Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 18

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 18
18 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR F lóttamenn hafa verið til jafn lengi og menn hafa átt í átökum og hamfarir hafa riðið yfir. Í gegnum aldirnar eru til sögur af hópum fólks sem flúið hafa ofsóknir og átök, eða hungur og hamfarir. Síðari heims styrjöldin varð hins vegar til þess að komið var á fót skipulögðum samtökum um flóttamannavandann í Evrópu. Skipta má komu flóttamanna til Íslands í tvö skeið: fyrir og eftir stofnun flóttamanna- ráðs árið 1995, en við það komst skipulag á málaflokkinn Frá 1956 til 1991 komu hingað til lands 204 flóttamenn í sex hópum. Af þeim voru 94 enn á Íslandi árið 2005, aðrir höfðu látist eða flust á brott. Fyrstu flóttamennirnir komu til Íslands á aðfangadag árið 1956. Þar voru á ferð 52 Ungverjar sem flýðu innrás Sovétmanna í Ungverjaland. Strax þremur árum eftir komu þeirra fyrstu kom næsti hópur, 32 flóttamenn frá Júgóslavíu. Tuttugu ár liðu þar til næsti hópur kom, frá Víetnam. Vatnaskil Með stofnun flóttamannaráðs, sem nú heitir flóttamannanefnd, urðu vatnaskil í mála- flokknum. Markviss stefna var sett um málið og komið var á samvinnu við Rauða krossinn. Horft var til þess að velja eitt móttökusveitarfélag og vinna náið með því. Flóttafólkið færi því ekki í höfuð staðinn heldur út á land. Ekki var síst horft til þess að smæð samfélaga væri kostur og myndi styðja betur við flóttamenn. Til Reykja- víkur komu fyrst flóttamenn árið 2005. Efasemdaraddir heyrðust um að í litlum samfélögum myndi hópur flóttamanna verða of stór og áberandi hluti þeirra. Einnig óttuðust sumir að smærri samfélög réðu illa við verkefnið, ekki síst þegar kæmi að íslenskukennslu og húsnæðismálum. Þær áhyggjur virðast hafa verið óþarfar. Ísafjörður varð fyrstur fyrir valinu og þangað komu þrjátíu flóttamenn frá Krajina-héraði í Króatíu árið 1996. Síðan þá hafa 277 flóttamenn komið til landsins. Flóttamenn ánægðir Árið 2005 vann Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun fyrir flóttamanna- ráð. Þá höfðu Íslendingar tekið á móti 420 flóttamönnum og af þeim bjuggu hér enn 260, eða um 62 prósent. Einhverjir hafa flutt aftur til upprunalandsins, en aðrir til annarra landa. Um sextíu prósent líta á Ísland sem sitt heimaland og miklum meirihluta finnst gott að búa hér. Fyrsta kynslóð flóttamanna talar alltaf eða oftast móðurmál sitt við börn sín og um fjörutíu prósent þeirra gátu ekki tjáð sig á öðru tungumáli en móðurmáli sínu. Reynsla flóttamanna af komu hingað er góð samkvæmt skýrslunni. Þeir bera þeirri aðstoð sem þeir hafa fengið vel söguna. Íslensk fyrirmynd Kerfið sem notast er við hér á landi við móttöku flóttamanna hefur vakið athygli víða um heim. Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna hefur litið til þess og vonast til að koma því á sem víðast. Það byggir í grunninn á samvinnu ríkisins, Rauða krossins og móttökusveitar- félags. Komið er á fót neti stuðningsfjöl- skyldna, en það eru sjálfboðaliðar sem taka að sér að vera nýjum fjölskyldum til aðstoðar. Flóttafólk fær mikla aðstoð í eitt ár við að standa á eigin fótum. Reynslan er sú að færri hafa komist að en vilja sem stuðningsfjölskyldur. Þykir það einsdæmi, hve almenningur tekur virkan þátt í starfinu og fjöldi sjálfboðaliða hefur vakið athygli. Mesta neyðin Ríkisstjórnin tekur ákvörðun um þann fjölda flóttamanna sem tekið er á móti hverju sinni, að tillögu flóttamannanefndar. Árið 2007 samþykkti hún að taka árlega á móti 25 til þrjátíu flóttamönnum. Þeir flóttamenn sem hingað koma eru þeir sem eru skilgreindir í mestri neyð og verði að flytja búferlaflutningum (e. resettle- ment). Ísland tekur hlutfallslega á móti færri flóttamönnum en Norður- löndin og Bandaríkin, en á það ber að líta að einungis um fimmtán til tuttugu lönd taka við flóttafólki úr þessum flokki. FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Flóttamenn á Íslandi 1. hluti Almennt er horft til þriggja lausna fyrir flóttafólk: 1. Að það snúi til baka til upprunalands þegar það er óhætt. 2. Að það aðlagist og festi rætur í hælislandi. 3. Að það flytjist til búsetu í svokölluðu þriðja landi. Til þriðja möguleikans (e. resettlement) er ekki gripið nema hinir tveir þyki ófærir. Ísland er eitt þeirra landa sem hafa tekið við hópi flóttafólks úr þeim flokki. Væntanlegir flóttamenn á Akranes eru þeirra á meðal. ÞRJÁR LAUSNIR FYRIR FLÓTTAFÓLK„Sveitarfélögin, og allir sem að þessum verk efnum hafa komið, hafa verið til fyrir myndar,“ segir Guðrún Ögmunds- dóttir, formaður flóttamannanefndar. Guðrún er skipuð af félagsmála- ráðherra, en auk hennar sitja í nefndinni fulltrúar utanríkis- og dómsmálaráðuneyta, svo og fulltrúi Rauða krossins. „Svona verkefni getur verið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélögin. Þau þurfa að huga að sínu félagslega kerfi og fara faglega á hærra plan. Þau hugsa í lausnum, ekki vandamálum, og það hefur skilað sér í betri stjórnsýslu og betri þjónustu. Obbinn af starf- inu lendir á sveitarfélögunum og Rauði krossinn vinnur líka gott starf,“ segir Guðrún. Engin vandamál Hún segir íslenska kerfið vera til fyrirmyndar; það sé í raun hið ákjósanlega kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar líta mjög til þessa mikla samstarfs sem verið hefur hér á milli ríkis, sveitarfélaga og Rauða krossins. Þá er haldið mjög vel utan um hverja fjölskyldu hér, sem er frekar sjaldgæft. Íslendingar átta sig stundum ekki á því hve mikið ríkidæmi það er að búa hér. Þeir flóttamenn sem hingað koma snúa sumir heim og það er dásamlegt ef hlutirnir lagast heima fyrir. En margir vilja vera hér og aðlag- ast samfélaginu. Við höfum ekki orðið vör við nein vandamál því tengd,“ segir Guðrún. Stuðningur Sjálft flóttamannaverkefnið stendur yfir í eitt ár og greiðir ríkið kostnað af því. Guðrún segir að í dag sé um 100 milljónir króna að ræða. Að því loknu eigi fólkið að geta séð um sig sjálft. Þó að einhverjir aðlagist fljótt og komist á vinnumarkaðinn þurfa margir á áframhald- andi stuðningi að halda eftir árið. Hún er þá á höndum sveitarfélagsins. ÍSLENSKA KERFIÐ TIL FYRIRMYNDAR Markviss stefna um mannúð Fimmtíu og tvö ár eru síðan fyrstu flóttamennirnir komu til landsins. Með stofnun flóttamannaráðs árið 1995 urðu vatnaskil í málaflokknum og mótuð var markviss stefna um mannúðaraðstoð. Sú leið sem farin er hér á landi hefur vakið athygli Samein- uðu þjóðanna. Lítil sem engin vandamál hafa komið upp og reynsla flóttamanna af Íslandi er góð. Yfir 60 prósent eru hér enn. „Reynslan af flóttamannaverkefnum er mjög jákvæð og þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig. Engin alvarleg mál hafa komið upp og engir hnökrar sem hafa varpað skugga á verkefnið,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands (RKÍ). Atli á sæti í flóttamannanefnd fyrir hönd RKÍ. Hann leggur ríka áherslu á að samvinna ólíkra aðila hafi ætíð verið góð. „Samvinna ríkis, sveitar- félaga og RKÍ, bæði hvað varðar val á flóttafólki og eftir að það kemur til landsins, hefur vakið athygli. Þá hefur stuðningsfjölskyldukerfið, sem byggir á sjálfboðaliðum RKÍ, vakið mikla aðdáun og er stefnt að því að koma því upp sem víðast.“ Enginn annar kostur Atli segir að breyting hafi orðið á með tilkomu flóttamannaráðs. Nú sé Ísland eitt þeirra ríkja sem taka á móti svokölluðu „resettlement“-flóttafólki. Það er fólk sem á sér engan samastað utan flótta- mannabúða og þarf að komast í annað land. „Það fólk getur hvorki snúið aftur til síns heima, né dvalið áfram á þeim stað sem það er nú. Það eru ekki nema fimmtán til tuttugu ríki í heimin- um sem taka á móti þessu fólki og við erum eitt þeirra. Framlag okkar er því mikils metið,“ segir Atli. Hann segir umræðu um hvort hjálpa eigi fólki heima fyrir eða bjóða því hingað sé á villigötum. „Við aðstoðum fjölda fólks á heimaslóðum þar sem því verður við komið. Hins vegar eru aðstæð- ur stundum þannig, líkt og með flóttafólkið sem koma mun til Akraness, að það er einfaldlega ekki hægt. Þá er þeim boðið hæli í öðrum löndum. Að veita hæli er mannúðaraðgerð.“ Flóttamannastofnun SÞ Ríkisstjórnin ákveður fjölda flóttamanna sem veitt er viðtöku. Flóttamannanefnd leitar til Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um tillög- ur að því hvaðan fólkið ætti að koma. Iðulega er farið eftir þeim tillögum. „Valið á því hverjir koma fer síðan fram við flóttamannastofnun á hverjum stað. Við förum á svæðið og metum það, ræðum við fólkið og metum hverjir eru í mestri þörf og hvort þeir vilji koma til Íslands. Þá skoðum við hvernig kerfið á Íslandi geti mætt þörfum fólksins. Á grundvelli þessarar skoðunar leggjum við til hverjum verði veitt hæli. Við erum því í virkri samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ og ríkisstjórnina.“ AÐ VEITA HÆLI SNÝST UM MANNÚÐ HEIMA OG HEIMAN Atli segir að Íslendingar eigi að aðstoða fólk heima við þar sem það er hægt, en í neyð að bjóða flóttamönnum hingað til lands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Akureyri 24 2003 Reykjavík 7 2005 24 2007 30 Hafnarfjörður 75 1999 Fjarðarbyggð Dalvík Akranes 30* 2008 Ísafjörður 30 1996 Siglufjörður 24 2000 Hornafjörður 17 1997 * áætlaður fjöldi Reykjanesbær 23 2001 Blönduós 23 1998 KOMA FLÓTTAFÓLKS 1956-1991 Komuár heimaland fjöldi 1956 Ungverjaland 52 1959 Júgóslavía 32 1979 Víetnam 34 1982 Pólland 26 1990 Víetnam 30 1991 Víetnam 30 Alls 204 RÍKISBORGARARÉTTUR Flóttamenn geta sótt um ríkisborgararétt eftir fimm ára dvöl á landinu, tveimur árum fyrr en þeir útlendingar sem hingað flytja að eigin frumkvæði. Flóttamenn fá óbundið dvalarleyfi til þriggja ára og sækja að því loknu um búsetuleyfi þar til þeir geta sótt um ríkisborgararétt að fimm árum liðnum. Langflestir sem hingað hafa komið hafa fengið ríkisborgararétt. Við það missa þeir stöðu flóttamanna. Króatía* Kólumbía Palestína FYRSTA GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Reynsla samfélags – Höfn í Hornafirði Kósovó * Krajina MIKIL SAMVINNA Guðrún segir að samvinna ólíkra aðila á Íslandi sé til fyrirmyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.