Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.06.2008, Qupperneq 2
2 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Árni, áttu þeir aldrei, aldrei, aldrei, aldrei, aldrei að vinna á ísbirninum? „Ég held að þetta geti reynst okkur bjarnargreiði.“ Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu að ísbjörninn í Skagafirði hafi verið felldur og segja að það vanti viðbragðs - áætlun fyrir svona tilfelli. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtakanna. Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 INNFLUTTUR OG ÞJÓNUSTAÐUR AF UMBOÐI L.R. DISCOVERY 3 HSE Diesel Nýskr: 03/2006, 2700cc, 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 75.000 þ. Verð: 7.190.000 DÓMSMÁL Ásgeiri Davíðssyni, eig- anda súlustaðarins Goldfinger í Kópavogi, hefur verið dæmd ein milljón króna í miskabætur vegna umfjöllunar um meint mansal á staðnum í tímaritinu Ísafold. Jón Trausti Reynisson, þáver- andi ritstjóri Ísafoldar, og blaða- maðurinn Ingibjörg Dögg Kjart- ansdóttir eru dæmd til að greiða bæturnar, málskostnað og 300 þús- und krónur fyrir birtingu dómsins í dagblöðum. Öll ummæli í greininni um man- sal og tengsl Ásgeirs við mafíuna eru dæmd dauð og ómerk, en þó er sýknað fyrir bróðurpart þeirra ummæla sem stefnt var vegna. Málinu verður áfrýjað og Hreinn Loftsson hefur tekið að sér að verja Jón Trausta og Ingibjörgu Dögg fyrir Hæstarétti. Hreinn er stjórnarformaður Birtings, útgáfufélags Ísafoldar, sem hefur sameinast Nýju lífi undir ritstjórn Ingibjargar, og útgáfufélags DV, sem Jón Trausti ritstýrir. Hreinn hefur ekki stigið fæti í Hæstarétt sem lögmaður árum saman. En nú blöskrar honum. „Mér rennur blóðið til skyld- unnar að reyna að gera eitthvað til að stöðva þessa vitleysu,“ segir Hreinn. Hann telur að með dómn- um sé vegið alvarlega að tjáning- arfrelsinu og er bjartsýnn á að honum fáist hnekkt. „Ég tel að þarna hafi dómarinn slegið alvar- lega feilnótu sem verður að leið- rétta.“ - sh / sjá síðu 58 Ritstjóri og blaðamaður Ísafoldar dæmdir fyrir grein um mansal á súlustað: Geiri á Goldfinger fær milljón KÁTUR SÚLUKÓNGUR Ásgeir var að vonum ánægður með að ummælin væru dæmd dauð og ómerk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRUSSEL, AP Um 400 sjómenn frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal lokuðu í gær fyrir umferð um þá götu í Brussel þar sem flestar skrifstofur Evrópu- sambandsins eru til húsa til að vekja athygli á kröfum sínum um að sambandið grípi til aðgerða til að milda áhrif hækkaðs olíuverðs á lífsafkomu þeirra. Patrick Tabone hjá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB mælti með því að útgerðarmenn sættu sig við kröfur um niðurskurð veiðigetu fiskiskipaflotans til að vinna gegn ofveiði og draga úr kostnaði. - aa Sjómenn mótmæla í Brussel: Krefjast aðgerða vegna olíuverðs Ísl. Stærðfr. Enska Reykjavík 6,8 6,1 7,1 SV kjördæmi 6,9 6,3 7,1 NV kjördæmi 6,5 5,3 6,5 NA kjördæmi 6,6 5,5 6,7 Suðurkjördæmi 6,2 5,0 6,5 Landið allt 6,7 5,8 6,9 Meðaltal eftir landshlutum úr samræmdum prófum í 10. bekk FJÖLMIÐLAR Umfjöllun um hvítabjörninn sem felldur var í Skagafirði í fyrradag hefur ratað á síður erlendra fjölmiðla. Í Mail Online er fyrirsögnin að fyrsti hvítabjörninn sem leggi leið sína til Íslands í fimmtán ár hafi verið skotinn fyrir framan áhorfendur. Í Berlingske tidende segir að hvítabirninum sem var þreyttur eftir sund frá Grænlandi hafi ekki verið til setunnar boðið á Íslandi heldur hafi yfirvöld gefið tilmæli um að skjóta þreyttan ferðalanginn. - jse Erlendir fjölmiðlar: Drepinn í viður- vist áhorfenda MENNTUN Nemendur í tíunda bekk sem luku námi frá grunnskólum landsins með samræmdum prófum í vor fengu að meðaltali 6,23 í einkunn. Af töflum Námsmatstofnunar má lesa að besta meðalárangrin- um í stærðfræði, íslensku og ensku náðu nemendur í Suðvest- urkjördæmi. Síst gekk hjá nemendum í þessum kjarnagrein- um í Suðurkjördæmi. - gar Íslensk grunnskólabörn: Brautskráð með einkunnina 6,23 SJÁVARÚTVEGUR Þorskkvótinn verður ekki minnkað- ur í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. Hafrannsóknastofnun kynnti veiðiráðgjöf sína í gær. Tillögur stofnunarinnar gera ráð fyrir niðurskurði þorskkvóta um 6.000 tonn miðað við núverandi kvóta, úr 130.000 tonnum í 124.000 tonn. Ríkisstjórnin hafði hins vegar áður búið til aflareglu sem gerir ráð fyrir 130.000 tonna kvóta að lágmarki. Sjávarútvegsráðherra staðfesti svo í gær að þeirri stefnu yrði fylgt. Einar segir tillögur Hafrannsóknastofnunar hafa verið fyrirsjáanlegar. „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart í þessum tillögum. Skýrsla stofnun- arinnar frá því í fyrra gaf okkur vísbendingar um hver stærð viðmiðunarstofnsins yrði. Jákvæðu tíðindin eru þau að það er meiri vöxtur í hrygning- arstofnunum en menn höfðu gert ráð fyrir. Það ætti að skila okkur jákvæðum afrakstri þegar fram í sækir,“ segir Einar. Tillögur Hafrannsóknastofnunar gera einnig ráð fyrir að dregið verði úr afla á ýsu úr 95 þúsund tonnum í 83 þúsund tonn, og að aflamark á ufsa lækki úr 60 þúsund tonnum í 50 þúsund tonn. Þá er lagt til að veiði á humri verði aukin úr 1900 tonnum í 2200 tonn. - kg Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 6.000 tonna niðurskurði: Þorskkvótinn ekki minnkaður EINAR K. GUÐFINSSON Sjávarútvegsráðherra mun ekki minnka þorskkvóta í samræmi við veiðiráðgjöf Hafró. BJÖRNINN Í HEIMSPRESSUNNI Í Mail Online segir að fyrsti hvítabjörninn sem synt hafi til Íslands í fimmtán ár hafi verið skotinn fyrir framan áhorfendur. DÝRALÍF Talsvert hefur verið um að fólk hafi tekið unga sem fallið hafa úr hreiðrum og farið með þá í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Það getur þó verið hættulegt fyrir ung- ana og dregið mjög úr lífslíkum þeirra. Fremur á að leyfa þeim að vera. Þetta segir Tómas Óskar Guð- jónsson, forstöðu- maður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. „Það er á þess- um árstíma sem ungar eru að klekj- ast úr eggjum og komast á legg. Gríðarlega mikið er um að fólk „bjargi“ ungum sem falla úr hreiðr- um, og jafnvel hlaupi þá uppi. Fólk telur sig vera að gera góða hluti, en er í raun að minnka lífslíkur ung- anna til muna. Við viljum eindregið hvetja fólk til þess að láta fuglana vera,“ segir Tómas. „Að sjálfsögðu tökum við þó á móti ungum í brýnni neyð, til dæmis hafi verið keyrt yfir móður þeirra. Þá má koma með þá í Húsdýragarðinn og við tökum niður upplýsingar um fundarstaðinn, hver hafi fundið þá og fleira.“ Krakkarnir á Vitastíg 20 fundu unga í garðinum hjá sér sem fallið hafði úr hreiðri sínu. Bryndís Ólafs- dóttir, móðir Margrétar Nínu Geirs- dóttur, varð vitni að fundinum: „Þetta var voðalega spennandi og mikið ævintýri fyrir krakkana. Ég held að þetta hafi verið starra- eða þrastarungi,“ segir hún. Þau brugð- ust réttilega við og leyfðu unganum að vera. gunnlaugurh@frettabladid.is Ungarnir eiga að bíða eftir mömmu sinni Forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins mælir ekki með því að fólk „bjargi“ fuglsungum sem fallið hafa úr hreiðri og taki þá í garðinn. Það getur stefnt lífi ungans í hættu. Heldur á að bíða eftir því að móðir sæki ungann. EVA ULRIKE SCHMIDHUBER Mælir ekki með því að farið sé með unga sem hafa fallið úr hreiðrum sínum í Húsdýragarðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR MARGRÉT NÍNA OG EINAR STEINN Krakkarnir fundu unga í garðinum sínum. Þau brugðust rétt við og leyfðu honum að vera. SLÖKKVILIÐ Konu á Hávallagötu tókst að slökkva eld í potti með því að fleygja yfir hann eldvarnar- teppi síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði sem kallað hafði verið á vettvang var konan með barn á handleggnum þegar hún réði niðurlögum eldsins. Slökkviliðsmenn fóru í Hafnar- fjarðarhöfn laust fyrir fjögur í gær vegna nokkur hundruð lítra af olíu sem láku í sjóinn við togarann Víði. Stóð á endum að þegar olían hafði verið þrifin upp barst tilkynning um eld í mannlausu húsi þar í höfninni. Hann var slökktur. - gar Hetjudáð á Hávallagötu: Slökkti eld með barn í fanginu LÖGREGLUMÁL Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar trukkur með tengivagn valt á veginum frá Vesturlandsvegi að Álfsnesi um klukkan 16 í gær. Trukkurinn var fullhlaðinn og vó um 45 tonn. Ökumaður hlaut höfuðáverka þegar bíllinn valt eina og hálfa veltu. Var hann fluttur á slysadeild. Ekki er talið að meiðsli hans séu alvarleg, en lögregla hafði ekki enn tekið af honum skýrslu í gærkvöldi. - kg Bílvelta á Vesturlandsvegi: Valt með 45 tonna farm Ölvaður og ökuréttindalaus ökumað- ur var tekinn á 171 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi í gær. Minnstu munaði að maðurinn keyrði framan á lögreglubílinn sem stöðvaði hann. LÖGREGLUMÁL Ölvaður í ofsaakstri SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.