Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 27

Fréttablaðið - 05.06.2008, Síða 27
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 27 Fátt bendir til annars en að Sjóvá nái að halda jafnvægi á milli tjóna- og rekstrarkostnaðar og iðgjalda nú í ár. Þetta segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár í samtali við Mark- aðinn. Bendir hann á að trygging- arfélög hafi bætt upp halla á vátryggingarrekstri með fjárfest- ingarstarfsemi undanfarin ár. Órói á fjármálamörkuðum undanfarin misseri muni þó líklega breyta því. Segir hann þetta mikla breyt- ingu frá afkomu undanfarinna ára og nefnir sem dæmi að þegar hann tók við rekstri félagsins árið 2005 hafi þetta hlutfall það árið verið neikvætt um 21,5 prósent. Árið 2006 lækkaði það í 14,8 prósent og fór svo niður í tæp 4 prósent í fyrra. Þór segir að jarðskjálftinn á Suð- urlandi hafi engin áhrif á afkomu Sjóvár frekar en á önnur trygging- arfélög hérlendis. Viðlagatrygg- ing Íslands bæti það tjón. Þór nefnir að fyrirtækið hafi farið í ýmsar aðgerðir á síðustu árum til þess að skera niður rekstrarkostnað, eins og að selja og minnka við sig húsnæði, sem skýri árangur félagsins. ,Við erum búnir að vinna meira í aðgrein- ingu á áhættu sem þýðir að við erum að gera betur fyrir góða við- skiptavini. Við höfum þó ekki hækkað iðgjöldin í rúmt ár,“ segir Þór. Tjóna- og rekstrarkostnaður hefur verið minni en sem nemur iðgjöldum hjá flestum trygging- arfélögum í löndunum í kringum okkur. Þór segir að svo hafi líka verið hérlendis á árum áður. Hins vegar hafi breytingar á skaða- bótalögum fyrir nokkrum árum sem og breytingar á slysabótum sjómanna haft mikið að segja í versnandi afkomu af iðgjalda- starfsemi tryggingarfélaganna hérlendis á undanförnum árum. - as Iðgjöld standa undir kostnaði hjá Sjóvá í ár ÞÓR SIGFÚSSON Forstjóri Sjóvár segir að tryggingarfélög hafi bætt upp halla á vátryggingarekstri með fjárfestingarstarfsemi undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viltu fjórhjóladrifinn bíl til að komast á toppinn og njóta lífsins? Þá skaltu kynna þér jeppana frá Mitsubishi sem hafa staðist prófið og sigrað í hinum erfiða Dakar kappakstri ár eftir ár. Mitsubishi reynist alltaf vel, hvort sem það er öruggi pallbíllinn L200, skemmtilegi sportjeppinn Outlander eða konungur jeppanna, Mitsubishi Pajero. Við bjóðum hagstæða fjármögnun í erlendri mynt og eigum bíla til afgreiðslu strax. Komdu og prófaðu fjórhjóladrifna bíla á frábæru verði. Finndu kraftinn í fjórhjóladrifnum jeppa frá Mitsubishi! NÚ KOSTAR MINNA AÐ VERA Í VINNINGSLIÐINU Úthlutunarnefnd losunarheimilda, sem skipuð er af umhverfi sráðherra, auglýsir hér með að áætlun um úthlutun losunarheimilda, sem gefi n var út í september 2007, verði endurskoðuð fyrir 30. sep- tember 2008, sbr. 4. mgr. 9. gr. laga nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Auglýst er eftir umsóknum frá atvinnurekstri sem þegar er star- fandi og áætlar að auka framleiðslu. Jafnframt er auglýst eftir umsóknum frá atvinnurekstri sem ekki er hafi nn. Áætlun um úthlutun losunar- heimilda frá 27. september 2007 tók til starfandi fyrirtækja á þeim tíma vegna tímabilsins 1. janúar 2008 til 31. desember 2012. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um losun gróðurhúsalofttegunda skal atvinnurekstur sem fellur undir 7. gr. laganna sækja um úthlutun á losunarheimildum til Umhverfi sstofnunar eigi síðar en 9 mánuðum áður en fyrirhuguð starfsemi hefst. Umsókn skal uppfylla kröfur 8. gr. laga um losun gróðurhúsaloftegunda og skal m.a. staða undirbúnings viðkomandi atvinnurekstrar koma fram með skýrum hætti. Í þessu felst að gera skal grein fyrir hvort afl að hafa verið leyfa fyrir atvinnurekstrinum og þá hvaða leyfa hafi verið afl að og sem afl a þarf lögum samkvæmt, eða þeim áföngum sem náðst hafa í öfl un þeirra, öfl un orku fyrir reksturinn og öðrum þáttum sem skýrt geta stöðu undirbúningsins. Í umsókninni skal tekið fram hvort sótt er um almennar heimildir eða heimildir skv. ákvörðun 14/CP.7 við Kyoto bókunina. Ef sótt er um losunarheimildir skv. ákvörðun 14/CP.7 þarf að koma fram hvernig starfsemin uppfyllir skilyrði hennar, einkum um notkun endurnýjanlegrar orku og bestu fáanlegrar tækni vegna atvinnu- rekstursins. Þeir sem sendu umsóknir til nefndarinnar á árinu 2007 og fengu ekki úthlutað losunarheimildum geta sent inn viðbótarupplýsingar án þess að greiða umsóknargjald, enda sé ekki um breytingu á magni sem sótt er um eða staðsetningu atvin- nurekstursins. Umsóknum og viðbótarupplýsingum skal skilað til Umhverfi sstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, eigi síðar en 1. júlí 2008 og er umsóknargjald kr. 250.000. Úthlutunarnefnd losunarheimilda 3. júní 2008 Auglýsing um umsóknir um úthlutun losunarheimilda skv. lögum um losun gróðurhúsalofttegunda nr. 65/2007. A ug lý si ng as ím i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.