Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2008, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 09.05.2008, Qupperneq 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Það er ekki svo langt síðan ég átt-aði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefni- lega femínisti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. FEMÍNISTI, femínisti, femínisti. Orðið eitt og sér fær suma til að skjálfa af ótta og bræði. Lengi vel hélt ég að það að vera femínisti þýddi bara að maður vildi gera eitt- hvað til að jafna stöðu kynjanna. Nú hefur almannarómur hins vegar ruglað mig í ríminu og mér sýnist að almennt sé álitið að við femínist- ar séum stórhættulegt fólk. Það kemur svo sem ekki á óvart. Eitt helsta einkenni femínista er nefni- lega að þeir eru kafloðnir og allir sem lesið hafa sinn skerf af ævin- týrum og hryllingsbókmenntum vita að loðið fólk er yfirleitt vafa- samt. Til dæmis varúlfar. KARLHATARAR, kvenrembur, öfgakellingar og teprutruntur eru meðal þeirra skemmtilegu orða sem ég hef heyrt notuð til að lýsa femínistum. Fordómarnir eru þreytandi en ég viðurkenni nú samt að tilhugsunin um að fólk sé hrætt við mig er svolítið kitlandi. Hugsið ykkur, ég skrepp kannski í bíó og fæ mér sæti í sal fullum af fólki sem á sér einskis ills von og grunar ekki að í hópnum er stórvarasamur femínisti. Svona svipað og veslings fólkið í útlöndum sem sest upp í strætó og hefur ekki hugmynd um að á meðal þeirra er bandbrjálaður sjálfsmorðssprengjumaður. VIÐ femínistar höfum ýmislegt á samviskunni. Einhvers staðar las ég að það væri okkur að kenna að strákar þurfa að læra að prjóna í grunnskóla og marga hef ég heyrt halda því fram að femínistar vilji banna flest það sem fólki finnst skemmtilegt. Súludans til dæmis. Nýjustu ásakanirnar ná síðan alveg nýjum hæðum í frumleika. Það er víst við femínista og þeirra áróður að sakast þegar stúlkur á Selfossi taka upp á því að klaga prestinn sinn fyrir ósæmilega hegðun í sinn garð. Bannsettir femínistar. EFLAUST væri heimurinn svolítið einfaldari ef jafnréttissjónarmiðin hefðu aldrei fengið hljómgrunn. Þá væri enginn að spá í hvað gerðist eða gerðist ekki í kirkjunni á Sel- fossi og enginn myndi ergja sig á því þótt karlkyns dagskrárstjóri sjónvarps sé með hærri laun en kvenkyns dagskrárstjóri útvarps. Það þætti bara sjálfsagt mál enda öllum ljóst að konur hafa minni heila en karlar. Galdrafár ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Á Krít tvinnast nútíminn saman við glæsta fornöld grísku eyjanna með forvitnilegum hætti; þröng stræti milli gamalla húsa og fyrsta flokks hótel við strendur Eyjahafsins. Krít er rómuð fyrir gestrisni heimamanna og daglegt líf á eyjunni er litríkt og spennandi. Gist er á úrvals hótelum í bæjunum Chania og Rethymnon og boðið er upp á fjölbreyttar kynnisferðir. Svo er líka fínt að slappa af á ströndinni eða snæða góðan mat með innfæddum. Helios Cretan Dream Royal Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 73.397,- Snyrtilegt, fjölskyldurekið íbúðahótel með fallegum og vönd- uðum íbúðum. Sundlaugargarður og góð aðstaða fyrir börnin. Nýlegt og fallegt íbúðarhótel aðeins 50 metra frá ströndinni. Sundlaugargarður með fyrirtaks aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Verðdæmi: 79.531,- á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó með hálfu fæði í 1 viku 27.ágústá mann m.v. 2 með tvö börn í 2 vikur 27.ágúst Verð á mann m.v. tvo fullorðna í stúdíó í 2 vikur 27.ágúst: 87.343,- Ódýrustu sætin bókast fyrst! Söfnunarsími www.raudikrossinn.is 4.32 13.24 22.19 4.00 13.09 22.20 Í dag er föstudagurinn 9. maí, 130. dagur ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.