Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 26

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 26
26 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 357 4.658 -0,62% Velta: 4.735 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,78 -1,02% ... Bakkavör 31,70 -2,16% ... Eimskipafélagið 20,00 -0,50% ... Exista 9,80 -1,80% ... Glitnir 17,00 -0,29% ... Icelandair Group 18,95 -0,79% ... Kaupþing 766,00 -0,52% ... Landsbankinn 24,70 -0,20% ... Marel 95,0 0,00% ... SPRON 4,63 -1,28% ... Straumur-Burðarás 10,69 -1,75% ... Teymi 3,04 -2,56% ... Össur 95,80 -1,14% MESTA HÆKKUN FÆREYJABANKI 2,86% ATLANTIC AIRWAYS 1,44% ATLANTIC PETROLE. 0,99% MESTA LÆKKUN TEYMI 2,56% CENTURY ALUMIN. 2,47% BAKKAVÖR 2,16% Raunverð á olíu í Bandaríkjunum, það er verð á hráolíu eftir að leiðrétt hefur verið fyrir vísitölu neysluverðs í Bandaríkjunum, hefur aldrei verið hærra en í maí síðastliðnum, segir í Vegvísi Landsbankans. Greiningargeild Landsbankans telur að helst megi rekja hækkan- irnar til þriggja þátta, sambands framboðs og eftirspurnar á heimsvísu, spákaupmennsku og gengis Bandaríkjadollars. Greiningardeildin bendir á að þar sem heimsmarkaðsverð á olíu er gefið upp í Bandaríkjadollurum er verð olíu afar tengt gengi dollars. - bþa Raunverð olíu aldrei hærra „Talsvert af þessu er fokheldis- lán,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður lánaði rúmlega 4,8 milljarða króna í maí. Það mun vera meðalmánuður hjá sjóðnum, en það sem er óvenjulegt er að verktakar eru nú stór hluti þeirra sem fá lánað. „Við höfum séð þetta áður,“ segir Guðmundur. „Þegar fast- eignamarkaðurinn dettur niður og lítið er selt af íbúðum.“ Lán til verktaka hafi hins vegar farið vaxandi undanfarna mánuði og vikur, en fram hefur komið að bankar lána lítið til fasteigna- kaupa þessa dagana. Íbúðalánasjóður veitir lán með veði í eignum sem náð hafa til- teknu byggingastigi. Miðað er við að hús sé fokhelt. „Fólk tekur þessi lán svo venjulega yfir,“ segir Guðmundur. - ikh Verktakar fá lánað hjá Íbúðalánasjóði Litlu fiskarnir blindast Kauphöll Íslands steig inn í breytta tíma á mánudag þegar hún tók upp svokallað auðkennaleysi í hlutabréfaviðskiptum. Auð- kennaleysið er vissulega framfaraskref en deila má um hvort þetta er kostur eða löstur. Þetta er augljóslega löstur í augum litlu fiskanna, fjárfesta sem kjósa að elta stóra kúnna í stað þess að leggja það á sjálfa sig að gramsa í kenntölum fyrirtækja áður en þeir skella sér út í hlutabréfaviðskiptin. Hvort sem þeim líkar það betur eða verr geta þeir beðið eftir lokatölum dagsins enda sendir Kauphöllina frá sér upplýsingarnar þegar dagur er að kveldi kominn, samkvæmt Kauphallarmönnum. Sem er klukkan hálf fjögur. Tíminn nýttur Og aftur að Kauphöllinni. Talsverðar tafir urðu á viðskiptum í OMX-kauphallarsamstæðunni á mánudag og þriðjudag þegar uppfærsla á kerf- inu virkaði ekki sem skyldi. Íslenskir fjárfestar sluppu með skrekkinn á mánudag enda hrökk kerfið í gang í Skandinavíu skömmu áður en miðlarar hér brettu upp ermarnar um tíuleytið. Þriðjudagurinn var hins vegar öllu verri en þá sátu miðlarar og aðrir sem stunda hluta- bréfaviðskipti í sínum prívatverum framan við tóman tölvuskjáinn á Norðurlöndunum öllum fram til klukkan hálf tólf. Ekki liggur fyrir hvað miðlarar gera sér til dundurs þegar svona árar. Fátt ætti hins vegar að mæla gegn því að þeir nýti tímann og skreppi í ræktina svona rétt á meðan kerfið liggur niðri. Þar er alltént hægt að draga andann og gleyma stöðunni á hlutabréfa- mörkuðum um stundarsakir. Peningaskápurinn... ORÐIÐ VEÐHÆFT? Verktakar hafa í vaxandi mæli sótt svonefnd fokheldislán til Íbúðalánasjóðs. Fólk sem á endanum kaupir húsnæði af verktakanum tekur lánið venjulega yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagvöxtur mun nema 1,8 prósent á þessu ári innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og 1,7 prósent á næsta ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í gær. Þetta er allt að 30 prósenta minni hagvöxtur en OECD spáði í desember í fyrra. Þau lönd þar sem fjármálafyrirtæki vega þungt verða verst úti á tímabilinu. Bretland er sérstaklega nefnt en reiknað er með stöðnun hér. Bandarískt hagkerfi dregur meðaltalið niður. Reikn- að er með að hagvöxtur vestanhafs verði 1,2 prósent á þessu ári og 1,1 prósent á því næsta. Þetta er heilum fjörutíu prósentum minna en OECD spáði fyrir rúmu hálfu ári. Þá er reiknað með að vöxturinn nemi 1,4 pró- sentum á evrusvæðinu í ár. Nýmarkaðir, svo sem í Kína og Indlandi, munu halda hagvexti uppi innan aðildar- ríkjanna. Stofnunin segir að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá hafi afleiðingarnar reynst verri en í fyrstu var talið. Ræturnar liggja í Bandaríkjunum mitt síðasta ár þegar bankar og fjármálafyrirtæki afskrifuðu háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna vanskila á svokölluð- um undirmálslánum og tengdum skuldabréfavafning- um. Í ofanálag hefur hrávöru- og efnisverð hækkað mikið, ekki síst verð á hráolíu, vegna aukinnar eftir- spurnar. Þessi þróun hefur þrýst verðbólgutölum víða upp, að sögn OECD sem mælist til þess að seðlabankar aðildarríkjanna haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið til að sporna við því að verðbólga aukist frekar. Vaxtaákvörðunardagur er á evrusvæðinu og í Bret- landi í dag. Spár hljóða upp á óbreytta vexti, sam- kvæmt könnun Bloomberg. jonab@markadurinn.is EVRU-STJÓRI BLÆS Á KERTIN Efnahagshorfur innan aðildarríkja OECD eru verri nú en fyrir hálfu ári. MARKAÐURINN/AP Horfur verri en í fyrra Hagvöxtur verður allt að 40 prósentum minni í ár en reiknað var með. BETRA VERÐ! *Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 9,21% til 9,36% miðað við hvaða gerð af bíl er valin. 3.490.000 kr. VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr. AFBORGUN 35.500 kr. Á MÁn.* L200 Intense Dcab Sjálfsk. 370.000 kr. lækkun! 4.090.000 kr. VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr. AFBORGUN 45.900 kr. Á MÁn.* OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk. 250.000 kr. lækkun! 5.350.000 kr. VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr. AFBORGUN 59.900 kr. Á MÁn.* PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk. 620.000 kr. lækkun! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.