Fréttablaðið - 09.05.2008, Side 26

Fréttablaðið - 09.05.2008, Side 26
[ ]Grilltíminn er hafinn. Gott ráð er að hreinsa grillgrindina fyrir notkun með því að nudda hana vel með lauk. Veitingastaðurinn Brons í Pósthússtræti 9 býður upp á öðruvísi hamborgara með kol- svartri turkish pepper-sósu. Svarti borgarinn eins og hann er kallaður hefur vakið mikla lukku. Svarta sósan er borin fram í skál og ætlast er til að henni sé hellt yfir kjötið. Einnig er hinni hefð- bundnu hamborgarasósu skipt út og piparrótarsósu er smurt inn á hamborgarabrauðið. Brons er tiltölulega nýr staður, til húsa þar sem Kaffibrennslan var áður. „Plötusnúðar spila hérna þrisvar í viku, við viljum hafa umhverfið lifandi með góðri tón- list, en við reynum að hafa tónlist- ina aldrei það hátt stillta að fólk geti ekki talað saman,“ útskýrir Aðalsteinn Sigurðsson, yfirþjónn staðarins. Brons býður upp á mikið úrval af tapas-réttum, einnig hefð- bundna hamborgara, samlokur, súpur og salöt. „Eftir hálfan mánuð munum við bæta við mat- seðilinn svo um munar, þá verða fleiri kjöt- og pastaréttir í boði í bland við tapas-réttina,“ segir Aðalsteinn. UPPSKRIFT AÐ SVARTA BORGARANUM Hefðbundið hamborgarakjöt með brauði Grænmeti, ostur og beikon Piparrótarsósa Svarta sósan: Turkish pepper-brjóstsykur bræddur í potti með vatni og hrært vel í. klara@frettabladid.is Svarti borgarinn slær í gegn Sósan er búin til úr turkish pepper-brjóstsykri sem er bræddur í potti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fair trade-kaffi TE & KAFFI TAKA ÞÁTT Í AÐ TRYGGJA SANNGJÖRN VIÐSKIPTI Nú hefur Te & kaffi hafið fram- leiðslu á fair trade-vottuðu kaffi sem fáanlegt er í öllum sérversl- unum fyrirtækisins. Markmiðið með fair trade er að auka jafnræði í alþjóða- viðskiptum og tryggja réttindi framleiðenda í þróunarlöndum þannig að þeir fái sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína. Kaffið kemur í þremur teg- undum. Með því að kaupa fair trade-vottað kaffi taka viðskipta- vinir þátt í að hjálpa fólki við að byggja upp fyrirtæki sem hlúir að samfélagi sínu og starfsmönnum og gefur aukna möguleika á hágæða framleiðslu. SÍÐUMÚLI 20 · REYKJAVÍK · WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591-5350 Einstök hönnunEinföld í notkunTengimöguleikarFrábær hljómur ...prófaðu hana þú sérð ekki eftir því!                    www.saltfi sksetur.is Saltfi sksetur Íslands/Upplýsingamiðstöð Grindavíkur sími 4201190 og 6607303

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.