Fréttablaðið - 09.05.2008, Page 50

Fréttablaðið - 09.05.2008, Page 50
díana mist bland í gær og á morgun ... Maí rann loksins upp og aldursbömm- erinn fylgdi þétt á hælana. Ég á af- mæli í þessum annars yndislega vor- mánuði og verð þá 32 ára, hef farið á aldursblús í bráðum sjö ár og ekki hverfur hann með árunum. Ég verð að horfast í augu við það að vilja ekki fullorðnast sama hvað ég reyni. Ákvað þess vegna að gera eitthvað upp- byggilegt annað heldur en að hanga á barnum, fara í skemmtistaðasleik eða vakna uppi í rúmi hjá einhverjum Skugga-Baldrinum. FÖSTUDAGURINN 2. MAÍ byrjaði ekki beint vel. Þegar ég var að fara í vinn- una beið mín rósavínsflaska fyrir fram- an dyrnar. Flaskan var komin vel til ára sinna, miðinn gulnaður og sjúskaður. Sendandi þessa óvænta ó-glaðnings var ekkert unglamb heldur, nágranninn á neðri hæðinni, krúttlegur karlmaður á áttræðisaldrinum. Með flöskunni fylgdi umslag merkt mér en í því var nafn- spjaldið hans síðan 1970 og eitthvað og spaðakóngur, Mér fannst þetta mjög óþægilegt og fór öll hjá mér þegar hann „hljóp“ á eftir mér móður og másandi út á bílaplan í náttfötun- um og spurði mig hvort ég drykki ekki rósavín, bætti því við að á hans yngri árum hefði hann aldrei verið kallaður annað en spaðakóngurinn. Ég fór í vinnuna skjálfandi og gat ekki þurrk- að sjálfan spaðakónginn á neðri hæð- inni út úr hausnum á mér. Létti þegar vinkona mín hringdi og ítrekaði matar- boð og leikhúsferð seinna um kvöld- ið. Ég þyrfti þá ekki að fara heim. Ég fór til vinkonu minnar og við hlóg- um að kónginum sem biði mín heima við dyrnar eflaust enn þá á náttfötun- um með grá bringuhárin greidd upp úr náttskyrtunni. Hentum okkur síðan vel hressar í leikhúsgírinn og héldum í Þjóðleikhúsið á Ástin er diskó, lífið er pönk. Í sjálfu sér ágætisskemmt- un en meira að segja mér fannst ég vera of gömul fyrir þetta. Þar var Felix Bergsson leikari ásamt eiginmanni sínum, Baldri Þórhallssyni stjórnmálafræðingi. Jónsi í Svörtum fötum gerði sér þar sömuleiðis glaðan dag með eiginkonu sinni. Við vinkon- urnar fórum heim, ákváðum að vera fullorðnar og sleppa barnum í þetta skipti en enduðum eins og unglingar í staðinn, þar sem ég fékk að gista. LAUGARDAGURINN 3. MAÍ Fór aftur í ástarbrímann í húsið mitt. Andaði léttar þegar enginn kóngur á náttföt- um var sjáanlegur í stigaganginum, Brá heldur betur í brún þegar ég opn- aði inn til mín og sá þar spaðakóng sem hafði verið laumað undir hurðina hjá mér í skjóli nætur. Vonandi á hann ekki marga spilastokka. Fékk þá stór- kostlegu hugmynd að senda honum umslag með hjartadrottingu og hjarta- kóngi en ákvað frekar að bíða átekta í bili. Ég og vinkona mín vorum enn þá í unglingagírnum eftir gistingu nætur- innar og þegar hún sendi mér skila- boð hvort við ættum ekki að skella okkur á Hlustendaverðlaun FM var ég fljót að svara því „Geðveikt“. Smurði á mig brúnkukremi það sem eftir lifði dags. Vinkonan kom heim til mín og við tókum þetta alla leið. Máluðum okkur saman, skiptumst á fötum og hlustuðum á Mercedes Club. Þetta verður ekkert verra. Kom mér þó á óvart að Hlustendverðlaunin voru bara hressandi. Það fór mikið fyrir Ás- geiri Kolbeins yfirhnakka, sem var vel smurður og virtist mikið sækja í það að fara baksviðs. Einhverra hluta vegna kom hann alltaf út með bjór í hendi. Vona að hann hafi ekki drukk- ið alla þessa bjóra einn. Get ímynd- að mér að á bak við hnakkann sé eng- inn drykkjurútur en það er annað mál. Þarna var líka látúnsbarkinn, hinn eini sanni Bjarni Ara, ráðsettur með fjöl- skyldu sinni. Ragnhildur Gísladótt- ir og kærastinn hennar, Birkir Krist- insson, alsæl og svo voru náttúrlega allar hljómsveitir og grúppíur Íslands þarna. Ágústa Guðjóns og hinar mark- aðsskvísurnar hjá Síman- um létu sig ekki held- ur vanta. Við vinkon- urnar vorum nokk sáttar og fannst við bara hafa gott af því að sjá eitthvað annað en Bostonkl- íkuna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um fullorðins- helgi fékk ég unglinga- veikina og naut mín bara vel. Halldór Gylfason leikari „Alveg ágætis grill sem ég keypti úti á bensínstöð. Hreinsa það á næstu dögum því það verður mikið notað í sumar.“ „Flugu- box. Þess- ar elskur eiga eftir að blotna í sumar. Það er á hreinu.“ „Gítar. Þessi mun fara með í veiðiferðir og grillpartý í sumar og fá að finna fyrir því.“ „Glas. Gaman að hafa gott í glasinu á góðum degi.“ TOPP 10 „Garðslanga. Ég geri ráð fyrir þurru og heitu sumri.“ „Reiðhjólið mitt. Halla mín gaf mér þetta hjól í afmælisgjöf í fyrra. Í sumar mun ég hjóla, spara bensín og brenna fitu.“ „Sláttuvél. Svona græja var á mínu æskuheimili. Ég geng í barndóm þegar ég slæ grasið með henni.“ „Sundskýla. Eitt það besta við Ísland eru sundlaugarnar.“ „Sólgler- augu. Kostuðu 1.000 kall á bensín- stöð. Töff.“ „Þróttaraúlpan mín. Atli Eðvaldsson gaf mér þessa úlpu í jólagjöf. Hann hafði ekki not fyrir hana sjálfur eftir að hann var rekinn frá félaginu en það getur verið stundum lúmskt kalt í stúkunni.“ Ungl ingadei ld ir f yr i r 11-15 ára Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Einsöngsnám / Söngkennaranám Inntökupróf fara f ram í maímánuði Upplýsingar : 552 7366 / songskol inn. is . . .er e inn f remsti tónl istarskól i landsins og býður upp á a lhl iða tónl istarnám með söngröddina sem aðalhl jóðfæri Rauðarárstígur 14 Sími 551 5477 SENDINGIN KOMIN takmarkað magn EUROBANDIÐ Í SMÁRALIND Eurovision-aðdáendur ættu ekki að láta sig vanta í Vetrargarðinn í Smáralind þar sem Eurobandið verður með sitt síðasta gigg áður en Friðrik Ómar og Regína fara til Serbíu. Einnig munu þau fagna fyrsta geisladiski Eurobandsins sem kemur út í dag. Skemmtunin verður frá kl. 14-16 og það borgar sig eflaust að mæta snemma til að komast að. 14 • FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.