri von að einhver bæri kennsl á manninn, og fljót- lega bárust sterkar vísbendingar sem leiddu til handtöku aðeins tveimur dögum síðar. Noble segir Interpol nú íhuga að beita þessari aðferð á fleiri eftir- lýsta glæpamenn, ekki aðeins barnaníðinga heldur einnig hættu- lega menn. „Ég er sannfærður um að fleira fólk, sem hefur tekið myndir af sjálfum sér við að misnota börn fari að hugleiða það að gefa sig fram,“ sagði Noble. - gb Myndbirting Interpol á bandarískum barnaníðingi bar árangur: Barnaníðingur handtekinn WAYNE NELSON CORLISS Bandaríska lögreglan hafði hendur í hári hans stuttu eftir miðnætti á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Rússar og Banda- ríkjamenn hafa undirritað samning um samstarf að borgaralegri nýtingu kjarnorku. Samkvæmt samningnum fá ríkin gagnkvæman aðgang að sérfræðiþekkingu á sviði kjarnorkuvinnslu. Samvinna Rússa og Bandaríkj- anna í kjarnorkumálum hefur verið lítil á síðustu árum, ekki síst vegna ágreinings um það hve mikil hætta stafar af kjarnorkuvinnslu í Íran. Bandaríkin hafa gert sam- bærilegan samning við Kína og fleiri ríki. - gb Rússland og Bandaríkin: Nýr samningur um kjarnorku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.