Fréttablaðið - 09.05.2008, Side 42

Fréttablaðið - 09.05.2008, Side 42
City Surfer-hjól eru ný og handhæg samgöngutæki. Þau henta vel í stutta túra innanbæjar og eins á ferðalögum enda má fella þau saman svo lítið fari fyrir þeim. Hermann Fannar Valgarðsson og Valdi- mar Geir Halldórsson reka fyrirtækið Trail around Iceland, sem býður City Surfer-hjól- in til leigu og sölu. Þau eru framleidd í Kína en sams konar hjól njóta vaxandi vinsælda í stórborgum víða um heim. Þetta eru létt og þægileg hjól sem eru þeim eiginleika gædd að hægt er að fella þau saman þannig að lítið fari fyrir þeim. Þau eru því tilvalin á ferðalögum og komast vel fyrir í bílskotti. „Við sjáum fyrir okkur að ferðamenn og aðrir áhugasamir geti nýtt sér þessi hjól innan bæjar og verðum með leigu bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá eru hjólin einnig til sölu en þau má hæglega taka með sér í ferðalög. Þá þarf engan krók aftan á bílinn heldur má bara fella þau saman og skella þeim í skottið,“ útskýrir Valdimar. „Hjólin eru til dæmis sniðug fyrir húsbílaeig- endur, sem geta kippt þeim með í fríið. Þá er hægt að kanna næsta nágrenni við áfangastaðina með stuttum hjólatúr án þess að þurfa endilega að fara í spandex- gallann,“ bætir Hermann við. Hægt er að fella hjól- in saman með tveimur handtökum. Pe- dalarnir eru felldir inn og grindin brotin saman þannig að dekkin verði samhliða. Þá er auðveldlega hægt að taka hnakkinn og stýrið af ef hjólið þarf að taka enn minna pláss. Hermann segir hjól sem þessi njóta vin- sælda í stórborgum víða um heim þar sem fólk þarf að leggja langt frá vinnu. „Þá eru margir með svona hjól í skottinu og hjóla síðasta spölinn,“ segir hann og tekur dæmi af sams konar aðstæðum hér heima. „Hafnfirskur félagi minn lenti í stökustu vandræðum á leið til vinnu á meðan vörubíla- mótmælin stóðu sem hæst. Hann var á leið til Reykjavíkur en sat pikkfastur í Garðabæ. Hann brá á það ráð að sækja hjólið í skottið og hjóla í vinnuna á meðan sambýliskona hans, sem vinnur í Garðabæ, hélt leiðar sinnar á bílnum.“ Hermann og Valdimar segja hjólin einnig tilvalinn kost nú þegar eldsneytisverð nær sí- fellt nýjum hæðum. „Ef lítrinn fer upp í 300 krónur kostar um bil jafn mikið að fylla tank- inn eins og að kaupa hjól, sem er um leið mun um- hverfisvænni ferðamáti.“ Hermann og Valdimar verða með hjólin til sölu og leigu á Hljómalindarplaninu við Lauga- veg í sumar en þau verður einnig hægt að leigja á göngu- götunni á Akureyri. Fram að því má nálg- ast hjólin með því að senda póst á netfangið trail- iceland@trail- iceland.com. - ve 9. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Valdimar og Hermann verða með hjólaleigu og -sölu á Hljómalindarplaninu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hjól sem lítið fer fyrir Hægt er að fella hjólið saman á einfaldan hátt. Pedal- ar eru felldir inn og grind brotin saman svo dekkin verði samhliða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.