Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 74
MENNING 44
V
erkið er úr bronsi og
verður einir fimm metr-
ar á hæð. Gabríela kall-
ar það minnisvarða –
áminningu um
mögu leikana, innblásið af gjaf-
mildi góðs samstarfs ólíkra aðila
og endurspegli þannig undirstöðu
þeirrar byggðar sem rísa eigi í
Urriðaholti.
Hugmyndina að verkinu segir
Gabríela að megi rekja til þess
þegar M/M-tvíeykið kom hingað
til lands í tengslum við frönsku
menningarhátíðina Pourqois pas?
snemma árs 2007. Þá hófst hug-
myndavinna á bak við Tree of
Signs og haldin var sýning í Hönn-
unarsafni Íslands í Garðabæ á
frumteikningum að verkinu.
Tréð byggist á sömu leturgerð
M/M og notuð var fyrir umslag
utan um Medúllu Bjarkar, og notað
var sem grunnur undir allt prent-
að efni og þrívíða hluti sem þeir
Mathias Augustyniak og Michael
Amzalag unnu í samstarfi við
Gabríelu fyrir Tvíæringinn í Fen-
eyjum. Í Táknatrénu verður letur-
gerðin hins vegar algerlega þrí-
víð og teikningar Gabríelu
mótaðar í lágmyndir sem hanga
munu í trénu eins og ávextir eða
fræ. „Þegar samstarf við Urriða-
holt kom til tals og við hófum að
kynna okkur hugmyndafræði þess
kom hún heim og saman við hug-
myndir okkar. Auk þess hafði
okkur alltaf langað að setja tréð
upp á óbyggðu svæði,“ segir
Gabríela.
„Við hjá Urriðaholti fréttum af
M/M í gegnum menningarfulltrúa
Garðabæjar og fórum stuttu síðar
með þá Mathias og Michael í skoð-
unarferð upp undir Búrfellsgjána.
Það er sjaldgæft að menn komist í
tæri við jafn ósnortið land svo
skammt frá byggð, enda hrifust
þeir af náttúrufegurðinni.
Skömmu síðar var ákveðið að tréð
yrði fyrsta mannvirkið til að rísa í
Urriðaholti. Það er skemmtilega
táknrænt og gefur áþreifanleg
skilaboð um gróanda og vöxt í
Urriðaholti,“ segir Sigurður Gísli
Pálmason, sem situr í stjórn
Urriðaholts ehf.
Gabríela segir það besta við
Táknatréð að það sé svo að segja
stallalaust, ólíkt flestum listaverk-
um í opinberu rými. „Í slíkum
rýmum finnst mér vera unnið á
móti listinni með því að búa til fyr-
irfram ákveðinn ramma utan um
allt, en þannig nær verkið sjaldan
að þróast eðlilega og samsvara sér
í umhverfinu,“ segir Gabríela.
Hún segir þetta einnig speglast í
því að leturgerðin sem notuð er í
verkinu rammi ekki inn heldur
skapi möguleika. „Hin formræna
heimspeki og heimspekin á bak
við Urriðaholt eiga vel saman. Það
er að segja að spila með möguleik-
um náttúrunnar og rekast ekki á
hana, heldur nota mjúk form sem
mynda meira samspil.“
Gabríela Friðriksdóttir var full-
trúi Íslands á Feneyjatvíæringn-
um 2005. Sagt er um verk Gabrí-
elu að í þeim birtist innra landslag,
þar sem ímyndaður kynjaheimur
forsögulegs tíma rennur saman
við samtímann. Hún framkallar
heim þar sem engin rökvís orð
geta dregið skýr mörk á milli
myrkra tilfinninga og gleði, og í
stað öryggiskenndar þarf áhorf-
andinn að kljást við tákn og minni.
Gabríela leitar fanga í náttúrunni,
tónlist og stefnulausum samræð-
um fólks og vinnur með ólíka
miðla samtímans. Tvíeykið M/M
er til húsa í París og í því eru þeir
Mathias Augustyniak og Michael
Amzalag. Þeir eru meðal þekkt-
ustu grafísku hönnuða samtímans.
Michael Amzalag stundaði nám
við hinn virta skóla École Nationale
Supérieure des Arts Décoratifs í
París og Mathias Augustyniak
útskrifaðist með MA-gráðu frá
Royal College of Art í London. Frá
því að þeir stofnuðu M/M (París)
hafa þeir komið víða við. Þeir hafa
starfað með tónlistarmönnum á
borð við Björk, hannað listaverka-
bækur fyrir söfn eins og Musée
d’Art Moderne og Centre Pomp-
idou í París og unnið náið með
heimsfrægum listamönnum. Þar á
meðal má nefna Philippe Parreno
og Pierre Huyghe, en sá síðar-
nefndi sýndi nýverið verk sín í
Listasafni Reykjavíkur á franskri
menningarhátíð. Þeir M/M hafa
hannað fyrir tískuhúsin Yohji
Yamamoto og Calvin Klein, lagt til
ritstjórnarefni fyrir tímarit á borð
við V Magazine og voru um
tveggja ára skeið listrænir stjórn-
endur franska Vogue.
Hinn áhrifamikli listgagnrýn-
andi Hans Ulrich Obrist hefur
sagt um M/M að tvíeykið hafi
breytt hugmyndum manna í París
til grafískrar hönnunar. Nú þykir
það sjálfsagt að starf hönnuðar
tengist samhliða tísku, myndlist
og tónlist, en þannig var það ekki
fyrir fimmtán árum. Mathias Aug-
ustyniak og Michael Amzalag áttu
sinn þátt í að breyta landslaginu í
þessum efnum á tíunda áratugn-
um með hönnun sinni og eru enn í
fararbroddi þeirrar þróunar. Í
raun má segja að þeir takmarki
sig ekki við grafíska hönnun held-
ur skapi þeir sjónrænt tungumál
sem brúar bilið milli ólíkra
heima.
Táknatréð rís í Urriðaholti
Verkið í málmsteypu í París. Brátt mun það gnæfa í Urriðaholti og taka á móti vind-
um úr norðri og suðvestri.
Á morgun rís í Urriðaholti ofan við byggð í Garðabæ
stórt verk úr kopar sem Gabríela Friðriksdóttir hefur
hannað í samstarfi við franska tvíeykið í hönnunar-
fyrirtækinu m/m. Er það fyrsta mannvirkið sem rís í
fyrirhuguðu byggingarlandi þar við jaðar Heiðmerkur.
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON MYNDLIST
Í dag opna tvær sýningar á Kjarvalsstöðum í tengslum við Listahátíð á vegum Listasafns Reykjavíkur. Í samstarfi við Félag lands-
lagsarkitekta, sem um þessar
mundir fagnar þrjátíu afmæli,
hefur landslagsarkitektinn og
listakonan Martha Schwartz
hannað sex metra háan sýningar-
skála sem stendur í garðinum við
húsið. Verkið er í raun skúlptúr,
garður, landslag − allt í senn: hlíð-
ar klæddar áli. Verkið kallar
listakonan „Ég hata náttúruna
Reykjavík“. Það er reist með til-
styrk Ingibjargar Kristjánsdótt-
ur og Ólafs Ólafssonar.
Verk Mörthu kallast á við meg-
insýninguna á Kjarvalsstöðum,
Drauma um ægifegurð í íslenskri
myndlist, sem Æsa Sigurjóns-
dóttir tók saman og sett var upp í
Brussel fyrr í vetur. Þar tekur
Æsa til endurskoðunar náttúru-
hugtakið í verkum íslenskra
myndlistarmanna í víðum skiln-
ingi. Þarna ægir öllu saman: tón-
uðum ljósmyndum Vigfúss Sig-
urgeirssonar sem kallast á við
nýlegar myndir Spessa og Péturs
Thomsen. Þar er stór skúlptúr
Kristjáns Guðmundssonar frá
1988, Blá færsla úr fimm stórum
pappírsrúllum, sem ekki hefur
sést áður hér á landi. Þarna er að
sjá landslag í verkum Olgu Berg-
mann, Ólafs Elíassonar, útlegg-
ingar Halldórs Ásgeirssonar,
Gjörningaklúbbsins og fleiri á
landslagshugtakinu í verkum
okkar manna. Mun mörgum koma
á óvart hvernig landslagið teygir
sig inn í konseptið eftir eftir-
fylgjumönnum þess í íslenskri
myndlist.
Æsa greinir frá athugunum
sínum á ægifegurð landslagsins í
ítarlegri ritgerð í sýningarskrá
og rekur sporin í túni íslenskrar
myndlistar, tengir viðleitni okkar
að nema land í bókstaflegum
skilningi í myndgerð af ýmsu
tagi og setur hana í samhengi við-
tekinna en stundum falinna hug-
mynda í samtímanum og allt
aftur til hins rómantíska tíma
sem hóf til vegs hugmyndina um
hið villta í landinu um það leyti
sem sótt var á skóga og öræfi
Evrópu uns ekkert stóð eftir
nema ókleif fjöll og friðaðir skik-
ar.
Sýningin um ægifegurð í
íslenskri náttúru er samantekin
og uppsett með tilstyrk Lands-
bankans og menntamálaráðu-
neytisins.
Sýningarnar á Kjarvalsstöðum
verða uppi á Klambratúninu til 7.
september.
ÆGIFEGURÐ FJALLA Í MANNANNA VERKUM
So fucking peaceful, 2001, Daníel Magn-
ússson. Birt með leyfi listamannsins.