Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 6

Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 6
6 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu Bílvelta í Álftafirði Ökumaður slapp án teljandi meiðsla þegar hann velti bíl sínum í Álfta- firði í Ísafjarðardjúpi um klukkan 19 á þriðjudagskvöldið. Talið er að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Bifreiðin hafnaði á hvolfi utan vegar og er mikið skemmd, ef ekki ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR Gæði vatnsins að aukast Rannsóknir á neysluvatni í Hveragerði benda til þess að gæði vatnsins séu að aukast. Eru bæjarbúar þó enn um sinn hvattir til að sjóða neysluvatn sitt þar til tilkynnt verður um annað. Hægt er að nálgast vatn á flöskum við þjónustumiðstöðina að Austurmörk 7. HVERAGERÐI NÁTTÚRA „Ég hef eiginlega verið í símanum frá því að björninn var felldur, að tala við fólk sem er heitt í hamsi vegna atburðanna,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Norður- lands vestra. „En ég tel að ákvörð- unin hafi verið hárrétt miðað við þær aðstæður sem við var að etja.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa margt tiltækt svo raunhæft sé að svæfa ísbjörn. „Í fyrsta lagi yrði að vera deyfilyf og byssa á svæð- inu þannig að ekki tæki nema örfá- ar klukkustundir eða skemur að komast yfir það,“ segir hann. „Í öðru lagi yrði að vera til búr til að geyma hann í, í þriðja lagi yrði að liggja fyrir hvernig ætti að flytja hann og hvert og þá yrðu menn að vera tilbúnir að leggja út í þann kostnað sem því fylgir, til dæmis ef á að flytja hann til heimkynna sinna. Og svo þyrfti náttúrlega mannskap sem kann með allt þetta að fara.“ Ólafur Ingólfsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem bjó um ára- skeið á Svalbarða og hefur farið þangað í rannsóknarleiðangra, tekur undir með Þorsteini. „Ef ég mætti hvítabirni í Skagafirði þá myndi ég skjóta hann á staðnum,“ segir hann. „Hann er svo sem ekki sérlega árásargjarn í eðli sínu en ef hann ókyrrist og leggur til atlögu við fólk þá endar það annað hvort með því að maður lætur lífið eða björninn, eðli hans er þannig að það er enginn millivegur.“ „Ég ætla ekki að rengja þá Þor- stein og Ólaf, ég var heldur ekki á svæðinu og á því erfitt með að leggja mat á þetta,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands. „Hins vegar er alveg ljóst af viðbrögð- um almennings að mikill meiri- hluti fólks vill að við verndum náttúruna og ef það var ekki ger- legt í Skagafirði þá tel ég alla vega mikilvægt að þannig verði búið um hnútana að við getum brugðist þannig við í framtíðinni að sómi verði af fyrir land og þjóð.“ Hann segir að Clare Sterling hjá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum hafi sagt að samtökin byðust til að aðstoða Íslendinga að bregðast við í tilfellum sem þessum án þess að fella dýrið. jse@frettabladid.is Ekki raunhæft að svæfa hvítabjörninn Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra segir að ekki hafi verið raun- hæft að svæfa ísbjörninn. Fjallað hefur verið um málið í erlendum fjölmiðlum. Árni Finnsson segir mikilvægt að hægt verði að taka á svona máli. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON ÁRNI FINNSSON SÁDI-ARABÍA, AP Abdullah, konung- ur Sádi-Arabíu, sagði í gær að íslam yrði að hrista af sér hættur öfgastefnu til að múslimar geti komið betur á framfæri hinum „góða boðskap“ trúarbragðanna. Konungurinn lét þessi orð falla í ávarpi við upphaf ráðstefnu í hinni helgu borg Mekka, þar sem fulltrúar frá mörgum múslima- löndum og hinum ólíku trúardeild- um íslams voru saman komnir með það að markmiði að samræma afstöðu sína fyrir skipulagðar samræður milli kristni og íslams. Sérstaklega er Abdullah umhugað um að sjía- og súnnímúslimar snúi bökum saman. - aa Ráðstefna í Mekka: Íslam hristi af sér öfgastefnu NÁTTÚRA „Hrossin hlupu öll niður úr dalnum þegar verið var að eiga við björninn, hann hefur líklegast eitthvað reynt að nálgast þau,“ segir Agnar Búi Agnarsson, bóndi á Heiði í Laxárdal, en þar í daln- um var björninn felldur í fyrra- dag. Hann segir að hrossin hafi verið hvekkt lengi á eftir og tók hann nokkur þeirra heim í tún í fyrradag og fór síðla dags í gær að kanna hin hrossin, en ekki náð- ist í hann þegar því verki var lokið. Starfsfólk Náttúrustofu Norð- urlands vestra var um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir Skaga í gær til að athuga hvort einhver ummerki væru eftir björninn eða hvort annar væri þar á ferð, en ekkert athugavert sást. Að sögn Þor- steins Sæmundssonar, forstöðu- manns stofunnar, verður farið um svæðið á morgun í frekari könn- un. Athugaður var möguleikinn á að láta sporhund rekja ferðir hvítabjarnarins en að sögn Þor- steins reynist það ekki mögulegt. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hefur enginn tilkynnt um búsifjar vegna bjarnarins. Einnig hefðu fyrstu athuganir leitt í ljós að hann hefði lítið í maga. - jse Bóndi í Skagafirði segir að hrossin hafi hlaupið undan birninum: Björninn sótti í hrossin AGNAR BÚI AGNARSSON Bóndinn á Heiði telur að ísbjörninn í Skagafirði hafi sótt í hrossin sín en þau flúðu inn dalinn og voru skelkuð lengi á eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Björn Elíasson, skipstjóra frá Dalvík, dreymdi á dögunum komu ísbjarnar. Heimamenn telja margir drauminn hafa ræst með komu bjarnarins í gær en sá var brúnn og hvítur rétt eins og björninn í draumnum. Sjálfur er Björn varkár og veit, eins og aðrir góðir draumaráðningamenn, að fyrirboðar eru yfirleitt ekki svona blátt áfram. „Það er ómögulegt að vita hvort draumurinn hafi verið fyrirboði fyrir eitthvað annað,“ segir Björn sem hefur verið berdreyminn lengi. „Á mínum yngri árum var ég berdreyminn en þá dreymdi mig fyrst og fremst fyrir afla.“ Þó svo að fæstir myndu flokka ísbirni sem „afla“ virðast vera skiptar skoðanir um það ef miðað er við afdrif bjarnarins í gær. Spurður um örlög ísbjarnarins segist Björn vera óánægður með að hann hafi verið drepinn. „Það er alltaf slæmt að taka líf – það skiptir ekki máli hvaða líf það er. Ég hefði viljað, eins og margir aðrir, að hann hefði verið deyfður eða fangaður og fluttur til síns heima.“ - ges Björn Elíasson, heimilismaður á Dalbæ á Dalvík, er berdreyminn: Björn dreymdi hvítabjörninn BJÖRN ELÍASSON ÍSBJÖRNINN FALLINN Margt hefði þurft að koma til sem nú er ekki til að dreifa, að mati forstöðumanns Náttúrustofu Norður- lands vestra, svo telja mætti raunhæft að svæfa hvítabjörninn í Skagafirði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM KJÖRKASSINN Var nauðsynlegt að skjóta ísbjörninn í Skagafirði? JÁ 44,7% NEI 55,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fylgjast með Evr- ópukeppninni í knattspyrnu? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.