Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 46
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● vesturland Flatey er perla Breiðafjarðar. MYNDIR/FRANK BRADFORD OG KRISTINN MAGNÚSSON. Hótel Flatey tekur fallega á móti fólki. Varla er völ á ferskara fæði en skelfiski beint úr Breiðafirðinum. Hér virðir Svanborg Siggeirsdóttir fyrir sér Látrabjarg. Óviðjafnanlegt fuglalíf, eyðibyggðir og óspillt náttúra eru meðal þess sem farþegar fá að kynn- ast í fjögurra daga ævintýrasiglingu Sæferða um Breiðafjörð. Aðalbækistöð er Hótel Flatey. „Ef fólk vill kynnast algerlega ósnortinni náttúru er þetta ferðin,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir, starfs- maður Sæferða, um fjögurra daga ferð sem fyrirtækið býður upp á í fyrsta sinn í ár. Svanborg segir hana hafa verið í undirbúningi um skeið og einkum markaðs setta erlendis. „Við siglum á Brimrúnu,“ segir hún aðspurð. „Það skip má taka 120 farþega en þetta eru lúxus ferðir fyrir fáa í einu, svona 15 til 20 manns.“ Aðallúxusinn segir Svanborg felast í móttökum og viðurgjörningi í Hótel Flatey en þar er hvílst og gist í ferðinni, snæddur morgunverður og dýrindis kvöld- verður. Að sjálfsögðu er farið í kirkjuna í Flatey og fleira markverkt skoðað í eynni. „Fólk fær notið einstakra þæginda á kvöldin og nóttunni og svo horfið aftur til fortíðar á daginn og fræðst um lifnaðarhætti fólks á fyrri tíð. Þá er færi rennt í sjó, siglt milli eyj- anna og fuglalífið skoðað,“ lýsir hún. „Einnig er farið í land á Svínanesi á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar er gengið upp á hæð og það er sama hvert litið er, ekk- ert byggt ból er að sjá. Hins vegar má búast við að villta refi beri fyrir augu og jafnvel örn. Svo er siglt undir Látrabjargið og farið í bað í heitri náttúrulaug við Brjánslæk. Í Suðureyjaferð er sýnishorn af botn- dýralífinu lagt á borð. Þar geta ferðalangar skoðað og smakkað skelfisk og varla er völ á ferskari matvælum. Andstæðunni kynnast þeir svo í Bjarnarhöfn þar sem staldrað er við í bakaleið og smakkað á hákarli og harðfiski. Allt er þetta eitt stórt ævintýri. Margir ferðamenn hafa prófað ótal ólíka hluti en þarna finna þeir eitthvað nýtt,“ fullyrðir Svanborg að lokum og bendir á heimasíðu fyrirtækisins www. saeferdir.is. - gun Ævintýri og einstök þægindi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.