Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 46

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 46
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vesturland Flatey er perla Breiðafjarðar. MYNDIR/FRANK BRADFORD OG KRISTINN MAGNÚSSON. Hótel Flatey tekur fallega á móti fólki. Varla er völ á ferskara fæði en skelfiski beint úr Breiðafirðinum. Hér virðir Svanborg Siggeirsdóttir fyrir sér Látrabjarg. Óviðjafnanlegt fuglalíf, eyðibyggðir og óspillt náttúra eru meðal þess sem farþegar fá að kynn- ast í fjögurra daga ævintýrasiglingu Sæferða um Breiðafjörð. Aðalbækistöð er Hótel Flatey. „Ef fólk vill kynnast algerlega ósnortinni náttúru er þetta ferðin,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir, starfs- maður Sæferða, um fjögurra daga ferð sem fyrirtækið býður upp á í fyrsta sinn í ár. Svanborg segir hana hafa verið í undirbúningi um skeið og einkum markaðs setta erlendis. „Við siglum á Brimrúnu,“ segir hún aðspurð. „Það skip má taka 120 farþega en þetta eru lúxus ferðir fyrir fáa í einu, svona 15 til 20 manns.“ Aðallúxusinn segir Svanborg felast í móttökum og viðurgjörningi í Hótel Flatey en þar er hvílst og gist í ferðinni, snæddur morgunverður og dýrindis kvöld- verður. Að sjálfsögðu er farið í kirkjuna í Flatey og fleira markverkt skoðað í eynni. „Fólk fær notið einstakra þæginda á kvöldin og nóttunni og svo horfið aftur til fortíðar á daginn og fræðst um lifnaðarhætti fólks á fyrri tíð. Þá er færi rennt í sjó, siglt milli eyj- anna og fuglalífið skoðað,“ lýsir hún. „Einnig er farið í land á Svínanesi á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar er gengið upp á hæð og það er sama hvert litið er, ekk- ert byggt ból er að sjá. Hins vegar má búast við að villta refi beri fyrir augu og jafnvel örn. Svo er siglt undir Látrabjargið og farið í bað í heitri náttúrulaug við Brjánslæk. Í Suðureyjaferð er sýnishorn af botn- dýralífinu lagt á borð. Þar geta ferðalangar skoðað og smakkað skelfisk og varla er völ á ferskari matvælum. Andstæðunni kynnast þeir svo í Bjarnarhöfn þar sem staldrað er við í bakaleið og smakkað á hákarli og harðfiski. Allt er þetta eitt stórt ævintýri. Margir ferðamenn hafa prófað ótal ólíka hluti en þarna finna þeir eitthvað nýtt,“ fullyrðir Svanborg að lokum og bendir á heimasíðu fyrirtækisins www. saeferdir.is. - gun Ævintýri og einstök þægindi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.