Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 8

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 8
8 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR 1. Hvað eru til margar heimild- ir um komur ísbjarna hingað til lands frá landnámi? 2. Hvar hyggjast erlendir aðil- ar leita kaleiks Krists í sumar? 3. Hvað heitir íslenski kórinn sem sigraði í kórakeppni í Frakklandi nýverið? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 70 Auglýsingasími – Mest lesið EFNAHAGSMÁL „Það kemur á óvart hvað spáin er svartsýn,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra um nýja hagspá OECD. Hægt sé að gefa sér ýmiss konar forsendur, en ástandið gefi ekki tilefni til svo alvarlegra spádóma. „Það er sjálfsagt að nota slíka spádóma sem hvatningu til að koma í veg fyrir að þeir gangi eftir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja það, með því að efla atvinnustigið og ná tökum á ástandinu. Ég tel að okkur hafi gengið ágætlega að gera það,“ segir Björgvin. „Ég hef ekki trú á því að sveifl- an niður á við verði svona djúp. Ég held að okkur muni ganga tals- vert betur að lenda og ná jafn- vægi en OECD spáir í þessari skýrslu,“ segir Björgvin. „Í fljótu bragði sýnist mér þessi spá OECD í samræmi við þær spár sem við höfum verið að sjá,“ segir Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ. Hann segir að þó tölurnar séu ekki nákvæmlega þær sömu sé sú mynd sem dregin sé upp í spánni kunnugleg. „Það er að hægjast um í hag- kerfinu, og við erum að fara í gegnum stöðnunar- eða samdrátt- arskeið á næstu tveimur árum.“ Ólafur Darri setur þó fyrirvara við þá niðurstöðu OECD að atvinnuleysi verði nærri sex pró- sentum á næsta ári. Þar sé notast við aðrar forsendur en Vinnu- málastofnun, sem mæli raun at- vinnuleysi með afar nákvæmum hætti. Hann segir þó spá OECD um atvinnuleysi alvarlega, sérstak- lega þar sem líklegt sé að það komi misjafnlega illa niður á atvinnugreinum. Búast megi við erfiðu ástandi í byggingariðnaði og í þjónustugeiranum. „Þetta kemur ekki á óvart, þetta er í stíl við aðrar spár,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er mikil óvissa varðandi allar spár. Útkoman á þessu ári fer fyrst og fremst eftir því hvort það opnast aftur eðlilegur aðgang- ur að alþjóðlegum fjármagns- mörkuðum, og að bankarnir geti farið að lána íslenskum fyrirtækj- um,“ segir Vilhjálmur. Gerist það ekki gæti útkoman orðið enn verri en OECD spáir, segir Vilhjálmur. Opnist aftur fyrir aðgang að lánsfé fljótlega sé möguleiki að klóra í bakkann og bæta ástandið. brjann@frettabladid.is Svört spá kemur ráð- herra á óvart Spá OECD um efnahagsástandið hér á landi er hvatning til stjórnvalda að koma í veg fyrir að spáin rætist segir, viðskiptaráðherra. Spáin er í samræmi við aðrar spár um ástandið, segir hagfræðingur ASÍ. ■ Atvinnuleysi í ár verður 3,4 pró- sent, en 5,7 prósent árið 2009. ■ Hagvöxtur dregst saman og verð- ur 0,4 prósent í ár, en neikvæður um 0,4 prósent árið 2009. ■ Neysluverðsvísitala mun hækka um 9,8 prósent á árinu, og um 6 prósent á næsta ári. ■ Einkaneysla mun dragast saman og verða neikvæð um 0,9 prósent í ár, og neikvæð um 4 prósent árið 2009. ■ Áfram er þörf á aðhaldssamri peningamálastefnu Seðlabankans, og þörf á frekari styrkingu gjaldeyr- isforðans, að mati OECD. HAGSPÁ OECD ATVINNULEYSI Hætt er við að ákveðnar atvinnugreinar fari verr út úr efnahags- ástandinu en aðrar, segir hagfræðingur ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti slasaðan sjómann í togarann Drangavík VE-80 sem var við veiðar um 14 sjómílur norðvestur af Látrabjargi á þriðjudagskvöldið. Sjómaðurinn hafði klemmst illa undir sverum vír og hlotið opið beinbrot á hendi. Þyrlan var á æfingu með Björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði þegar kallið kom svo hún var fljót á vettvang. Hún lenti með manninn við Landspítal- ann í Fossvogi laust fyrir ellefu um kvöldið. Maðurinn fór í aðgerð og er búist við að hann fái að fara heim í dag. - ovd Sótti slasaðan sjómann: Hlaut opið beinbrot SJÁVARÚTVEGUR Enginn vafi er á því að álit mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðana er ekki lagalega bindandi, jafnvel þótt ríki hafi full- gilt samning um nefndina. Þetta er álit Helga Áss Grétarssonar, sér- fræðings hjá lagastofnun Háskóla Íslands. Þingmenn Vinstri grænna full- yrtu á fundi nýverið að álit mann- réttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé laga- lega bindandi, þar sem Ísland hafi staðfest samninga um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þessu eru forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar ósammála. „Álit nefndarinnar eru ekki laga- lega bindandi, en þau geta haft pól- itíska og samfé- lagslega þýðingu og geta verið grundvöllur umræðu um við- komandi efni,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að ólíkt dómum Mannréttinda- dómstóls Evrópu séu ekki dæmdar bætur á grundvelli álits nefndar- innar og engar leiðir séu til að tryggja að þeim sé framfylgt. Ríki fara ekki alltaf eftir álitum nefndarinnar. Helgi bendir á að nefndin hafi árið 2001 komist að þeirri niðurstöðu að innflytjenda- löggjöf Ástralíu væri í andstöðu við ákvæði samningsins. Þrátt fyrir það hafi löggjöfinni ekki verið breytt. - bj Sérfræðingar lagastofnunar HÍ um álit mannréttindanefndar SÞ um kvótakerfið: Álitið ekki lagalega bindandi ÁLIT Mannréttindanefnd SÞ taldi íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið stang- ast á við samninga um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. HELGI ÁSS GRÉTARSSON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.